Héraðsvötn og Kjalölduveitu í nýtingarflokk Jens Garðar Helgason og Ólafur Adolfsson skrifa 6. júní 2025 11:33 Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í þingsályktunartillögunni er mælt fyrir því að Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun fari úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það er vel og styðja undirritaðir, sem eiga sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, þá tillögu. Einnig er mælt fyrir því í sömu þingsályktun að Héraðsvötn og Kjalölduveita fari úr biðflokki í verndarflokk. Þá tillögu styðja undirritaðir ekki og munu leggja fram breytingartillögu þar sem lagt er til að ofangreindir virkjanakostir fari einnig í nýtingarflokk rammaáætlunar. Á Íslandi er orkuskortur og þarf nauðsynlega að fara í stórtækar virkjanaframkvæmdir á næstu árum til að mæta núverandi orkuþörf og áætlaðri orkuþörf næstu árin. Í orkuspá sinni gerir Landsnet ráð fyrir því að orkuþörf muni aukast um 5.000 gígawattsstundir til ársins 2035. Þeir orkukostir sem lagðir eru til hér að ofan munu framleiða um 3.700 gígawattsstundir en tillaga ráðherra er að helmingur þeirra fari í vernd. Við það verður ekki unað. Kjalölduveita er einn hagkvæmasti virkjanakostur Landsvirkjunar og Héraðsvötn eru einn stærsti virkjanakostur fyrirtækisins utan Þjórsársvæðisins. Í meðferð kostanna í rammaáætlun er ekki nægilega horft til mikilvægis orkuöryggis og náttúruvár. Þessir þættir eru alltaf að verða mikilvægari við val á virkjanakostum í heildarmatinu. Ráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að styðja frekari orkuöflun á Íslandi. Nú reynir á hvort stefna ráðherrans og ríkisstjórnarinnar sé einungis í orði, en ekki á borði. Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Ólafur Adolfsson Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í þingsályktunartillögunni er mælt fyrir því að Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun fari úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það er vel og styðja undirritaðir, sem eiga sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, þá tillögu. Einnig er mælt fyrir því í sömu þingsályktun að Héraðsvötn og Kjalölduveita fari úr biðflokki í verndarflokk. Þá tillögu styðja undirritaðir ekki og munu leggja fram breytingartillögu þar sem lagt er til að ofangreindir virkjanakostir fari einnig í nýtingarflokk rammaáætlunar. Á Íslandi er orkuskortur og þarf nauðsynlega að fara í stórtækar virkjanaframkvæmdir á næstu árum til að mæta núverandi orkuþörf og áætlaðri orkuþörf næstu árin. Í orkuspá sinni gerir Landsnet ráð fyrir því að orkuþörf muni aukast um 5.000 gígawattsstundir til ársins 2035. Þeir orkukostir sem lagðir eru til hér að ofan munu framleiða um 3.700 gígawattsstundir en tillaga ráðherra er að helmingur þeirra fari í vernd. Við það verður ekki unað. Kjalölduveita er einn hagkvæmasti virkjanakostur Landsvirkjunar og Héraðsvötn eru einn stærsti virkjanakostur fyrirtækisins utan Þjórsársvæðisins. Í meðferð kostanna í rammaáætlun er ekki nægilega horft til mikilvægis orkuöryggis og náttúruvár. Þessir þættir eru alltaf að verða mikilvægari við val á virkjanakostum í heildarmatinu. Ráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að styðja frekari orkuöflun á Íslandi. Nú reynir á hvort stefna ráðherrans og ríkisstjórnarinnar sé einungis í orði, en ekki á borði. Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun