Lestur lykillinn að endurhæfingu? Hvað ef lestur væri lykillinn út? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 3. júní 2025 07:32 Á bak við múra fangelsanna felst ekki eingöngu refsing heldur einnig tækifæri. Tækifæri til að vaxa, læra og breyta um stefnu í lífinu. Í íslenskum fangelsum er oftar en ekki lítið um raunveruleg úrræði sem styðja við slíka vegferð, en á sama tíma má sjá nýleg dæmi frá öðrum löndum um nýstárlegar og mannúðlegar leiðir til að styrkja fanga og auka möguleikaá betra lífi eftir afplánun, til dæmis með því að umbuna fyrir nám og lestrarhæfni. Þar er um að ræða endurhæfingu sem virkar. 1. Brasilía – Lestur sem styttir dóma Í Brasilíu geta fangar tekið þátt í verkefni sem kallast Refsilækkun fyrir lestur (sp. Remissão pela Leitura). Með því að lesa allt að tólf bækur á ári og skila rituðum samantektum sem standast mat fá þeir 4 daga styttingu af dómi fyrir hverja bók, samtals allt að 48 daga á ári. Markmiðið er að efla læsi og gagnrýna hugsun og stuðla að menntun í fangelsum. 2. Noregur – Menntun og sjálfsábyrgð Í Noregi er áhersla lögð á menntun og eðlilegt líf innan fangelsa. Fangar hafa aðgang að almennu menntakerfi og námsárangur hefur áhrif á mat á reynslulausn. Í fangelsum eins og Bastøy er félagsleg endurhæfing í fyrirrúmi og endurkomutíðni fanga þar er aðeins um 16% – með því lægsta sem þekkist. 3. Bandaríkin – Inneign fyrir menntunÍ Kaliforníu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna er til kerfi þar sem föngum er umbunað með inneign (e. Merit Credits) fyrir þátttöku í námskeiðum, meðferðum, vinnu eða formlegu námi. Þetta getur dregið úr afplánunartíma þeirra um tugi daga á ári. 4. Svíþjóð – Náms- og starfsendurhæfing Svíþjóð hefur lagt áherslu á að fangar hafi tækifæri til að bæta menntun sína og vinna meðan á refsivist stendur. Námsþátttaka eykur líkur á reynslulausn og dregur úr endurkomu í fangelsi samkvæmt rannsóknum frá sænsku fangelsisyfirvöldunum. 5. Holland – Samfélagsverkefni og ábyrgðÍ Hollandi hafa fangar tækifæri til að vinna, læra og taka þátt í samfélagsverkefnum á meðan þeir afplána. Slíkt mat hefur áhrif á hvort og hvenær þeir fá reynslulausn og stuðlar að samfélagslegri ábyrgð. 6. Suður-Afríka – Bækur á bak við rimla Verkefnið Bækur á bak við rimla (e. Books Behind Bars) hvetur fanga til að lesa og taka þátt í umræðum um bókmenntir innan fangelsa. Þó að þátttakan leiði ekki beint til refsistyttingar er hún metin í matsferli um reynslulausn og getur haft djúp áhrif á sjálfsmynd og framtíðarvonir fanga. 7. Danmörk – Menntun sem hluti af daglegri afplánun Í Danmörku er menntun fanga lögbundin og skipulögð af fangelsismálayfirvöldum. Fangar hafa rétt og skyldu til að taka þátt í 37 klukkustunda vinnuviku sem getur samanstaðið af vinnu, meðferð eða menntun. Þetta er hluti af stefnu sem miðar að því að undirbúa fanga fyrir lífið eftir lausn og draga úr endurkomu í fangelsi. Menntun í dönskum fangelsum nær yfir fjölbreytt námskeið, þar á meðal: Grunnmenntun í dönsku, stærðfræði og upplýsingatækni. Sérkennsla fyrir fanga með lestrar- og skriftarörðugleika. Starfsmenntun í iðngreinum eins og trésmíði, málun, grafískri hönnun, matreiðslu og annarri iðnaðarvinnu. Framhaldsskólanám sem sjálfsnám, með stuðningi frá sjálfboðaliðum. Í sumum fangelsum er boðið upp á sérsniðin námskeið sem taka mið af þörfum og getu hvers fanga.Menntun og önnur afrek leiða til þess að fangar fái að fara fyrr í opnari úrræði og frekari leyfisúrræði.Þetta danska fyrirkomulag sýnir að menntun er öflugt tæki til endurhæfingar. Íslendingar geta tekið þetta sem hvatningu til að þróa sambærileg úrræði hér á landi þar sem menntun og verknám eru í fyrirrúmi í fangelsiskerfinu. Hvers vegna skiptir þetta máli? Við í Afstöðu, félagi um bætt fangelsismál, höfum ítrekað bent á að fangelsi verði að þjóna tilgangi endurhæfingar, ekki aðeins einangrunar. Þekking, læsi og tækifæri til vaxtar eru meðal öflugustu tækjanna til að draga úr endurteknum brotum. Ef fangi lærir að tjá sig, lesa betur og skrifa, opnast nýjar dyr. Dyr sem leiða til atvinnu, menntunar, sjálfsvirðingar og betri aðlögunar að samfélaginu eftir að í frelsið er komið. Að innleiða sambærileg úrræði á Íslandi gæti skilað auknum lífsgæðum fyrir fanga og samfélagið í heild. Þar að auki væru það skilaboð um að við trúum á annað tækifæri raunverulega en ekki bara refsingu.Því miður höfum við ekki verið heppin með menntamálaráðherra í gegnum tíðina. Undafarin ár hafa menntamálaráðherrar algjörlega brugðist í menntamálum fanga og þeir haft að engu lögbundna skyldu sína í menntamálum fanga. Nú er ný ríkisstjórn og bindum við miklar vonir við að hún lagi að einhverju leyti fangelsismálin og þar vegur mest að mínu mati að nýr menntamálaráðherra taki stór skref því menntun er vissulega máttur og fækkar glæpum. Hvað ef Ísland væri næst? Við erum að fara að byggja nýtt fangelsi fyrir um 30 milljarða og sitt sýnist hverjum með tilganginn og nauðsyn þess. Við ættum fyrst af öllu að hugsa um hvernig við byggjum upp einstaklinga innan fangelsanna. Við gætum sett á fót lítið tilraunaverkefni þar sem föngum stendur til boða að taka þátt í bókaverkefni eða fjarnámi með raunverulegum umbunum – þar sem góð frammistaða gæti stytt afplánun í skrefum. Er það ekki þess virði að prófa? Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á bak við múra fangelsanna felst ekki eingöngu refsing heldur einnig tækifæri. Tækifæri til að vaxa, læra og breyta um stefnu í lífinu. Í íslenskum fangelsum er oftar en ekki lítið um raunveruleg úrræði sem styðja við slíka vegferð, en á sama tíma má sjá nýleg dæmi frá öðrum löndum um nýstárlegar og mannúðlegar leiðir til að styrkja fanga og auka möguleikaá betra lífi eftir afplánun, til dæmis með því að umbuna fyrir nám og lestrarhæfni. Þar er um að ræða endurhæfingu sem virkar. 1. Brasilía – Lestur sem styttir dóma Í Brasilíu geta fangar tekið þátt í verkefni sem kallast Refsilækkun fyrir lestur (sp. Remissão pela Leitura). Með því að lesa allt að tólf bækur á ári og skila rituðum samantektum sem standast mat fá þeir 4 daga styttingu af dómi fyrir hverja bók, samtals allt að 48 daga á ári. Markmiðið er að efla læsi og gagnrýna hugsun og stuðla að menntun í fangelsum. 2. Noregur – Menntun og sjálfsábyrgð Í Noregi er áhersla lögð á menntun og eðlilegt líf innan fangelsa. Fangar hafa aðgang að almennu menntakerfi og námsárangur hefur áhrif á mat á reynslulausn. Í fangelsum eins og Bastøy er félagsleg endurhæfing í fyrirrúmi og endurkomutíðni fanga þar er aðeins um 16% – með því lægsta sem þekkist. 3. Bandaríkin – Inneign fyrir menntunÍ Kaliforníu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna er til kerfi þar sem föngum er umbunað með inneign (e. Merit Credits) fyrir þátttöku í námskeiðum, meðferðum, vinnu eða formlegu námi. Þetta getur dregið úr afplánunartíma þeirra um tugi daga á ári. 4. Svíþjóð – Náms- og starfsendurhæfing Svíþjóð hefur lagt áherslu á að fangar hafi tækifæri til að bæta menntun sína og vinna meðan á refsivist stendur. Námsþátttaka eykur líkur á reynslulausn og dregur úr endurkomu í fangelsi samkvæmt rannsóknum frá sænsku fangelsisyfirvöldunum. 5. Holland – Samfélagsverkefni og ábyrgðÍ Hollandi hafa fangar tækifæri til að vinna, læra og taka þátt í samfélagsverkefnum á meðan þeir afplána. Slíkt mat hefur áhrif á hvort og hvenær þeir fá reynslulausn og stuðlar að samfélagslegri ábyrgð. 6. Suður-Afríka – Bækur á bak við rimla Verkefnið Bækur á bak við rimla (e. Books Behind Bars) hvetur fanga til að lesa og taka þátt í umræðum um bókmenntir innan fangelsa. Þó að þátttakan leiði ekki beint til refsistyttingar er hún metin í matsferli um reynslulausn og getur haft djúp áhrif á sjálfsmynd og framtíðarvonir fanga. 7. Danmörk – Menntun sem hluti af daglegri afplánun Í Danmörku er menntun fanga lögbundin og skipulögð af fangelsismálayfirvöldum. Fangar hafa rétt og skyldu til að taka þátt í 37 klukkustunda vinnuviku sem getur samanstaðið af vinnu, meðferð eða menntun. Þetta er hluti af stefnu sem miðar að því að undirbúa fanga fyrir lífið eftir lausn og draga úr endurkomu í fangelsi. Menntun í dönskum fangelsum nær yfir fjölbreytt námskeið, þar á meðal: Grunnmenntun í dönsku, stærðfræði og upplýsingatækni. Sérkennsla fyrir fanga með lestrar- og skriftarörðugleika. Starfsmenntun í iðngreinum eins og trésmíði, málun, grafískri hönnun, matreiðslu og annarri iðnaðarvinnu. Framhaldsskólanám sem sjálfsnám, með stuðningi frá sjálfboðaliðum. Í sumum fangelsum er boðið upp á sérsniðin námskeið sem taka mið af þörfum og getu hvers fanga.Menntun og önnur afrek leiða til þess að fangar fái að fara fyrr í opnari úrræði og frekari leyfisúrræði.Þetta danska fyrirkomulag sýnir að menntun er öflugt tæki til endurhæfingar. Íslendingar geta tekið þetta sem hvatningu til að þróa sambærileg úrræði hér á landi þar sem menntun og verknám eru í fyrirrúmi í fangelsiskerfinu. Hvers vegna skiptir þetta máli? Við í Afstöðu, félagi um bætt fangelsismál, höfum ítrekað bent á að fangelsi verði að þjóna tilgangi endurhæfingar, ekki aðeins einangrunar. Þekking, læsi og tækifæri til vaxtar eru meðal öflugustu tækjanna til að draga úr endurteknum brotum. Ef fangi lærir að tjá sig, lesa betur og skrifa, opnast nýjar dyr. Dyr sem leiða til atvinnu, menntunar, sjálfsvirðingar og betri aðlögunar að samfélaginu eftir að í frelsið er komið. Að innleiða sambærileg úrræði á Íslandi gæti skilað auknum lífsgæðum fyrir fanga og samfélagið í heild. Þar að auki væru það skilaboð um að við trúum á annað tækifæri raunverulega en ekki bara refsingu.Því miður höfum við ekki verið heppin með menntamálaráðherra í gegnum tíðina. Undafarin ár hafa menntamálaráðherrar algjörlega brugðist í menntamálum fanga og þeir haft að engu lögbundna skyldu sína í menntamálum fanga. Nú er ný ríkisstjórn og bindum við miklar vonir við að hún lagi að einhverju leyti fangelsismálin og þar vegur mest að mínu mati að nýr menntamálaráðherra taki stór skref því menntun er vissulega máttur og fækkar glæpum. Hvað ef Ísland væri næst? Við erum að fara að byggja nýtt fangelsi fyrir um 30 milljarða og sitt sýnist hverjum með tilganginn og nauðsyn þess. Við ættum fyrst af öllu að hugsa um hvernig við byggjum upp einstaklinga innan fangelsanna. Við gætum sett á fót lítið tilraunaverkefni þar sem föngum stendur til boða að taka þátt í bókaverkefni eða fjarnámi með raunverulegum umbunum – þar sem góð frammistaða gæti stytt afplánun í skrefum. Er það ekki þess virði að prófa? Höfundur er formaður Afstöðu.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun