Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júní 2025 10:02 Gunnlaugur Árni Sveinsson og Maja Örtengren spila betri bolta saman í dag. getty Gunnlaugur Árni Sveinsson verður í dag fyrstur Íslendinga til að taka þátt í Arnold Palmer bikarnum, sterkasta áhugakylfingamóti heims. Hann spilar í dag með hinni sænsku Meju Örtengren. Gunnlaugur er einn aðeins tólf kylfinga sem voru valdir í alþjóðlega liðið gegn því bandaríska. Mótið fer fram á Congaree golfvellinum í Suður-Karólínu dagana 5.-7. júní og er leikið eftir sama fyrirkomulagi og í Ryder og Solheim bikurunum. Lið Bandaríkjanna spilar þar við lið alþjóðlegra kylfinga en allir kylfingarnir koma úr bandaríska háskólagolfinu. Liðin samanstanda af tólf körlum og tólf konum. Á mótinu hafa margir sterkustu kylfingar heims á við Ludvig Åberg, Bryson DeChambeau, Justin Thomas, Collin Morikawa og Rickie Fowler tekið þátt í gegnum tíðina Betri bolti á fyrsta degi Á fyrsta keppnisdegi er leikinn betri bolti. Einn karl og ein kona mynda saman tveggja manna teymi og gildir betra skorið á hverri holu. Gunnlaugur mun spila með hinni sænsku Meja Örtengren gegn þeim Catherine Park og Jack Turner klukkan 15:15 að íslenskum tíma. Meja er einn besti áhugakylfingur heims, í 14. sæti á heimslista áhugakylfinga. Hún er líkt og Gunnlaugur á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Gunnlaugur situr í 35. sæti á karlalistanum. Andstæðingar þeirra eru ekki af verri endanum. Catherine Park er í 7. sæti kvennalistans, hefur unnið fjögur háskólamót á sínum ferli og lék einnig í Arnold Palmer Cup í fyrra. Jack Turner er í 22. sæti karlalistans, sigurlaus á árinu en með stöðugar og góðar niðurstöður. 36 holur á morgun og tvímenningur hinn daginn Á öðrum keppnisdegi eru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Fyrir hádegi mun Gunnlaugur leika með öðrum karlkylfing og eftir hádegi verður hann paraður með kvenkylfing. Á síðasta keppnisdegi er svo leikinn tvímenningur. Golf Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Gunnlaugur er einn aðeins tólf kylfinga sem voru valdir í alþjóðlega liðið gegn því bandaríska. Mótið fer fram á Congaree golfvellinum í Suður-Karólínu dagana 5.-7. júní og er leikið eftir sama fyrirkomulagi og í Ryder og Solheim bikurunum. Lið Bandaríkjanna spilar þar við lið alþjóðlegra kylfinga en allir kylfingarnir koma úr bandaríska háskólagolfinu. Liðin samanstanda af tólf körlum og tólf konum. Á mótinu hafa margir sterkustu kylfingar heims á við Ludvig Åberg, Bryson DeChambeau, Justin Thomas, Collin Morikawa og Rickie Fowler tekið þátt í gegnum tíðina Betri bolti á fyrsta degi Á fyrsta keppnisdegi er leikinn betri bolti. Einn karl og ein kona mynda saman tveggja manna teymi og gildir betra skorið á hverri holu. Gunnlaugur mun spila með hinni sænsku Meja Örtengren gegn þeim Catherine Park og Jack Turner klukkan 15:15 að íslenskum tíma. Meja er einn besti áhugakylfingur heims, í 14. sæti á heimslista áhugakylfinga. Hún er líkt og Gunnlaugur á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Gunnlaugur situr í 35. sæti á karlalistanum. Andstæðingar þeirra eru ekki af verri endanum. Catherine Park er í 7. sæti kvennalistans, hefur unnið fjögur háskólamót á sínum ferli og lék einnig í Arnold Palmer Cup í fyrra. Jack Turner er í 22. sæti karlalistans, sigurlaus á árinu en með stöðugar og góðar niðurstöður. 36 holur á morgun og tvímenningur hinn daginn Á öðrum keppnisdegi eru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Fyrir hádegi mun Gunnlaugur leika með öðrum karlkylfing og eftir hádegi verður hann paraður með kvenkylfing. Á síðasta keppnisdegi er svo leikinn tvímenningur.
Golf Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira