Mæta örmagna til leiks á HM félagsliða eftir langt og strembið tímabil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 23:33 Franska stórstjarnan Kylian Mbappé hefur komið við sögu í 62 leikjum á tímabilinu. Fari Real Madríd alla leið í úrslitaleik HM félagsliða gætu sjö leikir til viðbótar bæst við. Þá verður svo aðeins rétt rúmur mánuður í að næsta tímabil fari af stað. Alex Grimm/Getty Images Nýtt fyrirkomulag HM félagsliða karla í knattspyrnu hefur vakið mikla athygli. Nú má segja að mótið líkist alvöru stórmóti í fótbolta en það hefur vakið upp margar spurningar um álag á leikmenn í hæsta gæðaflokki. Vísir hefur fjallað nokkuð um mótið sem hefst þann 15. júní næstkomandi og fer fram í Bandaríkjunum. Margt við mótið hefur vakið athygli en undanfarin ár hefur HM félagsliða verið fámenn keppni sem er haldin milli jóla og nýárs. Í nýja fyrirkomulaginu eru hins vegar 32 lið sem taka þátt. Um er að ræða rjómann af knattspyrnuliðum heimsins svo að sjálfsögðu er þar að finna bestu lið Evrópu. Sem dæmi má nefna nýkrýnda Evrópumeistara París Saint-Germian ásamt liðum á borð við Inter, Manchester City, Real Madríd, Bayern München og þar fram eftir götunum. Mótið, og þá sérstaklega fyrirkomulagið, hefur verið á milli tannanna á fólki. Aðallega þar sem það þýðir að enn fleiri leiki fyrir leikmenn sem eru nú þegar á ystu nöf hvað varðar álag. Það er vissulega undir þeim félögum sem taka þátt komið hvaða leikmenn spila og gætu þau sent þá leikmenn sem virkilega þurfa á fríi að halda í sumarfrí. Að sama skapi hefðu sömu leikmenn getað tekið sér frí í landsleikjatörninni sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Komist félag í úrslit HM félagsliða þýðir það að leikmenn þess félags fara ekki í sumarfrí fyrr en 13. júlí næstkomandi. Venjulega væru leikmenn að skila sér úr sumarfrí ekki löngu síðar þar sem deildarkeppni á Englandi hefst þann 16. ágúst, degi síðar hefst La Liga á Spáni og fylgja stærstu deildir Evrópu þar á eftir. Það gæti því reynt þrautin þyngri fyrir stærstu lið Evrópu að gefa stærstu stjörnum sínum nægilegt frí en að sama skapi fá þær nægilega snemma til baka svo þær séu komnar í toppform þegar tímabilið 2025-26 hefst. Þá er stóra spurningin hvaða áhrif þetta hefur á komandi tímabil og HM landsliða næsta sumar. Hér að neðan hefur Vísir tekið saman nokkrar af skærustu stjörnum Evrópu, hversu marga leiki og hversu margar mínútur þær hafa spilað á nýafstaðinni leiktíð. Ferðalög eru ekki tekin með en það er þó vitað að þau taka sinn toll. Kylian Mbappé, Real Madríd (26 ára) 56 leikir (4610 mínútur) fyrir Real Madríd 6 leikir (563 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 62 leikir (5173 mín.) Harry Kane, Bayern München (31 árs) 46 leikir (3582 mínútur) fyrir Bayern 8 leikir (617 mín.) fyrir England Samtals: 54 leikir (4199 mín.) Lautaro Martínez, Inter Milan (27 ára) 49 leikir (3733 mínútur) fyrir Inter Milan 6 leikir (418 mín.) fyrir Argentínu Samtals: 55 leikir (4151 mín.) Tók þátt í tveimur æfingaleikjum (123 mín.) og sex leikjum (221 mín.) í Suður-Ameríkukeppninni (Copa America) síðasta sumar. Erling Haaland, Manchester City (24 ára) 44 leikir (3786 mínútur) fyrir Manchester City 10 leikir (881 mín.) fyrir Noreg Samtals: 54 leikir (4667 mín.) Ousmane Dembélé, París Saint-Germain (28 ára) 49 leikir (3290 mínútur) fyrir PSG 7 leikir (540 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 56 leikir (3830 mín.) Vitinha, PSG (25 ára) 52 leikir (3891 mínúta) fyrir PSG 8 leikir (654 mín) fyrir Portúgal Samtals: 60 leikir (4545 mín.) Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Vísir hefur fjallað nokkuð um mótið sem hefst þann 15. júní næstkomandi og fer fram í Bandaríkjunum. Margt við mótið hefur vakið athygli en undanfarin ár hefur HM félagsliða verið fámenn keppni sem er haldin milli jóla og nýárs. Í nýja fyrirkomulaginu eru hins vegar 32 lið sem taka þátt. Um er að ræða rjómann af knattspyrnuliðum heimsins svo að sjálfsögðu er þar að finna bestu lið Evrópu. Sem dæmi má nefna nýkrýnda Evrópumeistara París Saint-Germian ásamt liðum á borð við Inter, Manchester City, Real Madríd, Bayern München og þar fram eftir götunum. Mótið, og þá sérstaklega fyrirkomulagið, hefur verið á milli tannanna á fólki. Aðallega þar sem það þýðir að enn fleiri leiki fyrir leikmenn sem eru nú þegar á ystu nöf hvað varðar álag. Það er vissulega undir þeim félögum sem taka þátt komið hvaða leikmenn spila og gætu þau sent þá leikmenn sem virkilega þurfa á fríi að halda í sumarfrí. Að sama skapi hefðu sömu leikmenn getað tekið sér frí í landsleikjatörninni sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Komist félag í úrslit HM félagsliða þýðir það að leikmenn þess félags fara ekki í sumarfrí fyrr en 13. júlí næstkomandi. Venjulega væru leikmenn að skila sér úr sumarfrí ekki löngu síðar þar sem deildarkeppni á Englandi hefst þann 16. ágúst, degi síðar hefst La Liga á Spáni og fylgja stærstu deildir Evrópu þar á eftir. Það gæti því reynt þrautin þyngri fyrir stærstu lið Evrópu að gefa stærstu stjörnum sínum nægilegt frí en að sama skapi fá þær nægilega snemma til baka svo þær séu komnar í toppform þegar tímabilið 2025-26 hefst. Þá er stóra spurningin hvaða áhrif þetta hefur á komandi tímabil og HM landsliða næsta sumar. Hér að neðan hefur Vísir tekið saman nokkrar af skærustu stjörnum Evrópu, hversu marga leiki og hversu margar mínútur þær hafa spilað á nýafstaðinni leiktíð. Ferðalög eru ekki tekin með en það er þó vitað að þau taka sinn toll. Kylian Mbappé, Real Madríd (26 ára) 56 leikir (4610 mínútur) fyrir Real Madríd 6 leikir (563 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 62 leikir (5173 mín.) Harry Kane, Bayern München (31 árs) 46 leikir (3582 mínútur) fyrir Bayern 8 leikir (617 mín.) fyrir England Samtals: 54 leikir (4199 mín.) Lautaro Martínez, Inter Milan (27 ára) 49 leikir (3733 mínútur) fyrir Inter Milan 6 leikir (418 mín.) fyrir Argentínu Samtals: 55 leikir (4151 mín.) Tók þátt í tveimur æfingaleikjum (123 mín.) og sex leikjum (221 mín.) í Suður-Ameríkukeppninni (Copa America) síðasta sumar. Erling Haaland, Manchester City (24 ára) 44 leikir (3786 mínútur) fyrir Manchester City 10 leikir (881 mín.) fyrir Noreg Samtals: 54 leikir (4667 mín.) Ousmane Dembélé, París Saint-Germain (28 ára) 49 leikir (3290 mínútur) fyrir PSG 7 leikir (540 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 56 leikir (3830 mín.) Vitinha, PSG (25 ára) 52 leikir (3891 mínúta) fyrir PSG 8 leikir (654 mín) fyrir Portúgal Samtals: 60 leikir (4545 mín.)
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira