Lénsherratímabilið er hafið Einar G Harðarson skrifar 6. júní 2025 18:00 Við erum á hraðri leið inn í fyrirkomulag sem Bernie Sanders lýsti svo vel í nýlegri ræðu á bandaríska þinginu. Hann sagði: „Við lifum á afar hættulegum tímum. Komandi kynslóðir munu líta til baka á þetta augnablik – það sem við gerum núna – og muna hvort við höfðum hugrekki til að verja lýðræði okkar gegn vaxandi ógn auðræðis og einræðis. Þær munu muna hvort við stóðum með Abraham Lincoln sem árið 1863, horfandi yfir vígvöll þar sem þúsundir létust í baráttunni gegn þrælahaldi og sagði þetta; þjóð, undir Guði, skal endurfæðast í frelsi – og að stjórn fólksins, af fólkinu, fyrir fólkið, skuli ekki hverfa af jörðinni.’“ Sanders spyr réttilega: Stöndum við með sýn Lincolns, eða leyfum við lýðræðinu að hverfa undir stjórn auðjöfra? Hann bendir á að ÞRÍR ríkustu menn Bandaríkjanna – þar á meðal Elon Musk – eigi nú meiri auð en neðri helmingur allrar þjóðarinnar samanlagt, eða 170 milljónir manna. Þetta er ekki aðeins vandamál vegna oligarka í Rússlandi og í Bandaríkjunum. Þetta gerist nú um allan heim og hér – í mismunandi mæli en með svipuðum aðferðum – þar sem örfáir menn safna auð og völdum á kostnað vinnandi fólks. Við sáum aðferðir þeirra gegn þeim sem vildu hrófla við þeirra veldi. En það var árið 2012. Hvað er gert í dag? Opinber lög alment um kosningar eru eins og traktor á Þýskri hraðbraut. Það er staðfest að 0,0005% bandrísku þjóðarinnar leggur nú til 17% af heildarframlagi í kosningasjóði í Bandaríkjunum. Heldur einhver að það sé gjöf án gjalda? Við erum því miður að sjá fyrstu merki þess að lénsherratímabilið sé hafið. Lýðræðið, sem áður var baráttutæki fólksins, er nú orðið skrautlegt orð sem notað er til að fegra ósanngjörn kerfi. Þegar auðvaldið getur keypt sér dómsvald, löggjafarvald og fjölmiðla, er ekki lengur hægt að tala um stjórn fólksins. Því miður virðist það vera að breytast í stjórn auðjöfra – af auðjöfrum, fyrir auðjöfra. Beanie Sanders hefur oft verið kallaður kommónisti. Það er til þess gert að gera lítið úr málflutningti hans. Það er engin kommónisti í Bandaríkjunum aðeins hve mikið til hægri hann er. Hann sagði líka: „Herra forseti, eins og við tölum núna, er Elon Musk, ríkasti maður í heimi, að reyna að afnema helstu stofnanir alríkisstjórnarinnar sem eru hannaðar til að vernda þarfir vinnandi fjölskyldna og þeirra sem eru illa settir. Þetta er augljóslega ólöglegt og stjórnarskrárbrot – og verður að stöðva.“ Það er óskiljanlegt að ekki sé hægt að koma á sanngjarnri skiptingu auðlinda milli eigenda og notenda. Flokkar – sem á að standa vörð um skynsemi – skuli taka þessa baráttu föstum tökum gegn almenningi er mér hulin ráðgáta. Nær 90% þjóðarinnar vill breytingar á skiptingu auðlidarinnar í hafinu. Í þessum efnum, ráða samt örfáir varðhundar – þessir sömu oligarkar (á Íslandi) sem Sanders fjallar um. Það er vitað að bein næst illa úr hunds kjafti, eins og máltækið segir. Þess vegna verður stundum að beita afli til að ná því beini. Við verðum að standa saman í baráttunni gegn þessu nýja lénsherrakerfi sem ógnar lýðræðinu okkar og réttindum fólksins. Framtak einstaklingana verður að dafna og það má ekki berja niður með kúgun og valdi. Hvað vilja auðjöfrarnir í raun? Alvöru lénsveldi? Ég heyrði í ræktinni skömmu fyrir hrun að einn eignadi mikikils fjárs í samtali við annan taldi að þeir „snillingar“ ættu að vera æðri menn í samfélaginu og honum var full alvara. Nú er vitað hvernig það fjármagn varð til en vo lengi hefur þessi hugsun grafið um sig. Komandi kynslóðir munu líta til baka á þetta augnablik – það sem við gerum núna – og muna hvort við höfðum hugrekki til að verja lýðræði okkar gegn vaxandi ógn auðræðis og einræðis. Þær munu líka muna hvort við stóðum með sýn Abrahams Lincolns: stjórn fólksins, af fólkinu, fyrir fólkið. Spurningin er þessi: Stöndum við með þeirri sýn eða leyfum við heiminum að breytast í lénsveldi. Stjórn auðjöfra – af auðjöfrum, fyrir auðjöfra? Við þurfum að muna að þetta snýst ekki eingöngu um Bandaríkin eða Rússland mínir kæru. Nú er verið að reyna að veikja eða afnema helstu stofnanir víða um heim – stofnanir sem eru hannaðar til að vernda þarfir almennra fjölskyldna og þeirra sem standa höllum fæti. Við verðum að bregðast við – fyrir lýðræði, réttlæti og framtíð barnanna okkar. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Lýðræðið er á förum Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Bandaríkin Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Við erum á hraðri leið inn í fyrirkomulag sem Bernie Sanders lýsti svo vel í nýlegri ræðu á bandaríska þinginu. Hann sagði: „Við lifum á afar hættulegum tímum. Komandi kynslóðir munu líta til baka á þetta augnablik – það sem við gerum núna – og muna hvort við höfðum hugrekki til að verja lýðræði okkar gegn vaxandi ógn auðræðis og einræðis. Þær munu muna hvort við stóðum með Abraham Lincoln sem árið 1863, horfandi yfir vígvöll þar sem þúsundir létust í baráttunni gegn þrælahaldi og sagði þetta; þjóð, undir Guði, skal endurfæðast í frelsi – og að stjórn fólksins, af fólkinu, fyrir fólkið, skuli ekki hverfa af jörðinni.’“ Sanders spyr réttilega: Stöndum við með sýn Lincolns, eða leyfum við lýðræðinu að hverfa undir stjórn auðjöfra? Hann bendir á að ÞRÍR ríkustu menn Bandaríkjanna – þar á meðal Elon Musk – eigi nú meiri auð en neðri helmingur allrar þjóðarinnar samanlagt, eða 170 milljónir manna. Þetta er ekki aðeins vandamál vegna oligarka í Rússlandi og í Bandaríkjunum. Þetta gerist nú um allan heim og hér – í mismunandi mæli en með svipuðum aðferðum – þar sem örfáir menn safna auð og völdum á kostnað vinnandi fólks. Við sáum aðferðir þeirra gegn þeim sem vildu hrófla við þeirra veldi. En það var árið 2012. Hvað er gert í dag? Opinber lög alment um kosningar eru eins og traktor á Þýskri hraðbraut. Það er staðfest að 0,0005% bandrísku þjóðarinnar leggur nú til 17% af heildarframlagi í kosningasjóði í Bandaríkjunum. Heldur einhver að það sé gjöf án gjalda? Við erum því miður að sjá fyrstu merki þess að lénsherratímabilið sé hafið. Lýðræðið, sem áður var baráttutæki fólksins, er nú orðið skrautlegt orð sem notað er til að fegra ósanngjörn kerfi. Þegar auðvaldið getur keypt sér dómsvald, löggjafarvald og fjölmiðla, er ekki lengur hægt að tala um stjórn fólksins. Því miður virðist það vera að breytast í stjórn auðjöfra – af auðjöfrum, fyrir auðjöfra. Beanie Sanders hefur oft verið kallaður kommónisti. Það er til þess gert að gera lítið úr málflutningti hans. Það er engin kommónisti í Bandaríkjunum aðeins hve mikið til hægri hann er. Hann sagði líka: „Herra forseti, eins og við tölum núna, er Elon Musk, ríkasti maður í heimi, að reyna að afnema helstu stofnanir alríkisstjórnarinnar sem eru hannaðar til að vernda þarfir vinnandi fjölskyldna og þeirra sem eru illa settir. Þetta er augljóslega ólöglegt og stjórnarskrárbrot – og verður að stöðva.“ Það er óskiljanlegt að ekki sé hægt að koma á sanngjarnri skiptingu auðlinda milli eigenda og notenda. Flokkar – sem á að standa vörð um skynsemi – skuli taka þessa baráttu föstum tökum gegn almenningi er mér hulin ráðgáta. Nær 90% þjóðarinnar vill breytingar á skiptingu auðlidarinnar í hafinu. Í þessum efnum, ráða samt örfáir varðhundar – þessir sömu oligarkar (á Íslandi) sem Sanders fjallar um. Það er vitað að bein næst illa úr hunds kjafti, eins og máltækið segir. Þess vegna verður stundum að beita afli til að ná því beini. Við verðum að standa saman í baráttunni gegn þessu nýja lénsherrakerfi sem ógnar lýðræðinu okkar og réttindum fólksins. Framtak einstaklingana verður að dafna og það má ekki berja niður með kúgun og valdi. Hvað vilja auðjöfrarnir í raun? Alvöru lénsveldi? Ég heyrði í ræktinni skömmu fyrir hrun að einn eignadi mikikils fjárs í samtali við annan taldi að þeir „snillingar“ ættu að vera æðri menn í samfélaginu og honum var full alvara. Nú er vitað hvernig það fjármagn varð til en vo lengi hefur þessi hugsun grafið um sig. Komandi kynslóðir munu líta til baka á þetta augnablik – það sem við gerum núna – og muna hvort við höfðum hugrekki til að verja lýðræði okkar gegn vaxandi ógn auðræðis og einræðis. Þær munu líka muna hvort við stóðum með sýn Abrahams Lincolns: stjórn fólksins, af fólkinu, fyrir fólkið. Spurningin er þessi: Stöndum við með þeirri sýn eða leyfum við heiminum að breytast í lénsveldi. Stjórn auðjöfra – af auðjöfrum, fyrir auðjöfra? Við þurfum að muna að þetta snýst ekki eingöngu um Bandaríkin eða Rússland mínir kæru. Nú er verið að reyna að veikja eða afnema helstu stofnanir víða um heim – stofnanir sem eru hannaðar til að vernda þarfir almennra fjölskyldna og þeirra sem standa höllum fæti. Við verðum að bregðast við – fyrir lýðræði, réttlæti og framtíð barnanna okkar. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Lýðræðið er á förum Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar