Sérfræðingar ESB gagnrýna áform þess um að útvatna loftslagsmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2025 13:26 Sjálfboðaliðar planta fenjaviði á Balí í Indónesíu. Framkvæmdastjórn ESB íhugar að leyfa aðildarríkjum sambandsins að styðja slík verkefni með kaupum á kolefniseiningum í stað þess að draga úr eigin losun til þess að ná loftslagsmarkmiði sínu fyrir árið 2040. Vísir/EPA Sérstakt vísindaráð Evrópusambandsins í loftslagsmálum gagnrýnir harðlega áform sambandsins um að leyfa aðildarríkjunum að nota alþjóðlegar kolefniseiningar upp í eigin skuldbindingar. Þær megi ekki koma í staðinn fyrir samdrátt í losun aðildarríkjanna sjálfra. Framkvæmdastjórn ESB ætlar að kynna á næstunni drög að næsta stóra áfanga í loftslagsaðgerðum sínum, níutíu prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Núverandi markmið gerir ráð fyrir 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en Ísland er þátttakandi í því. Til þess að liðka fyrir samþykkt nýja markmiðsins fyrir 2040 á meðal aðildarríkjanna er framkvæmdastjórnin sögð ætla að leyfa þeim í fyrsta skipti að telja fram svokallaðar alþjóðlegar kolefniseiningar, fjárfestingar í loftslagsaðgerðum utan þeirra eigin landamæra. Ríki eins og Þýsksland, Frakkland og Pólland hafa farið fram á þetta. Þessu andmælir vísindaráð ESB um loftslagsbreytingar, óháð ráð vísindamanna sem á að veita sambandinu ráð um loftslagsaðgerðir, harðlega í nýrri sextíu blaðsíðna skýrslu. Ráðið segist ekki mæla með því að alþjóðlegar kolefniseiningar verði notaðar í staðinn fyrir samrátt í losun innanlands til þess að ná markmiðunum fyrir 2040. „Það ætti ekki að grafa undan heilindum landsmarkmiðanna með þessum alþjóðlegu aðgerðum,“ sagði Ottmar Edenhofer, formaður vísindaráðsins við fréttamenn í dag, að sögn evrópsku útgáfu blaðsins Politico. Dragi úr samkeppnishæfni og orkuöryggi Yfirlýsingar vísindaráðsins eru sagðar marka tímamót því það hefur ekki áður skipt sér með svo beinum hætti af pólitískum aðgerðum sem eru til umræðu. Séfræðingarnir segja að ef ESB-ríki ákveði að kaupa kolefniseiningar verði þær að vera viðbót við þeirra eigin aðgerðir til þess að draga úr losun, ekki koma í staðinn fyrir þær. Með því að færa samdrátt í losun yfir á önnur ríki væri í raun dregið úr metnaði aðgerða í Evrópu. „Að stefna á lægra markmið setti ekki aðeins árangur ESB að þessu marki í hættu heldur græfi það undan sjálfbærni, samkeppnishæfni til lengri tíma og orkuöryggi á tímum óvissu í alþjóðastjórnmálum,“ segir í skýrslunni sem var gefin út í dag. Talsmaður sambandsins segir framkvæmdastjórnina fagna áliti ráðsins og að innlegg þess verði tekið til skoðunar áður en tillögur um markmiðið fyrir 2040 verða lagðar fram. Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB ætlar að kynna á næstunni drög að næsta stóra áfanga í loftslagsaðgerðum sínum, níutíu prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Núverandi markmið gerir ráð fyrir 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en Ísland er þátttakandi í því. Til þess að liðka fyrir samþykkt nýja markmiðsins fyrir 2040 á meðal aðildarríkjanna er framkvæmdastjórnin sögð ætla að leyfa þeim í fyrsta skipti að telja fram svokallaðar alþjóðlegar kolefniseiningar, fjárfestingar í loftslagsaðgerðum utan þeirra eigin landamæra. Ríki eins og Þýsksland, Frakkland og Pólland hafa farið fram á þetta. Þessu andmælir vísindaráð ESB um loftslagsbreytingar, óháð ráð vísindamanna sem á að veita sambandinu ráð um loftslagsaðgerðir, harðlega í nýrri sextíu blaðsíðna skýrslu. Ráðið segist ekki mæla með því að alþjóðlegar kolefniseiningar verði notaðar í staðinn fyrir samrátt í losun innanlands til þess að ná markmiðunum fyrir 2040. „Það ætti ekki að grafa undan heilindum landsmarkmiðanna með þessum alþjóðlegu aðgerðum,“ sagði Ottmar Edenhofer, formaður vísindaráðsins við fréttamenn í dag, að sögn evrópsku útgáfu blaðsins Politico. Dragi úr samkeppnishæfni og orkuöryggi Yfirlýsingar vísindaráðsins eru sagðar marka tímamót því það hefur ekki áður skipt sér með svo beinum hætti af pólitískum aðgerðum sem eru til umræðu. Séfræðingarnir segja að ef ESB-ríki ákveði að kaupa kolefniseiningar verði þær að vera viðbót við þeirra eigin aðgerðir til þess að draga úr losun, ekki koma í staðinn fyrir þær. Með því að færa samdrátt í losun yfir á önnur ríki væri í raun dregið úr metnaði aðgerða í Evrópu. „Að stefna á lægra markmið setti ekki aðeins árangur ESB að þessu marki í hættu heldur græfi það undan sjálfbærni, samkeppnishæfni til lengri tíma og orkuöryggi á tímum óvissu í alþjóðastjórnmálum,“ segir í skýrslunni sem var gefin út í dag. Talsmaður sambandsins segir framkvæmdastjórnina fagna áliti ráðsins og að innlegg þess verði tekið til skoðunar áður en tillögur um markmiðið fyrir 2040 verða lagðar fram.
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira