Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2025 06:37 Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum við alríkisbyggingu í Santa Ana í Kaliforníu í gær. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. Ríkisstjórinn Gavin Newsom hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Trump og segist munu kæra forsetann vegna ákvörðunarinnar að senda þjóðvarðliða án samráðs við sig. Lögreglustjórinn í Los Angeles hefur sömuleiðis bent á að vera hersins skapi vandamál þegar kemur að því að skipuleggja aðgerðir til að hafa stjórn á mótmælunum. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. AP segir frá því að þúsundir mótmælenda hafi haldið út á götur í gær og að mótmælin við ráðhús Los Angeles hafi að mestu farið friðsamlega fram. Þá söfnuðust nokkur hundruð manns saman fyrir utan alríkisbyggingu þar sem meðal annars er að finna miðstöð þar sem fjöldi innflytjenda eru í haldi eftir aðgerðir fulltrúa ICE á vinnustöðum víðs vegar um borg. Trump hefur lýst ástandinu í Los Angeles sem mjög slæmu en bæði ríkisstjórinn Newsom og borgarstjórinn Karen Bass segja forsetann draga upp mynd af borginni sem sé fjarri sannleikanum. Forsetinn sé auk þess að stofna almannaöryggi í hættu með því að senda herinn á vettvang þegar lögregla hefur ekki óskað eftir aðstoð. Trump hafði áður heimilað að tvö þúsund þjóðvarðliðar yrðu sendir á vettvang til að tryggja öryggi og hefur hann nú heimilað tvö þúsund til viðbótar. Reykjarlykt enn í miðborginni Mótmælin hófust í miðborg Los Angeles síðastliðinn föstudag og segir í frétt AP að reykjarlykt sé enn að finna í miðborginni eftir mótmæli helgarinnar. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp vegatálmum á hraðbrautum og hefur verið kveikt í einhverjum bílum. Lögregla hefur beitt táragasi og gúmmíkúlum í aðgerðum sínum gegn mótmælendum. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa einnig brotist út í San Francisco og Santa Ana í Kaliforníu, og sömuleiðis í Dallas og Austin í Texas. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Ríkisstjórinn Gavin Newsom hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Trump og segist munu kæra forsetann vegna ákvörðunarinnar að senda þjóðvarðliða án samráðs við sig. Lögreglustjórinn í Los Angeles hefur sömuleiðis bent á að vera hersins skapi vandamál þegar kemur að því að skipuleggja aðgerðir til að hafa stjórn á mótmælunum. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. AP segir frá því að þúsundir mótmælenda hafi haldið út á götur í gær og að mótmælin við ráðhús Los Angeles hafi að mestu farið friðsamlega fram. Þá söfnuðust nokkur hundruð manns saman fyrir utan alríkisbyggingu þar sem meðal annars er að finna miðstöð þar sem fjöldi innflytjenda eru í haldi eftir aðgerðir fulltrúa ICE á vinnustöðum víðs vegar um borg. Trump hefur lýst ástandinu í Los Angeles sem mjög slæmu en bæði ríkisstjórinn Newsom og borgarstjórinn Karen Bass segja forsetann draga upp mynd af borginni sem sé fjarri sannleikanum. Forsetinn sé auk þess að stofna almannaöryggi í hættu með því að senda herinn á vettvang þegar lögregla hefur ekki óskað eftir aðstoð. Trump hafði áður heimilað að tvö þúsund þjóðvarðliðar yrðu sendir á vettvang til að tryggja öryggi og hefur hann nú heimilað tvö þúsund til viðbótar. Reykjarlykt enn í miðborginni Mótmælin hófust í miðborg Los Angeles síðastliðinn föstudag og segir í frétt AP að reykjarlykt sé enn að finna í miðborginni eftir mótmæli helgarinnar. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp vegatálmum á hraðbrautum og hefur verið kveikt í einhverjum bílum. Lögregla hefur beitt táragasi og gúmmíkúlum í aðgerðum sínum gegn mótmælendum. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa einnig brotist út í San Francisco og Santa Ana í Kaliforníu, og sömuleiðis í Dallas og Austin í Texas.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58