Tilkynningum um nauðganir fjölgaði milli ára Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. júní 2025 12:18 Alls bárust 52 tilkynningar um nauðganir á fyrstu þremur mánuðum ársins. Vísir/Vilhelm 142 tilkynningar um kynferðisbrot bárust lögreglu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það eru álíka margar tilkynningar og bárust lögreglu á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar fjölgaði tilkynningum um nauðganir. „Alls bárust 52 slík mál til lögreglu á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 40 á sama tímabili í fyrra - sem samsvarar tæplega 30% aukningu,“ stendur í tilkynningu á vef lögreglunnar. Í tilkynningunni er bent á að fjöldi tilkynninga um nauðgun sveiflist milli ára. Fyrstu þrjá mánuði árið 2022 voru tilkynningarnar 58 en 37 tilkynningar bárust lögrelgu á sama tímabili árið 2023. Tilkynningar um kynferðisbrot gegn börnum hefur farið fækkandi síðustu ár en alls voru 25 brot tilkynnt til lögreglu frá janúar til mars. Rúmlega tólf ára aldursmunur á meðalaldri brotaþola og grunaðra Brotaþolarnir voru alls 125 en 86% þeirra eru kvenkyns. „Meðalaldur brotaþola var 22 ár og voru 46% þeirra undir 18 ára í öllum tilkynntum kynferðisbrotamálum.“ Einstaklingar grunaðir um kynferðisbrot eru í miklum meirihluta karlkyns, eða um 114 talsins af 122. Meðalaldur grunaðra eru 34 ár en eru þeir eldri en áður. „Hlutfall grunaðra á aldrinum 18-25 ára hefur dregist saman úr 29% árið 2022 í einungis 14% árið 2025. Á sama tíma hefur hlutfall grunaðra á aldrinum 26-35 ára hækkað í 37% sem er hæsta hlutfall sem mælst hefur á síðustu árum,“ stendur í tilkynningunni. Tölfræðin var tekin saman af gagnavísindadeild þjónustusviðs ríkislögreglustjóra og unnin skýrsla sem hægt er að lesa í heild sinni hér. Fréttin hefur verið leiðrétt eftir að villa fannst í tilkynningu lögreglu. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
„Alls bárust 52 slík mál til lögreglu á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 40 á sama tímabili í fyrra - sem samsvarar tæplega 30% aukningu,“ stendur í tilkynningu á vef lögreglunnar. Í tilkynningunni er bent á að fjöldi tilkynninga um nauðgun sveiflist milli ára. Fyrstu þrjá mánuði árið 2022 voru tilkynningarnar 58 en 37 tilkynningar bárust lögrelgu á sama tímabili árið 2023. Tilkynningar um kynferðisbrot gegn börnum hefur farið fækkandi síðustu ár en alls voru 25 brot tilkynnt til lögreglu frá janúar til mars. Rúmlega tólf ára aldursmunur á meðalaldri brotaþola og grunaðra Brotaþolarnir voru alls 125 en 86% þeirra eru kvenkyns. „Meðalaldur brotaþola var 22 ár og voru 46% þeirra undir 18 ára í öllum tilkynntum kynferðisbrotamálum.“ Einstaklingar grunaðir um kynferðisbrot eru í miklum meirihluta karlkyns, eða um 114 talsins af 122. Meðalaldur grunaðra eru 34 ár en eru þeir eldri en áður. „Hlutfall grunaðra á aldrinum 18-25 ára hefur dregist saman úr 29% árið 2022 í einungis 14% árið 2025. Á sama tíma hefur hlutfall grunaðra á aldrinum 26-35 ára hækkað í 37% sem er hæsta hlutfall sem mælst hefur á síðustu árum,“ stendur í tilkynningunni. Tölfræðin var tekin saman af gagnavísindadeild þjónustusviðs ríkislögreglustjóra og unnin skýrsla sem hægt er að lesa í heild sinni hér. Fréttin hefur verið leiðrétt eftir að villa fannst í tilkynningu lögreglu.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira