Óður til Sigga sjéní Ingvi Þór Georgsson skrifar 11. júní 2025 10:01 Sumir nafntogaðir menn og konur hafa aldrei fengið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Það á vissulega ekki við um málarana Monet og Renoir í dag en báðir voru þó sakaðir um að kunna ekki að mála þegar impressíon málverk þeirra litu fyrst dagsins ljós í Frakklandi seinni hluta 19.aldar. Þeir voru útskúfaðir úr elítunni og þurftu að halda eigin sýningar til að koma sér á framfæri. Verkin þóttu gróf og gengu gegn almennum viðmiðum um list á þeim tíma. Það var ekki fyrr en löngu eftir að fyrstu verkin litu dagsins ljós sem þeir byrjuðu að njóta virðingar fyrir nýjan stíl. Nær okkur í tíma og að ögn öðru meiði stendur sálfræðingurinn og markaðsráðgjafinn Howard Moskowitz sem var beðinn um að finna uppskriftina að hinni „fullkomnu“ spaghettísósu. Howard komst á endanum að því að hin fullkomna spaghetti sósa er ekki til. Niðurstaðan var sú að neytendur vilja ekki alltaf fullkomna lausn heldur val, val um mismunandi bragð, áferð, magn af salti, sætu og fleiru persónubundnu sem engin ein vörulína getur uppfyllt hjá öllum. Sigurður Guðmundsson betur þekktur sem Siggi málari eða „Siggi sjení“ eins og hann var gjarnan kallaður er ekki nafn sem margir Íslendingar þekkja úr sögu þjóðar. Sigurður var stórmerkilegur maður og vakti athygli fyrir margt; hann var einn af fyrstu hvatamönnum að stofnun atvinnuleikhúss, lagði grunn að stofnun þjóðminjasafnsins og er talinn vera frumkvæðismaður af endurreisn og formfesti þjóðbúninga íslenskra kvenna. Árið 1858 lagði Sigurður til atlögu við danska kventísku ásamt stúlkum sem voru hjá honum í teiknikennslu og til varð nýr kvenbúningur, kyrtillinn. Kyrtillinn var á þeim tíma léttari kjóll með miðaldalegu sniði ætlaður til notkunar á dansleikjum fyrir ungar stúlkur í Reykjavík. Og tískustríð Sigurðar við dönsku hirðina gat ekki af sér einn heldur tvo af núverandi þjóðbúningum Íslands en Siggi Sjéní á líka heiðurinn af því að hafa búið til skautbúninginn sem sló í gegn meðal kvenna um miðja 19 öld. Sigurður lést árið 1874. Sagt er að þegar Hilmar Finsen, landsfógeti Íslands, lagði til við konung að heiðra Sigurð fyrir störf hans, hafi konungurinn svarað einfaldlega: „Hann verðskuldar ekki nokkuð.“ Þó Sigurður hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hann átti skilið á þeim tíma lifa Kyrtillinn og skautbúningurinn enn þann dag í dag og mögulega getum við fagnað nýrri endurreisn íslenska þjóðbúningins á 192ára afmæli Sigga Sjéní. Fyrr nefndur Moskowitz gæti allvega sannfært einhver okkar um að neytendur vilja val og mögulega er kominn tími fyrir hugvitsfólk vítt og breitt um landið í að búa til nýja búninga á 21.öldinni. Stundum brjótum við hefðir til að auðga menningu þjóðar. Höfundur er talsmaður uppfinninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Sumir nafntogaðir menn og konur hafa aldrei fengið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Það á vissulega ekki við um málarana Monet og Renoir í dag en báðir voru þó sakaðir um að kunna ekki að mála þegar impressíon málverk þeirra litu fyrst dagsins ljós í Frakklandi seinni hluta 19.aldar. Þeir voru útskúfaðir úr elítunni og þurftu að halda eigin sýningar til að koma sér á framfæri. Verkin þóttu gróf og gengu gegn almennum viðmiðum um list á þeim tíma. Það var ekki fyrr en löngu eftir að fyrstu verkin litu dagsins ljós sem þeir byrjuðu að njóta virðingar fyrir nýjan stíl. Nær okkur í tíma og að ögn öðru meiði stendur sálfræðingurinn og markaðsráðgjafinn Howard Moskowitz sem var beðinn um að finna uppskriftina að hinni „fullkomnu“ spaghettísósu. Howard komst á endanum að því að hin fullkomna spaghetti sósa er ekki til. Niðurstaðan var sú að neytendur vilja ekki alltaf fullkomna lausn heldur val, val um mismunandi bragð, áferð, magn af salti, sætu og fleiru persónubundnu sem engin ein vörulína getur uppfyllt hjá öllum. Sigurður Guðmundsson betur þekktur sem Siggi málari eða „Siggi sjení“ eins og hann var gjarnan kallaður er ekki nafn sem margir Íslendingar þekkja úr sögu þjóðar. Sigurður var stórmerkilegur maður og vakti athygli fyrir margt; hann var einn af fyrstu hvatamönnum að stofnun atvinnuleikhúss, lagði grunn að stofnun þjóðminjasafnsins og er talinn vera frumkvæðismaður af endurreisn og formfesti þjóðbúninga íslenskra kvenna. Árið 1858 lagði Sigurður til atlögu við danska kventísku ásamt stúlkum sem voru hjá honum í teiknikennslu og til varð nýr kvenbúningur, kyrtillinn. Kyrtillinn var á þeim tíma léttari kjóll með miðaldalegu sniði ætlaður til notkunar á dansleikjum fyrir ungar stúlkur í Reykjavík. Og tískustríð Sigurðar við dönsku hirðina gat ekki af sér einn heldur tvo af núverandi þjóðbúningum Íslands en Siggi Sjéní á líka heiðurinn af því að hafa búið til skautbúninginn sem sló í gegn meðal kvenna um miðja 19 öld. Sigurður lést árið 1874. Sagt er að þegar Hilmar Finsen, landsfógeti Íslands, lagði til við konung að heiðra Sigurð fyrir störf hans, hafi konungurinn svarað einfaldlega: „Hann verðskuldar ekki nokkuð.“ Þó Sigurður hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hann átti skilið á þeim tíma lifa Kyrtillinn og skautbúningurinn enn þann dag í dag og mögulega getum við fagnað nýrri endurreisn íslenska þjóðbúningins á 192ára afmæli Sigga Sjéní. Fyrr nefndur Moskowitz gæti allvega sannfært einhver okkar um að neytendur vilja val og mögulega er kominn tími fyrir hugvitsfólk vítt og breitt um landið í að búa til nýja búninga á 21.öldinni. Stundum brjótum við hefðir til að auðga menningu þjóðar. Höfundur er talsmaður uppfinninga.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun