Heimi fannst lítið mál að svara glerhúsagagnrýni gamla landsliðsþjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 14:02 Heimir Hallgrímsson var brosmildur á blaðmannafundi írska knattspyrnusambandsins. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson þarf að verjast gagnrýni úr mörgum áttum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Íra. Auðvitað finna knattspyrnuspekingar að spilamennskunni og slökum úrslitum en sumir gagnrýna líka val á mótherjum. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra en hann gagnrýndi það að írska liðið sé að spila vináttulandsleik við afrískt landslið til að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni EM. Írar gerðu 1-1 jafntefli við Senegal í vináttulandsleik á föstudaginn en mæta svo Lúxemborg á þriðjudaginn. „Ég skil ekki af hverju liðið er að spila við Senegal vitandi að við erum að fara spila við Danmörku eða Portúgal,“ sagði Brian Kerr. „Næstu leikir okkar eru Ungverjaland, Danmörk, Portúgal og Armenía. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Kerr. Blaðamaður Irish Times rifjaði það líka upp að írska landsliðið hefði spilað við Ástralíu, Kanada, Brasilíu, Nígeríu, Jamaíka og Kína í vináttuleikjum í kringum leiki í undankeppni HM þegar Kerr var sjálfur landsliðsþjálfari. Ummæli Kerr voru borin undir Heimi. „Ég skal svara þessu enda lítið mál að gera það,“ sagði Heimir. „Í fyrsta lagi þá var það mjög erfitt að finna mótherja í þessum glugga af því að margar þjóðir eru að spila í undankeppni HM og aðrar voru búnir að skipuleggja vináttulandsleiki. Það var því ekki margt í boði,“ sagði Heimir. „Senegal var að spila við England og er heimsklassalið. Við viljum mæta sterku liði og þeir voru líklegast öflugasta landsliðið í boði fyrir okkur í þessum glugga,“ sagði Heimir. „Það hefði ekki verið gott fyrir okkur að mæta tveimur þjóðum sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalistanum. Það væri ekki sami undirbúningur,“ sagði Heimir en seinni leikurinn er á móti Lúxemborg. „Að mæta ólíkum mótherjum er líka heilbrigt og krefjandi fyrir okkar leikmenn enda öðruvísi ógnir inn á vellinum og við getum þróað okkar leik gegn þeim,“ sagði Heimir. „Ef við komust síðan á HM þá þurfum við að mæta þjóðum frá Afríku, Asíu þannig að þetta er góður undirbúningur,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra en hann gagnrýndi það að írska liðið sé að spila vináttulandsleik við afrískt landslið til að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni EM. Írar gerðu 1-1 jafntefli við Senegal í vináttulandsleik á föstudaginn en mæta svo Lúxemborg á þriðjudaginn. „Ég skil ekki af hverju liðið er að spila við Senegal vitandi að við erum að fara spila við Danmörku eða Portúgal,“ sagði Brian Kerr. „Næstu leikir okkar eru Ungverjaland, Danmörk, Portúgal og Armenía. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Kerr. Blaðamaður Irish Times rifjaði það líka upp að írska landsliðið hefði spilað við Ástralíu, Kanada, Brasilíu, Nígeríu, Jamaíka og Kína í vináttuleikjum í kringum leiki í undankeppni HM þegar Kerr var sjálfur landsliðsþjálfari. Ummæli Kerr voru borin undir Heimi. „Ég skal svara þessu enda lítið mál að gera það,“ sagði Heimir. „Í fyrsta lagi þá var það mjög erfitt að finna mótherja í þessum glugga af því að margar þjóðir eru að spila í undankeppni HM og aðrar voru búnir að skipuleggja vináttulandsleiki. Það var því ekki margt í boði,“ sagði Heimir. „Senegal var að spila við England og er heimsklassalið. Við viljum mæta sterku liði og þeir voru líklegast öflugasta landsliðið í boði fyrir okkur í þessum glugga,“ sagði Heimir. „Það hefði ekki verið gott fyrir okkur að mæta tveimur þjóðum sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalistanum. Það væri ekki sami undirbúningur,“ sagði Heimir en seinni leikurinn er á móti Lúxemborg. „Að mæta ólíkum mótherjum er líka heilbrigt og krefjandi fyrir okkar leikmenn enda öðruvísi ógnir inn á vellinum og við getum þróað okkar leik gegn þeim,“ sagði Heimir. „Ef við komust síðan á HM þá þurfum við að mæta þjóðum frá Afríku, Asíu þannig að þetta er góður undirbúningur,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00