Villi á Benzanum slapp með skrekkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2025 07:18 Villi á Benzanum með nefhjólið á grasbalanum við Austurvöll. Vilhjálmur Sigurðsson Vilhjálmur Sigurðsson, betur þekktur sem Villi á Benzanum, varð vitni að því þegar að nefhjól úr flugvél féll af himnum ofan og lenti á stéttinni sem skilur að Austurvöll og Alþingishúsið. Mikla mildi má telja að nefhjólið hafi hvorki lent á fólki á ferð né bygginum á svæðinu. Flugvélin sem er kennsluvél lenti á tveimur hjólum á Reykjavíkurflugvelli á áttunda tímanum í gærkvöldi þar sem tveir fóru frá borði og sakaði ekki. Málið er á borði Rannsóknarnefndar samgönguslysa. „Hjólið náttúrulega fellur á flugi, auðvitað er það alvarlegt ...Við erum mjög heppin að ekki hafi farið verr. Það er náttúrulega aðalatriðið að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir Ragnar Guðmundusson hjá nefndinni. Vilhjálmur lýsti því í tíufréttum RÚV í gærkvöldi að hafa setið á bekk við Austurvöll, heyrt hávaða og svo fylgst með hjólinu lenda og rúlla eftir jörðinni þar til það stöðvaðist á grasbalanum við Austurvöll. Hann tók af sér meðfylgjandi mynd af nefhjólinu áður en lögregla mætti á vettvang. Vilhjálmur komst í fréttirnar í nóvember 2022 með hetjulegri frammistöðu þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn við Grensásveg, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Hann lét ekki fótbrot stöðva sig. „Ég er bara viðskiptavinur á Benzinn café, frægasta bar á Íslandi og er að labba út með bjórinn í hendinni og sé þá strætisvagn sem stendur fyrir utan og reyk út um öllum hurðum,“ sagði Vilhjálmur í eftirminnilegu viðtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur í fréttum Stöðvar 2. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir „Hjólið fellur á flugi, auðvitað er það alvarlegt“ „Hjólið náttúrulega fellur á flugi, auðvitað er það alvarlegt ...Við erum mjög heppin að ekki hafi farið verr. Það er náttúrulega aðalatriðið að ekki hafi orðið slys á fólki“ 10. júní 2025 22:05 Grunur um að nefhjól úr flugvél hafi lent á Austurvelli Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að nefhjól úr flugvél hefði lent á Austurvelli. Síðar barst þeim tilkynning um að flugvél hefði lent á Reykjavíkurflugvelli sem vantaði nefhjól. 10. júní 2025 19:29 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Flugvélin sem er kennsluvél lenti á tveimur hjólum á Reykjavíkurflugvelli á áttunda tímanum í gærkvöldi þar sem tveir fóru frá borði og sakaði ekki. Málið er á borði Rannsóknarnefndar samgönguslysa. „Hjólið náttúrulega fellur á flugi, auðvitað er það alvarlegt ...Við erum mjög heppin að ekki hafi farið verr. Það er náttúrulega aðalatriðið að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir Ragnar Guðmundusson hjá nefndinni. Vilhjálmur lýsti því í tíufréttum RÚV í gærkvöldi að hafa setið á bekk við Austurvöll, heyrt hávaða og svo fylgst með hjólinu lenda og rúlla eftir jörðinni þar til það stöðvaðist á grasbalanum við Austurvöll. Hann tók af sér meðfylgjandi mynd af nefhjólinu áður en lögregla mætti á vettvang. Vilhjálmur komst í fréttirnar í nóvember 2022 með hetjulegri frammistöðu þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn við Grensásveg, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Hann lét ekki fótbrot stöðva sig. „Ég er bara viðskiptavinur á Benzinn café, frægasta bar á Íslandi og er að labba út með bjórinn í hendinni og sé þá strætisvagn sem stendur fyrir utan og reyk út um öllum hurðum,“ sagði Vilhjálmur í eftirminnilegu viðtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur í fréttum Stöðvar 2.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir „Hjólið fellur á flugi, auðvitað er það alvarlegt“ „Hjólið náttúrulega fellur á flugi, auðvitað er það alvarlegt ...Við erum mjög heppin að ekki hafi farið verr. Það er náttúrulega aðalatriðið að ekki hafi orðið slys á fólki“ 10. júní 2025 22:05 Grunur um að nefhjól úr flugvél hafi lent á Austurvelli Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að nefhjól úr flugvél hefði lent á Austurvelli. Síðar barst þeim tilkynning um að flugvél hefði lent á Reykjavíkurflugvelli sem vantaði nefhjól. 10. júní 2025 19:29 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Hjólið fellur á flugi, auðvitað er það alvarlegt“ „Hjólið náttúrulega fellur á flugi, auðvitað er það alvarlegt ...Við erum mjög heppin að ekki hafi farið verr. Það er náttúrulega aðalatriðið að ekki hafi orðið slys á fólki“ 10. júní 2025 22:05
Grunur um að nefhjól úr flugvél hafi lent á Austurvelli Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að nefhjól úr flugvél hefði lent á Austurvelli. Síðar barst þeim tilkynning um að flugvél hefði lent á Reykjavíkurflugvelli sem vantaði nefhjól. 10. júní 2025 19:29