Kveða orðróminn í kútinn: „Það eru engar deilur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2025 21:29 Rick og Chelsea eru meðal ríkisbubbanna sem fara í frí til Taílands í þriðju seríunni um Hvíta lótusinn. Aimee Lou Wood og Walton Goggins, sem léku hjónin Chelsea og Rick í þriðju seríunni um Hvíta lótusinn, neita því bæði að kastast hafi í kekki milli þeirra eftir að tökum lauk. Orðrómur þess efnis fór af stað eftir að Goggins hætti að fylgja Wood á samfélagsmiðlum. Wood og Goggins kváðu sögusagnirnar í kútinn í sameiginlegu viðtali þeirra tveggja í Variety í dag þar sem ræddu um þættina, hvernig samband þeirra þróaðist gegnum tökurnar og mikilvæga kynlífssenu sem var klippt út úr lokagerð þáttanna. „Það eru engar deilur,“ sagði Goggins í viðtalinu. „Ég elska þessa konu brjálæðislega mikið og hún er mér svo mikilvæg,“ sagði hann jafnframt og fékk grátstaf í kverkarnar. Leikarinn líkti Wood síðan við Hollywood-stjörnurnar Goldie Hawn og Meg Ryan og sagði að henni væru allir vegir færir. Ítrekaði hann svo að það væru engar deilur þeirra á milli og sagði að þeim þætti báðum mjög vænt hvort um annað. Drullusama um Instagram Wood kom einnig inn á þá staðreynd að þau skyldu ekki fylgja hvoru öðru á Instagram. Taldi hún þráhyggju fólks fyrir Instagram vera til marks um menningarlegt ástand nútímans. „Þetta kemur málinu ekkert við. Okkur er drullusama um Instagram,“ sagði Wood í viðtalinu. Aimee Lou Wood og Walton Goggins á frumsýningu þriðju seríu Hvíta lótussins en þau leika hjónin Chelsea og Rick í þáttunum.Getty Goggins útskýrði sömuleiðis að hann hefði hætt að fylgja Wood á Insagram til þess að kveðja karakterana tvo, Rick og Chelsea. Tengsl hans við tökustaðinn hafi líka spilað inn í hvernig hann brást við tökulokunum en Goggins ferðaðist til Tælands árið 2004 eftir að eiginkona hans svipti sig lífi. „Ég vissi hvað við höfðum gengið í gegnum og ég viss hversu náin við vorum orðin. Ég þurfti að byrja að melta það að kveðja Rick og Chelsea,“ sagði Goggins í viðtalinu og klökknaði. „Og ég vissi að það myndi taka smá tíma fyrir mig svo ég lét hana vita: ,Þetta er það sem ég þarf að gera' Hún var ótrúlega stuðningsrík með það.“ Wood hafi skilið af hverju Goggins hætti að fylgja henni en viljað bregðast við orðróminum um deilurnar. Á endanum hafi hún sleppt því af ótta við að orð hennar yrðu rangtúlkuð eða tekin úr samhengi. Samfélagsmiðlar hafi þá fengið frjálsar hendur til að gera úlfalda úr mýflugu. „Af hverju ekki að tala frekar um söguna og Rick og Chelsea og njóta þess?“ spurði Wood þá. Að loknu viðtalinu í Variety föðmuðust þau Goggins og Wood og hún hughreysti hann enn frekar með því að segjast skilja hann fullkomlega. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Wood og Goggins kváðu sögusagnirnar í kútinn í sameiginlegu viðtali þeirra tveggja í Variety í dag þar sem ræddu um þættina, hvernig samband þeirra þróaðist gegnum tökurnar og mikilvæga kynlífssenu sem var klippt út úr lokagerð þáttanna. „Það eru engar deilur,“ sagði Goggins í viðtalinu. „Ég elska þessa konu brjálæðislega mikið og hún er mér svo mikilvæg,“ sagði hann jafnframt og fékk grátstaf í kverkarnar. Leikarinn líkti Wood síðan við Hollywood-stjörnurnar Goldie Hawn og Meg Ryan og sagði að henni væru allir vegir færir. Ítrekaði hann svo að það væru engar deilur þeirra á milli og sagði að þeim þætti báðum mjög vænt hvort um annað. Drullusama um Instagram Wood kom einnig inn á þá staðreynd að þau skyldu ekki fylgja hvoru öðru á Instagram. Taldi hún þráhyggju fólks fyrir Instagram vera til marks um menningarlegt ástand nútímans. „Þetta kemur málinu ekkert við. Okkur er drullusama um Instagram,“ sagði Wood í viðtalinu. Aimee Lou Wood og Walton Goggins á frumsýningu þriðju seríu Hvíta lótussins en þau leika hjónin Chelsea og Rick í þáttunum.Getty Goggins útskýrði sömuleiðis að hann hefði hætt að fylgja Wood á Insagram til þess að kveðja karakterana tvo, Rick og Chelsea. Tengsl hans við tökustaðinn hafi líka spilað inn í hvernig hann brást við tökulokunum en Goggins ferðaðist til Tælands árið 2004 eftir að eiginkona hans svipti sig lífi. „Ég vissi hvað við höfðum gengið í gegnum og ég viss hversu náin við vorum orðin. Ég þurfti að byrja að melta það að kveðja Rick og Chelsea,“ sagði Goggins í viðtalinu og klökknaði. „Og ég vissi að það myndi taka smá tíma fyrir mig svo ég lét hana vita: ,Þetta er það sem ég þarf að gera' Hún var ótrúlega stuðningsrík með það.“ Wood hafi skilið af hverju Goggins hætti að fylgja henni en viljað bregðast við orðróminum um deilurnar. Á endanum hafi hún sleppt því af ótta við að orð hennar yrðu rangtúlkuð eða tekin úr samhengi. Samfélagsmiðlar hafi þá fengið frjálsar hendur til að gera úlfalda úr mýflugu. „Af hverju ekki að tala frekar um söguna og Rick og Chelsea og njóta þess?“ spurði Wood þá. Að loknu viðtalinu í Variety föðmuðust þau Goggins og Wood og hún hughreysti hann enn frekar með því að segjast skilja hann fullkomlega.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira