Coco Gauff batt enda á franska ævintýrið Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 11:00 Coco Gauff mætti hinni frönsku Lois Boisson (t.v.) og batt enda á ótrúlegt á ótrúlegt ævintýri. Tnani Badreddine/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Hin franska Loïs Boisson situr í 361. sæti heimslistans í tennis en fagnaði ótrúlega góðu gengi á Opna franska meistaramótinu, komst óvænt alla leið í undanúrslit en tapaði þar fyrir Bandaríkjakonunni Coco Gauff, sem situr í öðru sæti heimslistans. Coco Gauff nýtur alla jafnan gríðarlegra vinsælda þegar hún keppir en nánast hver einasti af áhorfendunum fimmtán þúsund studdu heimakonuna Boisson á Roland Garros leikvanginum í París í gær. Ekki að ástæðulausu, Boisson komst inn á mótið sem jóker (e. wild card) og hafði slegið mun sterkari andstæðinga út á leiðinni í undanúrslitin. Frakkar hafa líka ekki séð heimamann vinna mótið síðan um aldamótin. Ævintýri Boisson tók hins vegar enda þegar hún mætti hinni ógnarsterku Coco Gauff í gærkvöldi. Sú næstbesta í heiminum tók sér ekki nema rúman klukkutíma í að klára leikinn, með 6-1 og 6-2 sigrum í settunum. "When you were chanting her name, I was saying to myself my name!" 😅Coco Gauff explains how she dealt with the atmosphere playing against home favourite Lois Boisson in a buzzing Paris crowd🗣️#RolandGarros pic.twitter.com/mXGQbnvgxF— TNT Sports (@tntsports) June 5, 2025 Á framtíðina fyrir sér og fúlgur fjár Boisson er aðeins 22 ára gömul og var að keppa á sínu fyrsta risamóti, hún komst einnig inn á Opna franska í fyrra en sleit krossband rétt fyrir mót. Eftir níu mánaða endurhæfingu steig hún aftur inn á tennisvöllinn og hefur nú náð hreint ótrúlegum árangri. Árangurinn á mótinu mun hækka hana um tæp þrjú hundruð sæti á heimslistanum, frá 361. sæti fyrir mót er reiknað með að hún verði í 65. sæti eftir næstu uppfærslu listans. Sem tryggir henni greiðan aðgang að risamótum í framtíðinni. Auk þess sem hún tryggði sér um hundrað milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Lois Boisson’s earnings for her entire career before Roland Garros:$148,500. After reaching the Roland Garros semifinals, she will leave with at least:$788,200. She has quadrupled her career earnings in less than two weeks. Life-changing. 🥹💰 🇫🇷❤️ pic.twitter.com/3JiqgrogAj— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 4, 2025 Efstu tvær á heimslistanum í úrslitum Coco Gauff heldur í úrslitaleik Opna franska gegn Arynu Sabalenka, efstu konu heimslistans. Þær mættust síðast í úrslitaleik risamóts á Opna bandaríska 2023, þar sem Gauff vann sinn fyrsta risamótstitil á ferlinum. Nýlega mættust þær í úrslitaleik á móti í Madríd, þar sem Sabalenka sigraði örugglega. Tennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
Coco Gauff nýtur alla jafnan gríðarlegra vinsælda þegar hún keppir en nánast hver einasti af áhorfendunum fimmtán þúsund studdu heimakonuna Boisson á Roland Garros leikvanginum í París í gær. Ekki að ástæðulausu, Boisson komst inn á mótið sem jóker (e. wild card) og hafði slegið mun sterkari andstæðinga út á leiðinni í undanúrslitin. Frakkar hafa líka ekki séð heimamann vinna mótið síðan um aldamótin. Ævintýri Boisson tók hins vegar enda þegar hún mætti hinni ógnarsterku Coco Gauff í gærkvöldi. Sú næstbesta í heiminum tók sér ekki nema rúman klukkutíma í að klára leikinn, með 6-1 og 6-2 sigrum í settunum. "When you were chanting her name, I was saying to myself my name!" 😅Coco Gauff explains how she dealt with the atmosphere playing against home favourite Lois Boisson in a buzzing Paris crowd🗣️#RolandGarros pic.twitter.com/mXGQbnvgxF— TNT Sports (@tntsports) June 5, 2025 Á framtíðina fyrir sér og fúlgur fjár Boisson er aðeins 22 ára gömul og var að keppa á sínu fyrsta risamóti, hún komst einnig inn á Opna franska í fyrra en sleit krossband rétt fyrir mót. Eftir níu mánaða endurhæfingu steig hún aftur inn á tennisvöllinn og hefur nú náð hreint ótrúlegum árangri. Árangurinn á mótinu mun hækka hana um tæp þrjú hundruð sæti á heimslistanum, frá 361. sæti fyrir mót er reiknað með að hún verði í 65. sæti eftir næstu uppfærslu listans. Sem tryggir henni greiðan aðgang að risamótum í framtíðinni. Auk þess sem hún tryggði sér um hundrað milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Lois Boisson’s earnings for her entire career before Roland Garros:$148,500. After reaching the Roland Garros semifinals, she will leave with at least:$788,200. She has quadrupled her career earnings in less than two weeks. Life-changing. 🥹💰 🇫🇷❤️ pic.twitter.com/3JiqgrogAj— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 4, 2025 Efstu tvær á heimslistanum í úrslitum Coco Gauff heldur í úrslitaleik Opna franska gegn Arynu Sabalenka, efstu konu heimslistans. Þær mættust síðast í úrslitaleik risamóts á Opna bandaríska 2023, þar sem Gauff vann sinn fyrsta risamótstitil á ferlinum. Nýlega mættust þær í úrslitaleik á móti í Madríd, þar sem Sabalenka sigraði örugglega.
Tennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Sjá meira