Vanvirkar fjölskyldur og hlutverkin sem skilja eftir sár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2025 13:56 Valdimar segir að hlutverkin sem myndast innan vanvirkra fjölskyldna geti haft áhrif á líðan einstaklinga langt fram á fullorðinsár. Margir taka ómeðvitað að sér ákveðin hlutverk í vanvirkum fjölskyldum, hlutverk sem ekki aðeins hafa áhrif langt fram á fullorðinsár, heldur geta jafnvel gengið í erfðir. Valdimar Þór Svavarsson, meðferðaraðili og annar eigandi ráðgjafastofunnar Fyrsta skrefið, ræðir þessi hlutverk í nýjasta þætti Íslands í dag. Valdimar rekur Fyrsta skrefið ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ósk Guðnadóttur. Þar bjóða þau meðal annars upp á áfallameðferð, djúpöndunarvinnu og fræðslu um meðvirkni. Þau standa einnig að hlaðvarpinu Meðvirkni-podkastið, þar sem þau fjalla ítarlega um þessi málefni. Auk þess hefur Valdimar sérhæft sig í meðvirkni og áfallafræðum og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið, meðal annars um svokölluð systkinahlutverk. „Þetta eru mynstur sem spretta upp úr alvarlegum vanda. Þegar fólk fer að skoða uppruna sinn og æsku, áttar það sig gjarnan á því hvaða hlutverk það hefur leikið og hvernig það hefur þjónað kerfinu, jafnvel á eigin kostnað,“ segir Valdimar. Hlutverkin myndast oft vegna ójafnvægis og skekkju í fjölskyldukerfinu. Þá skapast þrýstingur sem ýtir undir að einstaklingar tileinki sér ákveðin hlutverk til að halda kerfinu í jafnvægi. Í sumum tilfellum taka þeir að sér fleiri en eitt hlutverk í senn. Fimm algeng hlutverk í vanvirkum fjölskyldum Bjargvætturinn: Þetta er oft maki eða annar fjölskyldumeðlimur sem reynir stöðugt að bjarga öðrum og laga aðstæður innan fjölskyldunnar. Bjargvætturinn tekur oft yfir stjórn og ábyrgð, stundum á kostnað eigin líðan. Hetjan: Almennt fyrsta barnið í fjölskyldunni sem þróar með sér mikla ábyrgðartilfinningu. Hetjan stendur sig fullkomlega út á við, er dugleg, áreiðanleg og vill ekki valda neinum vonbrigðum. Hún eða hann er oft miðpunktur fjölskyldunnar, en undir yfirborðinu býr fullkomnunarárátta og mikill þrýstingur. Hetjan reynir að þóknast öllum og sinna þörfum annarra en á kostnað eigin sjálfsþarfna, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd og líðan. Blóraböggullinn: Þetta er einstaklingurinn sem fær oft sökina fyrir vandamál fjölskyldunnar. Blóraböggullinn dregur oft að sér neikvæða athygli og getur verið fórnarlamb kerfisins. Með þessu fær fjölskyldan eitthvað sem veldur athygli frá dýpri vandamálum eða ójafnvægi innan fjölskyldukerfisins. Þessi hlutverk getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd og framtíðar sambönd einstaklingsins. Týnda barnið: Sá sem dregur sig í hlé, vill hverfa frá erfiðum aðstæðum og tengist litlu innan fjölskyldunnar. Týnda barnið getur verið líkamlega eða andlega fjarverandi, með minni tilfinningalega nærveru. Þetta getur verið leið einstaklingsins til að vernda sig gegn sársauka eða átökum innan fjölskyldunnar, en það veldur því að hann/hún upplifir sig oft einangraðan eða ósýnilegan. Trúðurinn: Sá sem notar húmor og léttan til að bægja vandamálum og spennu frá fjölskyldunni. Trúðurinn reynir að létta andrúmsloftið með því að gera grín að erfiðleikum eða nota kímnigáfu til að forðast alvarleika. Þetta hlutverk getur verið mikilvægt fyrir að halda fjölskyldunni saman en getur einnig hamlað því að vandamálin séu tekin alvarlega og unnin. Viðtalið við Valdimar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Valdimar rekur Fyrsta skrefið ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ósk Guðnadóttur. Þar bjóða þau meðal annars upp á áfallameðferð, djúpöndunarvinnu og fræðslu um meðvirkni. Þau standa einnig að hlaðvarpinu Meðvirkni-podkastið, þar sem þau fjalla ítarlega um þessi málefni. Auk þess hefur Valdimar sérhæft sig í meðvirkni og áfallafræðum og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið, meðal annars um svokölluð systkinahlutverk. „Þetta eru mynstur sem spretta upp úr alvarlegum vanda. Þegar fólk fer að skoða uppruna sinn og æsku, áttar það sig gjarnan á því hvaða hlutverk það hefur leikið og hvernig það hefur þjónað kerfinu, jafnvel á eigin kostnað,“ segir Valdimar. Hlutverkin myndast oft vegna ójafnvægis og skekkju í fjölskyldukerfinu. Þá skapast þrýstingur sem ýtir undir að einstaklingar tileinki sér ákveðin hlutverk til að halda kerfinu í jafnvægi. Í sumum tilfellum taka þeir að sér fleiri en eitt hlutverk í senn. Fimm algeng hlutverk í vanvirkum fjölskyldum Bjargvætturinn: Þetta er oft maki eða annar fjölskyldumeðlimur sem reynir stöðugt að bjarga öðrum og laga aðstæður innan fjölskyldunnar. Bjargvætturinn tekur oft yfir stjórn og ábyrgð, stundum á kostnað eigin líðan. Hetjan: Almennt fyrsta barnið í fjölskyldunni sem þróar með sér mikla ábyrgðartilfinningu. Hetjan stendur sig fullkomlega út á við, er dugleg, áreiðanleg og vill ekki valda neinum vonbrigðum. Hún eða hann er oft miðpunktur fjölskyldunnar, en undir yfirborðinu býr fullkomnunarárátta og mikill þrýstingur. Hetjan reynir að þóknast öllum og sinna þörfum annarra en á kostnað eigin sjálfsþarfna, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd og líðan. Blóraböggullinn: Þetta er einstaklingurinn sem fær oft sökina fyrir vandamál fjölskyldunnar. Blóraböggullinn dregur oft að sér neikvæða athygli og getur verið fórnarlamb kerfisins. Með þessu fær fjölskyldan eitthvað sem veldur athygli frá dýpri vandamálum eða ójafnvægi innan fjölskyldukerfisins. Þessi hlutverk getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd og framtíðar sambönd einstaklingsins. Týnda barnið: Sá sem dregur sig í hlé, vill hverfa frá erfiðum aðstæðum og tengist litlu innan fjölskyldunnar. Týnda barnið getur verið líkamlega eða andlega fjarverandi, með minni tilfinningalega nærveru. Þetta getur verið leið einstaklingsins til að vernda sig gegn sársauka eða átökum innan fjölskyldunnar, en það veldur því að hann/hún upplifir sig oft einangraðan eða ósýnilegan. Trúðurinn: Sá sem notar húmor og léttan til að bægja vandamálum og spennu frá fjölskyldunni. Trúðurinn reynir að létta andrúmsloftið með því að gera grín að erfiðleikum eða nota kímnigáfu til að forðast alvarleika. Þetta hlutverk getur verið mikilvægt fyrir að halda fjölskyldunni saman en getur einnig hamlað því að vandamálin séu tekin alvarlega og unnin. Viðtalið við Valdimar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira