Gæti komið til lokana á vegum Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 2. júní 2025 14:58 Þótt von sé á snjó og slyddu til fjalla má telja ólíklegt að hafa þurfi auga með skíðafólki í hlíðum Hlíðarfjalls á morgun. Vísir/Viktor Freyr Heilmikið viðbragð er hjá Vegagerðinni vegna veðurviðvarana á morgun þar sem von er á vetrarverði þó júní sé runninn upp. Komið gæti til vegalokana á Suðausturlandi. Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Það er heilmikið viðbragð hjá okkur. Við höfum kallað út fjölmarga bíla til að sinna vetrarþjónustu núna um sumar,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Reikna má með hvassviðri og ofankomu, slyddu eða snjókomu og hálku til fjalla. „Við reiknum með því að upp á slyddu og snjókomu verði staðan verst á Norðurlandi og Norðausturlandi. En það verður vindur víða og við höfum áhyggjur af því,“ segir G. Pétur og vísar til þess að stærri bílar og aftanívagnar geta tekið á sig mikinn vind. Vegna veðurs gæti komið til lokana á vegum með skömmum fyrirvara. „Ökumenn eru hvattir til að fylgjast mjög vel með færð og veðri ef ekið er á milli landshluta og sýna fyllstu aðgát og varkárni. Akstursskilyrði geta versnað verulega, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og eru ekki útbúin miðað við aðstæður,“ segir á Umferdin.is, vef Vegagerðarinnar. „Við reiknum líka með því í fyrramálið að verði ansi hvasst á Suðausturlandi og mögulegt að komi til vegalokana undir Vatnajökli í fyrramálið.“ Svo gangi veðrið yfir á þriðjudeginum. „Það verður slydda og snjókoma en svo hlýnar og þá eigum við ekki von á neinni hálku eða vandræðum vegna þess.“ Veður Samgöngur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Það er heilmikið viðbragð hjá okkur. Við höfum kallað út fjölmarga bíla til að sinna vetrarþjónustu núna um sumar,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Reikna má með hvassviðri og ofankomu, slyddu eða snjókomu og hálku til fjalla. „Við reiknum með því að upp á slyddu og snjókomu verði staðan verst á Norðurlandi og Norðausturlandi. En það verður vindur víða og við höfum áhyggjur af því,“ segir G. Pétur og vísar til þess að stærri bílar og aftanívagnar geta tekið á sig mikinn vind. Vegna veðurs gæti komið til lokana á vegum með skömmum fyrirvara. „Ökumenn eru hvattir til að fylgjast mjög vel með færð og veðri ef ekið er á milli landshluta og sýna fyllstu aðgát og varkárni. Akstursskilyrði geta versnað verulega, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og eru ekki útbúin miðað við aðstæður,“ segir á Umferdin.is, vef Vegagerðarinnar. „Við reiknum líka með því í fyrramálið að verði ansi hvasst á Suðausturlandi og mögulegt að komi til vegalokana undir Vatnajökli í fyrramálið.“ Svo gangi veðrið yfir á þriðjudeginum. „Það verður slydda og snjókoma en svo hlýnar og þá eigum við ekki von á neinni hálku eða vandræðum vegna þess.“
Veður Samgöngur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira