„Ég er aldrei sáttur“ Aron Guðmundsson skrifar 9. júní 2025 10:01 Orri Steinn Óskarsson hefur upplifað ýmislegt undanfarin ár. Nú er hann leikmaður Real Sociedad í einni af sterkustu deildum heims og á sama tíma fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann verður 21 árs síðar í ár. Getty/Cesar Ortiz Gonzalez Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. Orri var keyptur á metfé frá FC Kaupmannahöfn til Real Sociedad í byrjun nýafstaðins tímabils. Hann skrifaði undir sex ára samning, fyrsta árinu nú lokið, 37 leikir fyrir Sociedad á tímabili sem var nokkurs konar aðlögunartímabil. „Ég við lögðum upp með það bæði ég og félagið. Ég þurfti að vera meðvitaður um að fyrsta árið færi í aðlögun. Það er náttúrulega bara frábært að vera tvítugur og fá að taka þessa aðlögun á þessum aldri í stað þess að koma þrjátíu ára til félagsins og hafa bara fimm ár til að gera sitt besta. Það er náttúrulega bara frábært að geta notað þetta ár, núna er þetta ár búið og þá getur maður farið að einbeita sér að því að leggja 100% af mörkum í leikjum og vera stór prófíll í þessu liði vonandi. Sýna hvað ég get.“ Ekki nóg að vera í einni bestu deild heims Draumurinn var alltaf að komast í topp fimm deild í Evrópu. Sá draumur rættist fyrir Orra og nú vill hann meira. „Auðvitað langar manni að gera sig gildandi í liðinu, vera stór prófíll og einn af stærstu leikmönnum spænsku deildarinnar. Komast á toppinn í fótboltanum. Það er eitthvað sem ég hef stefnt af síðan að ég var lítill. Mér leið alltaf eins og markmiðið væri bara að komast í topp fimm deild í Evrópu en nú þegar að maður er búinn að ná því langar manni bara í enn þá meira.“ Orri Steinn í leik gegn Barcelona á leiktíðinni.EPA-EFE/Alejandro Garcia „Það er eitthvað við mig. Ég er aldrei sáttur og það er eitthvað sem ég hef fundið. Það er ekki nóg að vera bara í topp fimm deild og vera bara eins og hver annar leikmaður þar. Ég vil vera besti leikmaðurinn í liðinu og deildinni. Það eru stór skref sem fylgja því, mikil samkeppni, heimsklassa leikmenn. Ég þarf bara að æfa eins og vitleysingur og sýna að ég get verið það.“ Ekki tími fyrir það núna Á tveimur árum hefur Orri farið frá því að vinna meistaratitla í Danmörku yfir í að semja við lið í einni af stærstu deildum Evrópu. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2023 og er nú innan við tveimur árum síðar, fyrirliði landsliðsins. 21 árs gamall má hann hins vegar ekki vera að því að staldra við og njóta árangursins. Orri Steinn Óskarsson skoraði í báðum leikjum Íslands gegn Kósovó, sínum fyrstu sem fyrirliði íslenska landsliðsins.Getty/Alex Nicodim „Það er eiginlega ekki tími fyrir það núna. En stundum þegar að hversdagsleikinn verður klikkaður gleymir maður því stundum hversu klikkaður hann er. Ég hef reynt að horfa til baka á hlutina eins og í Köben þegar að ég átti þrjá mánuði þar sem að ég skoraði næstum því í hverjum einasta leik. Reyni svona, sérstaklega þegar að ég fer í heimsókn til Kaupmannahafnar, að taka þetta inn. Hvar ég var staddur, hvernig þetta var. En þegar að maður er að gera þetta á hverjum degi þá gleymir maður því stundum hversu hratt hlutirnir eru að ganga fyrir sig, hvað maður getur verið stoltur af sjálfum sér. Það er auðvitað mikið að horfa til baka á en ég býst við því að ég geri það bara þegar að ég verð orðinn fertugur í fyrsta lagi.“ Spænski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Orri var keyptur á metfé frá FC Kaupmannahöfn til Real Sociedad í byrjun nýafstaðins tímabils. Hann skrifaði undir sex ára samning, fyrsta árinu nú lokið, 37 leikir fyrir Sociedad á tímabili sem var nokkurs konar aðlögunartímabil. „Ég við lögðum upp með það bæði ég og félagið. Ég þurfti að vera meðvitaður um að fyrsta árið færi í aðlögun. Það er náttúrulega bara frábært að vera tvítugur og fá að taka þessa aðlögun á þessum aldri í stað þess að koma þrjátíu ára til félagsins og hafa bara fimm ár til að gera sitt besta. Það er náttúrulega bara frábært að geta notað þetta ár, núna er þetta ár búið og þá getur maður farið að einbeita sér að því að leggja 100% af mörkum í leikjum og vera stór prófíll í þessu liði vonandi. Sýna hvað ég get.“ Ekki nóg að vera í einni bestu deild heims Draumurinn var alltaf að komast í topp fimm deild í Evrópu. Sá draumur rættist fyrir Orra og nú vill hann meira. „Auðvitað langar manni að gera sig gildandi í liðinu, vera stór prófíll og einn af stærstu leikmönnum spænsku deildarinnar. Komast á toppinn í fótboltanum. Það er eitthvað sem ég hef stefnt af síðan að ég var lítill. Mér leið alltaf eins og markmiðið væri bara að komast í topp fimm deild í Evrópu en nú þegar að maður er búinn að ná því langar manni bara í enn þá meira.“ Orri Steinn í leik gegn Barcelona á leiktíðinni.EPA-EFE/Alejandro Garcia „Það er eitthvað við mig. Ég er aldrei sáttur og það er eitthvað sem ég hef fundið. Það er ekki nóg að vera bara í topp fimm deild og vera bara eins og hver annar leikmaður þar. Ég vil vera besti leikmaðurinn í liðinu og deildinni. Það eru stór skref sem fylgja því, mikil samkeppni, heimsklassa leikmenn. Ég þarf bara að æfa eins og vitleysingur og sýna að ég get verið það.“ Ekki tími fyrir það núna Á tveimur árum hefur Orri farið frá því að vinna meistaratitla í Danmörku yfir í að semja við lið í einni af stærstu deildum Evrópu. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2023 og er nú innan við tveimur árum síðar, fyrirliði landsliðsins. 21 árs gamall má hann hins vegar ekki vera að því að staldra við og njóta árangursins. Orri Steinn Óskarsson skoraði í báðum leikjum Íslands gegn Kósovó, sínum fyrstu sem fyrirliði íslenska landsliðsins.Getty/Alex Nicodim „Það er eiginlega ekki tími fyrir það núna. En stundum þegar að hversdagsleikinn verður klikkaður gleymir maður því stundum hversu klikkaður hann er. Ég hef reynt að horfa til baka á hlutina eins og í Köben þegar að ég átti þrjá mánuði þar sem að ég skoraði næstum því í hverjum einasta leik. Reyni svona, sérstaklega þegar að ég fer í heimsókn til Kaupmannahafnar, að taka þetta inn. Hvar ég var staddur, hvernig þetta var. En þegar að maður er að gera þetta á hverjum degi þá gleymir maður því stundum hversu hratt hlutirnir eru að ganga fyrir sig, hvað maður getur verið stoltur af sjálfum sér. Það er auðvitað mikið að horfa til baka á en ég býst við því að ég geri það bara þegar að ég verð orðinn fertugur í fyrsta lagi.“
Spænski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira