Þrjú ár fyrir að svíkja út 156 milljónir og leggja inn á fjölskylduna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 21:47 Berglind starfaði hjá Sjúkratryggingum árin 2012-2024. Brotin áttu sér stað á ellefu ára tímabili, frá 2013 fram að starfslokum hennar. Vísir/Egill Berglind Elfarsdóttir fyrrverandi verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Meiri hluti dómsins, eða 33 mánuðir af 36, er skilorðsbundinn til þriggja ára. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóminn í síðustu viku. Tveir synir Berglindar voru dæmdir í átta og átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti með því að millifæra stóran hluta peninganna á reikninga móður sinnar. Blekkti samstarfsmenn til að samþykkja greiðslurnar Berglind, sem er á sextugsaldri, var ákærð fyrir skjalafals í opinberu starfi með því að hafa á tímabilinu 2013 til 2024 falsað kröfur í tölvukerfi Sjúkratrygginga í 216 tilvikum að fjárhæð tæplega 156,3 milljónir króna, í nafni þriggja einstaklinga. Sona hennar tveggja sem báðir eru á fertugsaldri, og eiginmanns, sem nú er látinn. Sjá einnig: Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Kröfurnar voru annars vegar lagðar fram vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar vegna þess að hún hafði skráð eiginmann sinn og syni sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis. Eftir að konan falsaði kröfurnar í kerfi stofnunarinnar blekkti hún aðra starfsmenn Sjúkratrygginga til að samþykkja þær en kröfurnar voru að lokum greiddar út til sonanna. Alls voru 27 milljónir millifærðar inn á bankareikning eiginmanns konunnar heitins í 61 tilviki. Í 32 tilvikum var tæpum sextán milljónum ráðstafað af bankareikningi eiginmannsins inn á bankareikning konunnar. Í sjötíu tilvikum voru millifærðar samtals tæplega 49 milljónir á bankareikning annars sonarins og í 67 tilvikum voru 44 milljónir millifærðar af hans reikningi yfir á bankareikning konunnar. Í tilfelli hins sonarins voru rúmlega 80 milljónir inn á bankareikning hans í 85 tilvikum, og 72 milljónir millifærðar á reikning konunnar af reikningi hans, einnig í 85 tilvikum. Leið til að bæta „skelfilegar“ heimilisaðstæður Í málavöxtum kemur fram að Berglind hafi hafið störf hjá Sjúkratryggingum árið 2012 og tveimur árum síðar verið gerð að verkefnastjóra sem sjái um greiðslur vegna læknismeðferðar erlendis. Einingin sjái um að taka á móti umsóknum og reikningum vegna lækniskostnaðar erlendis og greiði þá, til þjónustuveitenda eða einstaklinga sem eigi rétt á endurgreiðslu samkvæmt lögum. Þann 10. maí 2024 hafi Berglind verið kölluð á fund forstjóra Sjúkratrygginga og sviðsstjóra réttindasviðs. Á fundinum hafi hún viðurkennt að hafa dregið að sér fé og talið að fyrrgreindar fjárhæðir væru nærri lagi. Þremur dögum síðar hafi Sjúkratryggingar með bréfi til héraðssaksóknara kært konuna fyrir fjársvik. Í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara tveimur dögum síðar hafi Berglind sagst hafa greitt „milljarða úr stofnuninni“. Á sama tíma hafi maður hennar veikst og heimilisaðstæður hennar verið „skelfilegar“. Maður hennar heitinn hefði orðið tekjulaus vegna veikindanna og hún séð leið til að halda heimilinu gangandi. Í starfi hennar hefðu milljarðar króna farið um hendur hennar og hún séð auðvelda leið til að setja kröfur inn í kerfið, án þess að leggja fram pappíra eða önnur gögn. Hún hefði aðeins þurft að „slá inn tölu og senda hana í greiðslu“. Tvo starfsmenn þyrfti til að ganga frá slíkum greiðslum en hinn starfsmaðurinn færi í raun ekki yfir greiðslurnar heldur samþykkti hana einfaldlega. Berglind sagði samstarfsmenn hennar ekki hafa vitað um þessar gerðir hennar. Féllust ekki á að bræðurnir hefðu ekkert vitað Fyrir dómi játaði Berglind að hafa í 216 tilvikum útbúið rangar kröfur í kerfi Sjúkratrygginga fyrir alls 156,3 milljónir króna. Hún sagðist hafa á tímabilinu haft aðgang að bankareikningum sona sinna og séð alfarið um millifærslur frá reikningum þeirra. Þá hafi hún að miklu leyti séð um fjármál þeirra. Þegar rafræn skilríki komu til sögunnar hafi hún í hvert skipti sem hún hugðist millifæra hringt í syni sína og beðið þá um að samþykkja greiðsluna. Bræðurnir hefðu aldrei spurt hvað móðir þeirra væri að gera með reikningana þeirra heldur treyst því að hún væri að vinna í þágu þeirra. Fyrir dómi sögðu bræðurnir svipaða sögu. Þeir sögðust ekkert hafa vitað um háttsemi móður sinnar og vísuðu til þess að fjárhæðirnar sem hún lagði inn á syni sína hafi einungis verið sýnilegar á reikningum þeirra í skamma stund þar sem fjárhæðirnar voru alla jafna strax millifærðar á reikning móður þeirra. Þrátt fyrir það taldi dómurinn að þegar horft er á fjölda færslnanna og upphæðir þeirra yrði að leggja til grundvallar að greiðslurnar hefðu ekki getað farið fram hjá bræðrunum. Því yrði að jafna aðgerðaleysi þeirra við að þeir hafi látið sér í léttu rúmi liggja hvort greiðslurnar væru afrakstur ólögmætrar háttsemi. Af hálfu Berglindar var við munnlegan málflutning farið fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Í lögum um meðferð sakamála skuli í ákæru greina með nákvæmum hætti hver hin refsiverða háttsemi sé og heimfærslu. Lýsing á hinni refsiverðu háttsemi hafi verið mjög fátækleg í ákærunni. Af hálfu bræðranna var tekið undir frávísunarkröfu Berglindar. Dómurinn féllst ekki á frávísunarkröfurnar. Annar sonurinn rauf skilorð Fram kemur í niðurstöðum dómsins að Berglind og annar sonurinn hefðu ekki sakaferil. Hinn sonurinn hefði aftur á móti fengið á sig þriggja mánaða fangelsisdóm árið 2015 fyrir brot gegn hegningarlögum, skilorðsbundinn til eins árs. Árið 2023 hafi hann verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot, skilorðsbundið til tveggja ára. Með brotum sínum hafi hann þannig rofið skilorð og honum því gerð refsing í einu lagi. Við ákvörðun refsingar Berglindar var litið til þess að brotin hefðu staðið yfir í langan tíma og varðað töluverðum fjárhæðum. Sem fyrr segir var Berglind dæmd í þriggja ára fangelsi en stór hluti dómsins, 33 af 36 mánuðum, er skilorðsbundinn. Þá var hún dæmd til greiðslu málsvarnarlauna verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, tæpum 2,2 milljónum króna. Sonur hennar sem ekki hafði sakaferil var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og sá sem hafði sakaferil átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóminn í síðustu viku. Tveir synir Berglindar voru dæmdir í átta og átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti með því að millifæra stóran hluta peninganna á reikninga móður sinnar. Blekkti samstarfsmenn til að samþykkja greiðslurnar Berglind, sem er á sextugsaldri, var ákærð fyrir skjalafals í opinberu starfi með því að hafa á tímabilinu 2013 til 2024 falsað kröfur í tölvukerfi Sjúkratrygginga í 216 tilvikum að fjárhæð tæplega 156,3 milljónir króna, í nafni þriggja einstaklinga. Sona hennar tveggja sem báðir eru á fertugsaldri, og eiginmanns, sem nú er látinn. Sjá einnig: Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Kröfurnar voru annars vegar lagðar fram vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar vegna þess að hún hafði skráð eiginmann sinn og syni sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis. Eftir að konan falsaði kröfurnar í kerfi stofnunarinnar blekkti hún aðra starfsmenn Sjúkratrygginga til að samþykkja þær en kröfurnar voru að lokum greiddar út til sonanna. Alls voru 27 milljónir millifærðar inn á bankareikning eiginmanns konunnar heitins í 61 tilviki. Í 32 tilvikum var tæpum sextán milljónum ráðstafað af bankareikningi eiginmannsins inn á bankareikning konunnar. Í sjötíu tilvikum voru millifærðar samtals tæplega 49 milljónir á bankareikning annars sonarins og í 67 tilvikum voru 44 milljónir millifærðar af hans reikningi yfir á bankareikning konunnar. Í tilfelli hins sonarins voru rúmlega 80 milljónir inn á bankareikning hans í 85 tilvikum, og 72 milljónir millifærðar á reikning konunnar af reikningi hans, einnig í 85 tilvikum. Leið til að bæta „skelfilegar“ heimilisaðstæður Í málavöxtum kemur fram að Berglind hafi hafið störf hjá Sjúkratryggingum árið 2012 og tveimur árum síðar verið gerð að verkefnastjóra sem sjái um greiðslur vegna læknismeðferðar erlendis. Einingin sjái um að taka á móti umsóknum og reikningum vegna lækniskostnaðar erlendis og greiði þá, til þjónustuveitenda eða einstaklinga sem eigi rétt á endurgreiðslu samkvæmt lögum. Þann 10. maí 2024 hafi Berglind verið kölluð á fund forstjóra Sjúkratrygginga og sviðsstjóra réttindasviðs. Á fundinum hafi hún viðurkennt að hafa dregið að sér fé og talið að fyrrgreindar fjárhæðir væru nærri lagi. Þremur dögum síðar hafi Sjúkratryggingar með bréfi til héraðssaksóknara kært konuna fyrir fjársvik. Í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara tveimur dögum síðar hafi Berglind sagst hafa greitt „milljarða úr stofnuninni“. Á sama tíma hafi maður hennar veikst og heimilisaðstæður hennar verið „skelfilegar“. Maður hennar heitinn hefði orðið tekjulaus vegna veikindanna og hún séð leið til að halda heimilinu gangandi. Í starfi hennar hefðu milljarðar króna farið um hendur hennar og hún séð auðvelda leið til að setja kröfur inn í kerfið, án þess að leggja fram pappíra eða önnur gögn. Hún hefði aðeins þurft að „slá inn tölu og senda hana í greiðslu“. Tvo starfsmenn þyrfti til að ganga frá slíkum greiðslum en hinn starfsmaðurinn færi í raun ekki yfir greiðslurnar heldur samþykkti hana einfaldlega. Berglind sagði samstarfsmenn hennar ekki hafa vitað um þessar gerðir hennar. Féllust ekki á að bræðurnir hefðu ekkert vitað Fyrir dómi játaði Berglind að hafa í 216 tilvikum útbúið rangar kröfur í kerfi Sjúkratrygginga fyrir alls 156,3 milljónir króna. Hún sagðist hafa á tímabilinu haft aðgang að bankareikningum sona sinna og séð alfarið um millifærslur frá reikningum þeirra. Þá hafi hún að miklu leyti séð um fjármál þeirra. Þegar rafræn skilríki komu til sögunnar hafi hún í hvert skipti sem hún hugðist millifæra hringt í syni sína og beðið þá um að samþykkja greiðsluna. Bræðurnir hefðu aldrei spurt hvað móðir þeirra væri að gera með reikningana þeirra heldur treyst því að hún væri að vinna í þágu þeirra. Fyrir dómi sögðu bræðurnir svipaða sögu. Þeir sögðust ekkert hafa vitað um háttsemi móður sinnar og vísuðu til þess að fjárhæðirnar sem hún lagði inn á syni sína hafi einungis verið sýnilegar á reikningum þeirra í skamma stund þar sem fjárhæðirnar voru alla jafna strax millifærðar á reikning móður þeirra. Þrátt fyrir það taldi dómurinn að þegar horft er á fjölda færslnanna og upphæðir þeirra yrði að leggja til grundvallar að greiðslurnar hefðu ekki getað farið fram hjá bræðrunum. Því yrði að jafna aðgerðaleysi þeirra við að þeir hafi látið sér í léttu rúmi liggja hvort greiðslurnar væru afrakstur ólögmætrar háttsemi. Af hálfu Berglindar var við munnlegan málflutning farið fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Í lögum um meðferð sakamála skuli í ákæru greina með nákvæmum hætti hver hin refsiverða háttsemi sé og heimfærslu. Lýsing á hinni refsiverðu háttsemi hafi verið mjög fátækleg í ákærunni. Af hálfu bræðranna var tekið undir frávísunarkröfu Berglindar. Dómurinn féllst ekki á frávísunarkröfurnar. Annar sonurinn rauf skilorð Fram kemur í niðurstöðum dómsins að Berglind og annar sonurinn hefðu ekki sakaferil. Hinn sonurinn hefði aftur á móti fengið á sig þriggja mánaða fangelsisdóm árið 2015 fyrir brot gegn hegningarlögum, skilorðsbundinn til eins árs. Árið 2023 hafi hann verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot, skilorðsbundið til tveggja ára. Með brotum sínum hafi hann þannig rofið skilorð og honum því gerð refsing í einu lagi. Við ákvörðun refsingar Berglindar var litið til þess að brotin hefðu staðið yfir í langan tíma og varðað töluverðum fjárhæðum. Sem fyrr segir var Berglind dæmd í þriggja ára fangelsi en stór hluti dómsins, 33 af 36 mánuðum, er skilorðsbundinn. Þá var hún dæmd til greiðslu málsvarnarlauna verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, tæpum 2,2 milljónum króna. Sonur hennar sem ekki hafði sakaferil var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og sá sem hafði sakaferil átján mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira