Vanvirkar fjölskyldur og hlutverkin sem skilja eftir sár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2025 13:56 Valdimar segir að hlutverkin sem myndast innan vanvirkra fjölskyldna geti haft áhrif á líðan einstaklinga langt fram á fullorðinsár. Margir taka ómeðvitað að sér ákveðin hlutverk í vanvirkum fjölskyldum, hlutverk sem ekki aðeins hafa áhrif langt fram á fullorðinsár, heldur geta jafnvel gengið í erfðir. Valdimar Þór Svavarsson, meðferðaraðili og annar eigandi ráðgjafastofunnar Fyrsta skrefið, ræðir þessi hlutverk í nýjasta þætti Íslands í dag. Valdimar rekur Fyrsta skrefið ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ósk Guðnadóttur. Þar bjóða þau meðal annars upp á áfallameðferð, djúpöndunarvinnu og fræðslu um meðvirkni. Þau standa einnig að hlaðvarpinu Meðvirkni-podkastið, þar sem þau fjalla ítarlega um þessi málefni. Auk þess hefur Valdimar sérhæft sig í meðvirkni og áfallafræðum og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið, meðal annars um svokölluð systkinahlutverk. „Þetta eru mynstur sem spretta upp úr alvarlegum vanda. Þegar fólk fer að skoða uppruna sinn og æsku, áttar það sig gjarnan á því hvaða hlutverk það hefur leikið og hvernig það hefur þjónað kerfinu, jafnvel á eigin kostnað,“ segir Valdimar. Hlutverkin myndast oft vegna ójafnvægis og skekkju í fjölskyldukerfinu. Þá skapast þrýstingur sem ýtir undir að einstaklingar tileinki sér ákveðin hlutverk til að halda kerfinu í jafnvægi. Í sumum tilfellum taka þeir að sér fleiri en eitt hlutverk í senn. Fimm algeng hlutverk í vanvirkum fjölskyldum Bjargvætturinn: Þetta er oft maki eða annar fjölskyldumeðlimur sem reynir stöðugt að bjarga öðrum og laga aðstæður innan fjölskyldunnar. Bjargvætturinn tekur oft yfir stjórn og ábyrgð, stundum á kostnað eigin líðan. Hetjan: Almennt fyrsta barnið í fjölskyldunni sem þróar með sér mikla ábyrgðartilfinningu. Hetjan stendur sig fullkomlega út á við, er dugleg, áreiðanleg og vill ekki valda neinum vonbrigðum. Hún eða hann er oft miðpunktur fjölskyldunnar, en undir yfirborðinu býr fullkomnunarárátta og mikill þrýstingur. Hetjan reynir að þóknast öllum og sinna þörfum annarra en á kostnað eigin sjálfsþarfna, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd og líðan. Blóraböggullinn: Þetta er einstaklingurinn sem fær oft sökina fyrir vandamál fjölskyldunnar. Blóraböggullinn dregur oft að sér neikvæða athygli og getur verið fórnarlamb kerfisins. Með þessu fær fjölskyldan eitthvað sem veldur athygli frá dýpri vandamálum eða ójafnvægi innan fjölskyldukerfisins. Þessi hlutverk getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd og framtíðar sambönd einstaklingsins. Týnda barnið: Sá sem dregur sig í hlé, vill hverfa frá erfiðum aðstæðum og tengist litlu innan fjölskyldunnar. Týnda barnið getur verið líkamlega eða andlega fjarverandi, með minni tilfinningalega nærveru. Þetta getur verið leið einstaklingsins til að vernda sig gegn sársauka eða átökum innan fjölskyldunnar, en það veldur því að hann/hún upplifir sig oft einangraðan eða ósýnilegan. Trúðurinn: Sá sem notar húmor og léttan til að bægja vandamálum og spennu frá fjölskyldunni. Trúðurinn reynir að létta andrúmsloftið með því að gera grín að erfiðleikum eða nota kímnigáfu til að forðast alvarleika. Þetta hlutverk getur verið mikilvægt fyrir að halda fjölskyldunni saman en getur einnig hamlað því að vandamálin séu tekin alvarlega og unnin. Viðtalið við Valdimar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Valdimar rekur Fyrsta skrefið ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ósk Guðnadóttur. Þar bjóða þau meðal annars upp á áfallameðferð, djúpöndunarvinnu og fræðslu um meðvirkni. Þau standa einnig að hlaðvarpinu Meðvirkni-podkastið, þar sem þau fjalla ítarlega um þessi málefni. Auk þess hefur Valdimar sérhæft sig í meðvirkni og áfallafræðum og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið, meðal annars um svokölluð systkinahlutverk. „Þetta eru mynstur sem spretta upp úr alvarlegum vanda. Þegar fólk fer að skoða uppruna sinn og æsku, áttar það sig gjarnan á því hvaða hlutverk það hefur leikið og hvernig það hefur þjónað kerfinu, jafnvel á eigin kostnað,“ segir Valdimar. Hlutverkin myndast oft vegna ójafnvægis og skekkju í fjölskyldukerfinu. Þá skapast þrýstingur sem ýtir undir að einstaklingar tileinki sér ákveðin hlutverk til að halda kerfinu í jafnvægi. Í sumum tilfellum taka þeir að sér fleiri en eitt hlutverk í senn. Fimm algeng hlutverk í vanvirkum fjölskyldum Bjargvætturinn: Þetta er oft maki eða annar fjölskyldumeðlimur sem reynir stöðugt að bjarga öðrum og laga aðstæður innan fjölskyldunnar. Bjargvætturinn tekur oft yfir stjórn og ábyrgð, stundum á kostnað eigin líðan. Hetjan: Almennt fyrsta barnið í fjölskyldunni sem þróar með sér mikla ábyrgðartilfinningu. Hetjan stendur sig fullkomlega út á við, er dugleg, áreiðanleg og vill ekki valda neinum vonbrigðum. Hún eða hann er oft miðpunktur fjölskyldunnar, en undir yfirborðinu býr fullkomnunarárátta og mikill þrýstingur. Hetjan reynir að þóknast öllum og sinna þörfum annarra en á kostnað eigin sjálfsþarfna, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd og líðan. Blóraböggullinn: Þetta er einstaklingurinn sem fær oft sökina fyrir vandamál fjölskyldunnar. Blóraböggullinn dregur oft að sér neikvæða athygli og getur verið fórnarlamb kerfisins. Með þessu fær fjölskyldan eitthvað sem veldur athygli frá dýpri vandamálum eða ójafnvægi innan fjölskyldukerfisins. Þessi hlutverk getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd og framtíðar sambönd einstaklingsins. Týnda barnið: Sá sem dregur sig í hlé, vill hverfa frá erfiðum aðstæðum og tengist litlu innan fjölskyldunnar. Týnda barnið getur verið líkamlega eða andlega fjarverandi, með minni tilfinningalega nærveru. Þetta getur verið leið einstaklingsins til að vernda sig gegn sársauka eða átökum innan fjölskyldunnar, en það veldur því að hann/hún upplifir sig oft einangraðan eða ósýnilegan. Trúðurinn: Sá sem notar húmor og léttan til að bægja vandamálum og spennu frá fjölskyldunni. Trúðurinn reynir að létta andrúmsloftið með því að gera grín að erfiðleikum eða nota kímnigáfu til að forðast alvarleika. Þetta hlutverk getur verið mikilvægt fyrir að halda fjölskyldunni saman en getur einnig hamlað því að vandamálin séu tekin alvarlega og unnin. Viðtalið við Valdimar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira