Þrír reyndu að komast undan lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 07:30 Svo virðist sem lögregluþjónar hafi verið uppteknir í nótt og eru fjölmörg mál skráð í kerfi lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars reyndu þrír ökumenn í mismunandi ásigkomulagi að reyna að komast undan lögregluþjónum. Þá var einn vopnaður maður sem reyndi að komast undan á hlaupum, svo eitthvað sé nefnt. Alls voru 99 mál bókuð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun og gistu átta í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva ökumann reyndi sá að komast undan á akstri. Það tókst honum ekki og þá reyndi hann að hlaupa á brott en var samkvæmt dagbók lögreglu hlaupinn uppi og handsamaður. Maðurinn var með fíkniefni og peninga og er grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna. Þá var hann einnig vopnaður hnífi og verður kærður fyrir það. Þá reyndi annar ökumaður að komast undan lögregluþjónum og ók sá á ofsahraða og braut fjölda umferðarlaga áður en hann náðist og gafst upp. Hann reyndist bæði án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig með fíkniefni á sér. Í enn einu tilfellinu fékk lögreglan ábendingu um ökumann sem virtist mjög ölvaður og var búinn að „aka utan í ýmislegt á leið sinni áleiðis um hverfið,“ eins og segir í dagbók lögreglu. Hann neitaði að stöðva bílinn þegar lögregluþjóna bar að garði og reyndi að komast undan. Það tókst ekki og þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann var þó ekki nægilega fljótur og var hlaupinni uppi og handtekinn. Tveir aðrir vopnaðir Þá var lögregla kölluð til þar sem maður hafði skemmt hurð við að reyna að komast inn í hús. Þegar lögregluþjóna bar að garði og þeir ræddu við manninn kom í ljós að hann var vopnaður. Annað slíkt mál kom upp á svæði Lögreglustöðvar 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur, auk Seltjarnarness, en þá hafði maður verið á skemmtistað að tala um að hann væri vopnaður. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndi hann að hlaupa á brott. Eins og virðist eiga við flesta, tókst manninum það þó ekki, og reyndist hann raunverulega vopnaður og var handtekinn. Ekið á gangandi vegfaranda Meðal annarra mála á borði lögreglu má nefna að ekið var á gangandi vegfaranda en meiðsli voru talin minniháttar. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir án réttinda og/eða undir áhrifum. fíkniefna og/eða áfengis. Maður sem var að áreita íbúa húss á svæði Lögreglustöðvar 4, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, braut rúðu í húsinu. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa. Einn var handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Hann hlýddi ekki ítrekuðum fyrirmælum um að hætta. Þá var tilkynnt um þjófnaði í nokkrum verslunum. Enginn var handtekinn og málin leyst með vettvangsskýrslu. Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Alls voru 99 mál bókuð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun og gistu átta í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva ökumann reyndi sá að komast undan á akstri. Það tókst honum ekki og þá reyndi hann að hlaupa á brott en var samkvæmt dagbók lögreglu hlaupinn uppi og handsamaður. Maðurinn var með fíkniefni og peninga og er grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna. Þá var hann einnig vopnaður hnífi og verður kærður fyrir það. Þá reyndi annar ökumaður að komast undan lögregluþjónum og ók sá á ofsahraða og braut fjölda umferðarlaga áður en hann náðist og gafst upp. Hann reyndist bæði án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig með fíkniefni á sér. Í enn einu tilfellinu fékk lögreglan ábendingu um ökumann sem virtist mjög ölvaður og var búinn að „aka utan í ýmislegt á leið sinni áleiðis um hverfið,“ eins og segir í dagbók lögreglu. Hann neitaði að stöðva bílinn þegar lögregluþjóna bar að garði og reyndi að komast undan. Það tókst ekki og þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann var þó ekki nægilega fljótur og var hlaupinni uppi og handtekinn. Tveir aðrir vopnaðir Þá var lögregla kölluð til þar sem maður hafði skemmt hurð við að reyna að komast inn í hús. Þegar lögregluþjóna bar að garði og þeir ræddu við manninn kom í ljós að hann var vopnaður. Annað slíkt mál kom upp á svæði Lögreglustöðvar 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur, auk Seltjarnarness, en þá hafði maður verið á skemmtistað að tala um að hann væri vopnaður. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndi hann að hlaupa á brott. Eins og virðist eiga við flesta, tókst manninum það þó ekki, og reyndist hann raunverulega vopnaður og var handtekinn. Ekið á gangandi vegfaranda Meðal annarra mála á borði lögreglu má nefna að ekið var á gangandi vegfaranda en meiðsli voru talin minniháttar. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir án réttinda og/eða undir áhrifum. fíkniefna og/eða áfengis. Maður sem var að áreita íbúa húss á svæði Lögreglustöðvar 4, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, braut rúðu í húsinu. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa. Einn var handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Hann hlýddi ekki ítrekuðum fyrirmælum um að hætta. Þá var tilkynnt um þjófnaði í nokkrum verslunum. Enginn var handtekinn og málin leyst með vettvangsskýrslu.
Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira