Komum heil heim eftir hvítasunnuhelgina Ágúst Mogensen skrifar 5. júní 2025 10:02 Hvítasunnuhelgin er nú fram undan og margir á leið í ferðalag. Að ýmsu er að hyggja áður en lagt er af stað og mikilvægt að hafa öryggið í fyrirrúmi. 80 milljarðar í kostnað vegna umferðarslysa Í fyrra slösuðust 228 í alvarlegum umferðarslysum og 13 létust samkvæmt skýrslu Samgöngustofu. Því er ljóst að langt er í land að ná markmiðum um fækkun slysa, en í fyrra var miðað við að samtala alvarlega slasaðra og látinna væri ekki hærri en 158. Það er afar mikilvægt að sinna forvörnum í málaflokknum, bæði sem snýr að hegðun ökumanna og bætingu vegakerfisins. Kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa samkvæmt sömu skýrslu er metinn 80 milljarðar króna. Í allri umræðu um kostnað setjum við þó þann fyrirvara að mannslíf eru óafturkræf og eitt banaslys er einu of mikið. 7.000 kílómetrar af malarvegum Þrátt fyrir að mest umferð fari um vegi sem eru malbikaðir eða með slitlagi í góðri breidd þá er innviðaskuld í vegakerfinu há (Skýrsla Samtaka Iðnaðarins, 2025). Víða eru vegir mjóir, veglínur krappar og slitlagið orðið lélegt. Ennþá eru 7.000 km í þjóðvegakerfinu malarvegir. Útafakstri og bílveltum fjölgaði í fyrra, en þetta geta verið mjög alvarleg slys. Ef fólk notar ekki bílbelti er hætta á það kastist til inn í bifreiðinni eða út úr henni. Notum bílbelti jafnt innanbæjar sem á vegum úti. Hraða þarf að stilla í hóf, sérstaklega í beygjum. Ekki geispa golunni Samkvæmt könnun Samgöngustofu hefur 1 af hverjum 5 verið mjög þreyttur að aka eða nálægt því að sofna sl. 6 mánuði og slysum vegna þreytu fjölgað undanfarin ár. Þegar ökumaður er þreyttur er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Stoppum reglulega og teygjum úr okkur í langferðum og gætum þess að hafa fengið nægan svefn nóttina áður. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta ökumenn. Slökkvitæki og gasskynjarar í ferðavögnum Í flestum útilegum er eldað á gasi í ferðavögnum og húsbílum. Þá er mikilvægt að hafa gasskynjara festan við gólfhæð, t.d. á lista undir neðri skáp. Própangas er þyngri lofttegund en súrefni og mun því safnast upp með gólfinu fyrst ef verður gasleki. Góð loftræsting er lykilatriði þegar eldað er á gasi, auk þess að muna að láta hylkin standa upprétt og skrúfa fyrir að lokinni notkun. Slökkvitæki og eldvarnarteppi í ferðavagni eru skyldueign og reykskynjari sem virkar. Almennt eigum við svo að fara varlega með opinn eld í náttúrunni því af litlum neista verður oft mikið bál. Hugaðu að veðrinu Búið er að vera kalt miðað við árstíma undanfarið og ekki útlit fyrir að hitastigið fari yfir tveggja stafa tölu um helgina. Ullarföt og úlpa eru því ekki galin pæling ef fara á í útilegu. Á vef vegagerðarinnar er að finna góðar ferðaupplýsingar um veður, færð og annað sem tengist umferðinni. Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Gleðilega hvítasunnuhelgi! Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hvítasunnuhelgin er nú fram undan og margir á leið í ferðalag. Að ýmsu er að hyggja áður en lagt er af stað og mikilvægt að hafa öryggið í fyrirrúmi. 80 milljarðar í kostnað vegna umferðarslysa Í fyrra slösuðust 228 í alvarlegum umferðarslysum og 13 létust samkvæmt skýrslu Samgöngustofu. Því er ljóst að langt er í land að ná markmiðum um fækkun slysa, en í fyrra var miðað við að samtala alvarlega slasaðra og látinna væri ekki hærri en 158. Það er afar mikilvægt að sinna forvörnum í málaflokknum, bæði sem snýr að hegðun ökumanna og bætingu vegakerfisins. Kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa samkvæmt sömu skýrslu er metinn 80 milljarðar króna. Í allri umræðu um kostnað setjum við þó þann fyrirvara að mannslíf eru óafturkræf og eitt banaslys er einu of mikið. 7.000 kílómetrar af malarvegum Þrátt fyrir að mest umferð fari um vegi sem eru malbikaðir eða með slitlagi í góðri breidd þá er innviðaskuld í vegakerfinu há (Skýrsla Samtaka Iðnaðarins, 2025). Víða eru vegir mjóir, veglínur krappar og slitlagið orðið lélegt. Ennþá eru 7.000 km í þjóðvegakerfinu malarvegir. Útafakstri og bílveltum fjölgaði í fyrra, en þetta geta verið mjög alvarleg slys. Ef fólk notar ekki bílbelti er hætta á það kastist til inn í bifreiðinni eða út úr henni. Notum bílbelti jafnt innanbæjar sem á vegum úti. Hraða þarf að stilla í hóf, sérstaklega í beygjum. Ekki geispa golunni Samkvæmt könnun Samgöngustofu hefur 1 af hverjum 5 verið mjög þreyttur að aka eða nálægt því að sofna sl. 6 mánuði og slysum vegna þreytu fjölgað undanfarin ár. Þegar ökumaður er þreyttur er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Stoppum reglulega og teygjum úr okkur í langferðum og gætum þess að hafa fengið nægan svefn nóttina áður. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta ökumenn. Slökkvitæki og gasskynjarar í ferðavögnum Í flestum útilegum er eldað á gasi í ferðavögnum og húsbílum. Þá er mikilvægt að hafa gasskynjara festan við gólfhæð, t.d. á lista undir neðri skáp. Própangas er þyngri lofttegund en súrefni og mun því safnast upp með gólfinu fyrst ef verður gasleki. Góð loftræsting er lykilatriði þegar eldað er á gasi, auk þess að muna að láta hylkin standa upprétt og skrúfa fyrir að lokinni notkun. Slökkvitæki og eldvarnarteppi í ferðavagni eru skyldueign og reykskynjari sem virkar. Almennt eigum við svo að fara varlega með opinn eld í náttúrunni því af litlum neista verður oft mikið bál. Hugaðu að veðrinu Búið er að vera kalt miðað við árstíma undanfarið og ekki útlit fyrir að hitastigið fari yfir tveggja stafa tölu um helgina. Ullarföt og úlpa eru því ekki galin pæling ef fara á í útilegu. Á vef vegagerðarinnar er að finna góðar ferðaupplýsingar um veður, færð og annað sem tengist umferðinni. Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Gleðilega hvítasunnuhelgi! Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun