Skjöl staðfesta að Tice var í haldi Assad-liða Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 12:49 Debra Tice, heldur á mynd af syni sínum, Austin Tice. Hann hvarf í Sýrlandi 2012 og nú hefur verið staðfest að hann var í haldi Assad-liða. Getty/Bekir Kasim Áður óséð skjöl hafa loksins staðfest að bandaríski blaðamaðurinn Austin Tice var handsamaður af stjórnvöldum Bashars al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands. Hann hvarf nærri Damascus, höfuðborg landsins, í ágúst 2012 en Assad-liðar höfnuðu því ítrekað að hafa hann í haldi. Um sjö vikum eftir að Tice hvarf birtist hann á myndbandi þar sem hann var með bundið fyrir augun og umkringdur vopnaður mönnum. Virtist sem honum hafði verið rænt af vígamönnum en sérfræðingar drógu það fljótt í efa og töldu mögulegt að myndbandið hefði verið sviðsett. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust sannfærðir um að Tice væri í haldi ríkisstjórnar Assad en því var harðlega neitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hvarfi Tice eða farið fram á einhverskonar lausnargjald. Blaðamenn BBC hafa með aðstoð Sýrlendinga staðið í rannsókn á hvarfi Tice. Við þá rannsókn fundust skjöl frá leyniþjónustu Assads sem merkt voru Tice og sýna fram á að honum var haldið í Damascus árið 2012. Skjölin og heimildarmenn BBC benda til þess að Tice hafi verið handsamaður í Darayya, nærri Damascus, af vígahópnum NDF en liðsmenn hans voru hliðhollir Assad. Bandaríkjamanninum var haldið af liðsmönnum NDF en þar mun Tice hafa veikst töluvert. Hann var allavega tvisvar sinnum yfirheyrður af starfsmönnum leyniþjónustu Assads. Einn liðsmaður NDF sagði leiðtoga vígahópsins hafa áttað sig á verðmæti Tice og að ríkisstjórn Assads gæti notað hann í viðræðum við Bandaríkjamenn. Tugir þúsunda hafa horfið Þegar ríkisstjórn Assads féll skyndilega í desember sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að hann teldi Tice á lífi. Var það eftir að móðir hans sagðist hafa heyrt í áreiðanlegum heimildarmanni að sonur hennar væri lifandi. Þegar fangelsi Assads voru tæmd fannst þó hvorki tangur né tetur af Tice. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvar hann er niðurkominn. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið milljón dala fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist. Talið er að tugir þúsunda manna hafa hreinlega horfið úr fangelsum Assads í Sýrlandi á undanförnum árum. Sýrland Bandaríkin Tengdar fréttir Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Um sjö vikum eftir að Tice hvarf birtist hann á myndbandi þar sem hann var með bundið fyrir augun og umkringdur vopnaður mönnum. Virtist sem honum hafði verið rænt af vígamönnum en sérfræðingar drógu það fljótt í efa og töldu mögulegt að myndbandið hefði verið sviðsett. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust sannfærðir um að Tice væri í haldi ríkisstjórnar Assad en því var harðlega neitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hvarfi Tice eða farið fram á einhverskonar lausnargjald. Blaðamenn BBC hafa með aðstoð Sýrlendinga staðið í rannsókn á hvarfi Tice. Við þá rannsókn fundust skjöl frá leyniþjónustu Assads sem merkt voru Tice og sýna fram á að honum var haldið í Damascus árið 2012. Skjölin og heimildarmenn BBC benda til þess að Tice hafi verið handsamaður í Darayya, nærri Damascus, af vígahópnum NDF en liðsmenn hans voru hliðhollir Assad. Bandaríkjamanninum var haldið af liðsmönnum NDF en þar mun Tice hafa veikst töluvert. Hann var allavega tvisvar sinnum yfirheyrður af starfsmönnum leyniþjónustu Assads. Einn liðsmaður NDF sagði leiðtoga vígahópsins hafa áttað sig á verðmæti Tice og að ríkisstjórn Assads gæti notað hann í viðræðum við Bandaríkjamenn. Tugir þúsunda hafa horfið Þegar ríkisstjórn Assads féll skyndilega í desember sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að hann teldi Tice á lífi. Var það eftir að móðir hans sagðist hafa heyrt í áreiðanlegum heimildarmanni að sonur hennar væri lifandi. Þegar fangelsi Assads voru tæmd fannst þó hvorki tangur né tetur af Tice. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvar hann er niðurkominn. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið milljón dala fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist. Talið er að tugir þúsunda manna hafa hreinlega horfið úr fangelsum Assads í Sýrlandi á undanförnum árum.
Sýrland Bandaríkin Tengdar fréttir Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51
Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31