Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir fimm breytingar Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2025 17:31 Logi Tómasson fær sæti í byrjunarliðinu. Getty/Mike Egerton Arnar Gunnlaugsson gerir fimm breytingar á byrjunarliði Íslands frá 3-1 sigri á Skotlandi á föstudag fyrir leik kvöldsins við Norður-Írland. Ísland mætir Norður-Írlandi í æfingaleik klukkan 18:45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Karlalandsliðið í fótbolta vann góðan sigur á Hampden Park á föstudagskvöldið var. Nokkrir óvæntir hlutir blöstu við í byrjunarliði Íslands þar, til að mynda að þeir Elías Rafn Ólafsson og Hörður Björgvin Magnússon væru í liðinu. Elías átti stórleik en Hörður gat ekki spilað meira en 45 mínútur, eðlilega, eftir langa baráttu við meiðsli síðustu tvö árin. Báðir víkja þeir í dag. Hákon Rafn Valdimarsson stendur milli stanga íslenska marksins, en Arnar hafði þegar greint frá því í aðdraganda leiks að Hákon myndi vera í markinu. Hörður Björgvin víkur úr vörninni sem og Mikael Egill Ellertsson sem var í vinstri bakverði. Daníel Leó Grétarsson er í miðverði og Logi Tómasson í bakverði. Þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Sverrir Ingi Ingason byrja með þeim í vörninni, þrátt fyrir að hafa báðir meiðst lítillega á föstudag. Arnar gerir einnig tvær breytingar á miðjunni, þeir Willum Þór Willumsson og Arnór Ingvi Traustason, sem komu inn á miðjuna í seinni hálfleik í Glasgow, byrja báðir í kvöld á kostnað Skagamannanna Ísaks Bergmann Jóhannessonar og Stefáns Teits Þórðarsonar. Fremstu fjórar stöðurnar eru óbreyttar. Þær manna Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson, fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen er frammi. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Hákon Rafn Valdimarsson Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðvörður: Sverrir Ingi Ingason Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Vinstri bakvörður: Logi Tómasson Hægri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Miðjumaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumaður: Willum Þór Willumsson Vinstri kantmaður: Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði) Sóknartengiliður: Albert Guðmundsson Sóknarmaður: Andri Lucas Guðjohnsen Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Ísland mætir Norður-Írlandi í æfingaleik klukkan 18:45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Karlalandsliðið í fótbolta vann góðan sigur á Hampden Park á föstudagskvöldið var. Nokkrir óvæntir hlutir blöstu við í byrjunarliði Íslands þar, til að mynda að þeir Elías Rafn Ólafsson og Hörður Björgvin Magnússon væru í liðinu. Elías átti stórleik en Hörður gat ekki spilað meira en 45 mínútur, eðlilega, eftir langa baráttu við meiðsli síðustu tvö árin. Báðir víkja þeir í dag. Hákon Rafn Valdimarsson stendur milli stanga íslenska marksins, en Arnar hafði þegar greint frá því í aðdraganda leiks að Hákon myndi vera í markinu. Hörður Björgvin víkur úr vörninni sem og Mikael Egill Ellertsson sem var í vinstri bakverði. Daníel Leó Grétarsson er í miðverði og Logi Tómasson í bakverði. Þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Sverrir Ingi Ingason byrja með þeim í vörninni, þrátt fyrir að hafa báðir meiðst lítillega á föstudag. Arnar gerir einnig tvær breytingar á miðjunni, þeir Willum Þór Willumsson og Arnór Ingvi Traustason, sem komu inn á miðjuna í seinni hálfleik í Glasgow, byrja báðir í kvöld á kostnað Skagamannanna Ísaks Bergmann Jóhannessonar og Stefáns Teits Þórðarsonar. Fremstu fjórar stöðurnar eru óbreyttar. Þær manna Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson, fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen er frammi. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Hákon Rafn Valdimarsson Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðvörður: Sverrir Ingi Ingason Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Vinstri bakvörður: Logi Tómasson Hægri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Miðjumaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumaður: Willum Þór Willumsson Vinstri kantmaður: Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði) Sóknartengiliður: Albert Guðmundsson Sóknarmaður: Andri Lucas Guðjohnsen
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira