Endurfrumsýning Brúðubílsins: „Lilli er eiginlega bróðir minn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júní 2025 19:01 Hörður Bent Steffensen, brúðuleikhússtjóri. vísir/bjarni Fall er fararheill - en Brúðubíllinn neyddist til að aflýsa endurfrumsýningu sinni í gær eftir að hafa legið í dvala til lengri tíma. Því var frumsýnt í dag í blíðviðri í Guðmundarlundi. Fréttastofa fylgdist með endurkomu eins frægasta apa landsins. Brúðubíllinnn sýndi sína fyrstu sýningu eftir að hafa legið í dvali í fimm ár undir leiðsögn barnabarns Helgu Steffensens. Spurður hvernig það sé að frumsýna í dag og taka við taumunum svarar Hörður Bent Steffensen, brúðuleikhússtjóri: „Bara fátt betra, þetta er besta tilfinning í heimi og við Lilli erum svoleiðis tilbúnir að gleðja börn aftur á ný.“ Lilli ánægður að komast aftur fyrir framan áhorfendur eftir fimm ár? „Ó já, hann er búinn að fara í smink og búið að gera hann fínan.“ Mikil nostalgía Fátt er jafn inngreypt í þjóðarsálina og Brúðubíllinn sem hefur skemmt börnum um allt land frá árinu 1976. Amma Harðar stýrði honum lengst af en sagði það gott árið 2020. Þeir sem koma að sýningunni núna segja þvílíka nostalgíu fylgja uppsetningunni. „Þetta er einhvern veginn alltaf búið að vera partur af lífi mínu. Lilli er eiginlega bróðir minn. Þetta er búið að vera allt mitt líf og þetta eru búin að vera mjög erfið fimm ár að vera ekki í Brúðubílinum.“ Fall er fararheill Hörður segir pakkaða dagskrá fram undan í sumar og segir Brúðubílinn kominn til að vera í allaveg nokkur ár. Til stóð að frumsýna í gær en ekki rættist úr því. „Það var bara rosalega mikið óveður og svo mikill vindur. Við vildum bara ekki senda börn út í svona veður svo við ákváðum að aflýsa frumsýniningunni.“ Fall er fararheill og bara bjart framundan? „Algjörlega!“ Það er óhætt að segja að Lilli api hafi verið í banastuði þrátt fyrir fimm ára pásu. En brot af frumsýningunni í dag má sjá í spilaranum hér að ofan. Helga Birna Hauksdóttir og Karítas Sif Bjarkadóttir voru einnig í banastuði sem trúðastelpa og blárefur. Helga Birna sagði það skemmtilegasta við Brúðubílinn vera að gleðja börnin og heyra þau taka undir. Karítas Sif tók að sjálfsögðu undir það í karakter sem blárefur. Leikhús Börn og uppeldi Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Brúðubíllinnn sýndi sína fyrstu sýningu eftir að hafa legið í dvali í fimm ár undir leiðsögn barnabarns Helgu Steffensens. Spurður hvernig það sé að frumsýna í dag og taka við taumunum svarar Hörður Bent Steffensen, brúðuleikhússtjóri: „Bara fátt betra, þetta er besta tilfinning í heimi og við Lilli erum svoleiðis tilbúnir að gleðja börn aftur á ný.“ Lilli ánægður að komast aftur fyrir framan áhorfendur eftir fimm ár? „Ó já, hann er búinn að fara í smink og búið að gera hann fínan.“ Mikil nostalgía Fátt er jafn inngreypt í þjóðarsálina og Brúðubíllinn sem hefur skemmt börnum um allt land frá árinu 1976. Amma Harðar stýrði honum lengst af en sagði það gott árið 2020. Þeir sem koma að sýningunni núna segja þvílíka nostalgíu fylgja uppsetningunni. „Þetta er einhvern veginn alltaf búið að vera partur af lífi mínu. Lilli er eiginlega bróðir minn. Þetta er búið að vera allt mitt líf og þetta eru búin að vera mjög erfið fimm ár að vera ekki í Brúðubílinum.“ Fall er fararheill Hörður segir pakkaða dagskrá fram undan í sumar og segir Brúðubílinn kominn til að vera í allaveg nokkur ár. Til stóð að frumsýna í gær en ekki rættist úr því. „Það var bara rosalega mikið óveður og svo mikill vindur. Við vildum bara ekki senda börn út í svona veður svo við ákváðum að aflýsa frumsýniningunni.“ Fall er fararheill og bara bjart framundan? „Algjörlega!“ Það er óhætt að segja að Lilli api hafi verið í banastuði þrátt fyrir fimm ára pásu. En brot af frumsýningunni í dag má sjá í spilaranum hér að ofan. Helga Birna Hauksdóttir og Karítas Sif Bjarkadóttir voru einnig í banastuði sem trúðastelpa og blárefur. Helga Birna sagði það skemmtilegasta við Brúðubílinn vera að gleðja börnin og heyra þau taka undir. Karítas Sif tók að sjálfsögðu undir það í karakter sem blárefur.
Leikhús Börn og uppeldi Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira