Albert gaf orðrómi um Everton undir fótinn Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 16:17 Albert Guðmundsson lék sem lánsmaður með Fiorentina í vetur en er enn í eigu Genoa. Getty Óvíst er hvað tekur við hjá landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni í sumar nú þegar lánstíma hans hjá Fiorentina á Ítalíu er lokið. Hann talar fallega um enska boltann í viðtali við breska miðilinn The i paper, í aðdraganda vináttulandsleiksins við Skotland í kvöld. Staðarmiðillinn í Liverpool-borg, Liverpool Echo, segir Albert hafi verið orðaður við Everton og bendir jafnframt á að pabbi hans, Guðmundur Benediktsson, hafi farið til reynslu hjá núverandi stjóra Everton, David Moyes, hjá Preston North End á sínum tíma. Orð Alberts í The i paper gefa líka skýrt til kynna að hann vilji spila á Englandi. Þá er þess getið að langafi og alnafni Alberts hafi einmitt spilað bæði á Englandi og Ítalíu, með Arsenal og AC Milan. „Ég myndi ekki segja að ég sé að reyna að herma eftir hans ferli eða neitt slíkt – ég vil ekki spila í Englandi eða Frakklandi bara vegna þess að hann spilaði þar. Mér líkar úrvalsdeildin mjög vel, þess vegna vil ég spila þar. Þetta snýst um mína eigin leið,“ sagði Albert við The i paper. Áhugi frá félögum í Meistaradeild Evrópu Albert verður í eldlínunni með Íslandi á Hampden Park í kvöld og sjálfsagt einnig gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir það tekur við sumarfrí og óljóst hvenær framtíðin skýrist hjá þessum tæplega 28 ára gamla sóknarmanni sem var að láni hjá Fiorentina í vetur, frá Genoa. Albert skoraði sex mörk fyrir Fiorentina á leiktíðinni og félagið á forkaupsrétt að honum sem hins vegar er ekki víst að verði nýttur. Þjálfarinn Raffaele Palladino, sem stýrði Fiorentina til 6. sætis í Seríu A og þannig inn í undankeppni Sambandsdeildarinnar, hætti að loknu tímabilinu og það eykur væntanlega óvissuna hvað Albert snertir. Marco Ottolini, yfirmaður íþróttamála hjá Genoa, hefur sagt að áhugi sé á Alberti frá félögum sem verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fiorentina hafi hins vegar kauprétt. Enn sé þó ekki útilokað að Albert endi á að spila með Genoa á næstu leiktíð. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Staðarmiðillinn í Liverpool-borg, Liverpool Echo, segir Albert hafi verið orðaður við Everton og bendir jafnframt á að pabbi hans, Guðmundur Benediktsson, hafi farið til reynslu hjá núverandi stjóra Everton, David Moyes, hjá Preston North End á sínum tíma. Orð Alberts í The i paper gefa líka skýrt til kynna að hann vilji spila á Englandi. Þá er þess getið að langafi og alnafni Alberts hafi einmitt spilað bæði á Englandi og Ítalíu, með Arsenal og AC Milan. „Ég myndi ekki segja að ég sé að reyna að herma eftir hans ferli eða neitt slíkt – ég vil ekki spila í Englandi eða Frakklandi bara vegna þess að hann spilaði þar. Mér líkar úrvalsdeildin mjög vel, þess vegna vil ég spila þar. Þetta snýst um mína eigin leið,“ sagði Albert við The i paper. Áhugi frá félögum í Meistaradeild Evrópu Albert verður í eldlínunni með Íslandi á Hampden Park í kvöld og sjálfsagt einnig gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir það tekur við sumarfrí og óljóst hvenær framtíðin skýrist hjá þessum tæplega 28 ára gamla sóknarmanni sem var að láni hjá Fiorentina í vetur, frá Genoa. Albert skoraði sex mörk fyrir Fiorentina á leiktíðinni og félagið á forkaupsrétt að honum sem hins vegar er ekki víst að verði nýttur. Þjálfarinn Raffaele Palladino, sem stýrði Fiorentina til 6. sætis í Seríu A og þannig inn í undankeppni Sambandsdeildarinnar, hætti að loknu tímabilinu og það eykur væntanlega óvissuna hvað Albert snertir. Marco Ottolini, yfirmaður íþróttamála hjá Genoa, hefur sagt að áhugi sé á Alberti frá félögum sem verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fiorentina hafi hins vegar kauprétt. Enn sé þó ekki útilokað að Albert endi á að spila með Genoa á næstu leiktíð.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira