„Ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 18:07 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Vilhelm Formaður Landssambands lögreglumanna segir hótanir í garð lögreglumanna hafa færst í aukana undanfarin misseri. Hann segir dæmi um að lögreglumenn skrái sig af samfélagsmiðlum og þjóðskrá og fjárfesti í rándýrum öryggiskerfum fyrir heimili sín. Fréttastofa RÚV greindi frá því í dag að hópur vopnaðra manna hafi mætt á heimili lögreglumanns og hótað honum aðfaranótt mánudags. Hópurinn hafi haft í hótunum við lögreglumanninn um nokkurt skeið. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins og handtekið mennina. Leituðu lögreglumanninn uppi á netinu Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir aukningu á að lögreglumenn verði fyrir hótunum. Umrætt atvik sé í annað skipti sem staðið er við slíkar hótanir. „Við erum með dæmi á þar síðasta ári þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns eftir að hótanir voru hafðar,“ segir Fjölnir í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að kveikja í bíl lögreglukonu að nóttu til í ágúst 2023. Tveir þeirra neita sök. Í frétt RÚV segir að aðfaranótt mánudags hafi menn hótað lögreglumanninum með hnífi en ekki sé vitað til þess að vopnum hafi verið beitt. „Þarna er búið að hóta þessum lögreglumanni um dálítinn tíma og leita að upplýsingum á Internetinu um hvar hann eigi heima, þeir vita lögreglunúmerið hans,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn feli sig Hann lýsir umræddum lögreglumanni sem hinum almenna lögreglumanni sem sé duglegur að vinna vinnuna sína, og segir hann ekki starfa við rannsókn á málum tengdum skipulagðri brotastarfsemi. „En þarna er í gangi mjög skipulögð glæpastarfsemi og einhver lagskipting. Það er verið að nota minni spámenn í að taka á sig sökina þó að lögregla telur sig alveg vita hver stendur á bak við þessar hótanir.“ Fjölnir segir ekki nægilega vel tekið á málum þar sem lögreglumenn verði fyrir hótunum. Hann segir sambandið til að mynda hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum í íkveikjumálinu þegar í ljós kom að einungis væri ákært fyrir skemmdarverk, en ekki fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Lögreglumenn séu farnir að gera ráðstafanir til að komast undan hótunum sem þessum. „Þú ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum og fólk er ekki í þjóðskrá lengur. Þannig að allt í einu eru lögreglumenn farnir að fela sig og kaupa rándýr öryggiskerfi og slíkt. Það auðvitað gengur ekki,“ segir Fjölnir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Fréttastofa RÚV greindi frá því í dag að hópur vopnaðra manna hafi mætt á heimili lögreglumanns og hótað honum aðfaranótt mánudags. Hópurinn hafi haft í hótunum við lögreglumanninn um nokkurt skeið. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins og handtekið mennina. Leituðu lögreglumanninn uppi á netinu Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir aukningu á að lögreglumenn verði fyrir hótunum. Umrætt atvik sé í annað skipti sem staðið er við slíkar hótanir. „Við erum með dæmi á þar síðasta ári þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns eftir að hótanir voru hafðar,“ segir Fjölnir í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að kveikja í bíl lögreglukonu að nóttu til í ágúst 2023. Tveir þeirra neita sök. Í frétt RÚV segir að aðfaranótt mánudags hafi menn hótað lögreglumanninum með hnífi en ekki sé vitað til þess að vopnum hafi verið beitt. „Þarna er búið að hóta þessum lögreglumanni um dálítinn tíma og leita að upplýsingum á Internetinu um hvar hann eigi heima, þeir vita lögreglunúmerið hans,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn feli sig Hann lýsir umræddum lögreglumanni sem hinum almenna lögreglumanni sem sé duglegur að vinna vinnuna sína, og segir hann ekki starfa við rannsókn á málum tengdum skipulagðri brotastarfsemi. „En þarna er í gangi mjög skipulögð glæpastarfsemi og einhver lagskipting. Það er verið að nota minni spámenn í að taka á sig sökina þó að lögregla telur sig alveg vita hver stendur á bak við þessar hótanir.“ Fjölnir segir ekki nægilega vel tekið á málum þar sem lögreglumenn verði fyrir hótunum. Hann segir sambandið til að mynda hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum í íkveikjumálinu þegar í ljós kom að einungis væri ákært fyrir skemmdarverk, en ekki fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Lögreglumenn séu farnir að gera ráðstafanir til að komast undan hótunum sem þessum. „Þú ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum og fólk er ekki í þjóðskrá lengur. Þannig að allt í einu eru lögreglumenn farnir að fela sig og kaupa rándýr öryggiskerfi og slíkt. Það auðvitað gengur ekki,“ segir Fjölnir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira