Íslandsmeistarasystkinin með bikara sem hafa litið betur út Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2025 11:00 Himar Smári og Lovísa yrðu bæði Íslandsmeistarar með sínum liðum á dögunum. Þau eru systkini og börn Hennings Henningssonar sem varð einnig Íslandsmeistari með Haukum árið 1988. Vísir/Sigurjón Systkinin Lovísa og Hilmar Smári urðu bæði Íslandsmeistarar í körfubolta á dögunum. Faðir þeirra gerði slíkt hið sama árið 1988. Lovísa Henningsdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum eftir oddaleik um titilinn gegn Njarðvík. Hún meiddist alvarlega snemma á tímabilinu en tók virkan þátt í öllum tímabilinu utan vallar, sem fyrirliði liðsins. Bróðir hennar Hilmar Smári Henningsson varð einnig meistari eftir að hafa lagt Tindastól í oddaleik um titilinn. Hann spilaði aftur á móti allt tímabilið og var einn besti leikmaður Bónus-deildarinnar. Henning Henningsson varð síðan Íslandsmeistari með Haukum árið 1988. „Þetta fór eiginlega eins vel og hægt var hjá okkur og gaman að við gátum klárað þann stóra á sama ári,“ segir Lovísa. Hilmar segir að ástandið á fjölskyldunni í apríl og maí þegar úrslitakeppninnar stóðu yfir hafi verið nokkuð gott. Stress í kringum heimilið „Við vorum ekkert mikið heima og ég var alltaf að æfa, spila eða í endurhæfingu, pabbi var úti og flaug heim í síðustu tvo leikina. Það var samt auðvitað mikið stress í kringum heimilið okkar,“ segir Hilmar. Þau reyndu að mæta á leiki hjá hvort öðru í úrslitakeppninni en það var erfiðara fyrir Hilmar.„Ég átti erfiðara með það heldur en Lovísa. Við vorum mikið á æfingum og sjálfur að keppa í kringum leikina þeirra. Hún var sjálf komin í frí aðeins á undan og gat mætt og mætti held ég bara á alla leikina,“ segir Hilmar. „Þetta var verra fyrir hann. Þeir fóru alltaf á Krókinn deginum áður og við spiluðum alltaf það kvöld. Hann missti af síðasta leiknum hjá okkur en ég fór bara daginn eftir að við urðum Íslandsmeistarar á Krókinn.“ Systkinin leika bæði í búningi númer fimm, sem Henning var einmitt alltaf á á sínum tíma. „Við fylgjum þeim gamla, hann Henning pabbi okkar var alltaf númer fimm og það kom bara aldrei neitt annað til greina. Ég hef aldrei pælt í því að vera í einhverju öðru númeri en fimm,“ segir Lovísa og tekur Hilmar undir. Gulllitaðir í 25 mínútur „Í yngri flokkum voru reglur. Ég er fæddur árið 2000 og varð þá að vera í sléttri tölu, en það gerðist aldrei. Ég gat aldrei skráð mig númer fimm en pabbi fór þá alltaf bara niður á Ásvelli og talaði við nokkra einstaklinga og síðan kom bara búningurinn og hann var númer fimm og Henningsson að aftan,“ segir Hilmar léttur. Íslandsmeistarabikararnir eru eftirsóttir en hafa munað sinn fífil fegurri í dag. „Þeir eru búnir að fara í gegnum alls konar og þetta gerðist mjög fljótlega. Ég vissi ekki af þessari hefð að litlu kallarnir sem eru að framan og aftan, að taka þá af. Ég fékk allavega að eiga einn og það eru þrír aðrir með aðra kalla. Þeir eru búnir að fara í gegnum nokkrar kampavínssturtur og venjulegar sturtur líka. Þeir lifa enn þá af og eru enn þá standandi,“ segir Hilmar. „Þeir fengu að vera gulllitaðir í góðar tuttugu og fimm mínútur og síðan var farið í sturtu með þá með vatni og kampavíni og þá svona aðeins skolaðist þetta af,“ segir Lovísa. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Lovísa Henningsdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum eftir oddaleik um titilinn gegn Njarðvík. Hún meiddist alvarlega snemma á tímabilinu en tók virkan þátt í öllum tímabilinu utan vallar, sem fyrirliði liðsins. Bróðir hennar Hilmar Smári Henningsson varð einnig meistari eftir að hafa lagt Tindastól í oddaleik um titilinn. Hann spilaði aftur á móti allt tímabilið og var einn besti leikmaður Bónus-deildarinnar. Henning Henningsson varð síðan Íslandsmeistari með Haukum árið 1988. „Þetta fór eiginlega eins vel og hægt var hjá okkur og gaman að við gátum klárað þann stóra á sama ári,“ segir Lovísa. Hilmar segir að ástandið á fjölskyldunni í apríl og maí þegar úrslitakeppninnar stóðu yfir hafi verið nokkuð gott. Stress í kringum heimilið „Við vorum ekkert mikið heima og ég var alltaf að æfa, spila eða í endurhæfingu, pabbi var úti og flaug heim í síðustu tvo leikina. Það var samt auðvitað mikið stress í kringum heimilið okkar,“ segir Hilmar. Þau reyndu að mæta á leiki hjá hvort öðru í úrslitakeppninni en það var erfiðara fyrir Hilmar.„Ég átti erfiðara með það heldur en Lovísa. Við vorum mikið á æfingum og sjálfur að keppa í kringum leikina þeirra. Hún var sjálf komin í frí aðeins á undan og gat mætt og mætti held ég bara á alla leikina,“ segir Hilmar. „Þetta var verra fyrir hann. Þeir fóru alltaf á Krókinn deginum áður og við spiluðum alltaf það kvöld. Hann missti af síðasta leiknum hjá okkur en ég fór bara daginn eftir að við urðum Íslandsmeistarar á Krókinn.“ Systkinin leika bæði í búningi númer fimm, sem Henning var einmitt alltaf á á sínum tíma. „Við fylgjum þeim gamla, hann Henning pabbi okkar var alltaf númer fimm og það kom bara aldrei neitt annað til greina. Ég hef aldrei pælt í því að vera í einhverju öðru númeri en fimm,“ segir Lovísa og tekur Hilmar undir. Gulllitaðir í 25 mínútur „Í yngri flokkum voru reglur. Ég er fæddur árið 2000 og varð þá að vera í sléttri tölu, en það gerðist aldrei. Ég gat aldrei skráð mig númer fimm en pabbi fór þá alltaf bara niður á Ásvelli og talaði við nokkra einstaklinga og síðan kom bara búningurinn og hann var númer fimm og Henningsson að aftan,“ segir Hilmar léttur. Íslandsmeistarabikararnir eru eftirsóttir en hafa munað sinn fífil fegurri í dag. „Þeir eru búnir að fara í gegnum alls konar og þetta gerðist mjög fljótlega. Ég vissi ekki af þessari hefð að litlu kallarnir sem eru að framan og aftan, að taka þá af. Ég fékk allavega að eiga einn og það eru þrír aðrir með aðra kalla. Þeir eru búnir að fara í gegnum nokkrar kampavínssturtur og venjulegar sturtur líka. Þeir lifa enn þá af og eru enn þá standandi,“ segir Hilmar. „Þeir fengu að vera gulllitaðir í góðar tuttugu og fimm mínútur og síðan var farið í sturtu með þá með vatni og kampavíni og þá svona aðeins skolaðist þetta af,“ segir Lovísa.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn