Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 06:51 Bandaríkjamenn munu fara með lögsögu á herstöðvum sínum á Jótlandi. AP/Emil Nicolai Helms Stór meirihluti á danska þinginu samþykkti í gær að rýmka rétt Bandaríkjanna til hernaðarlegrar viðveru í Danmörku. Bandaríkjamenn munu fara með lögsögu yfir hermönnum sínum í Danmörku og hafa aðgang að þremur flugherstöðvum á Jótlandi. Samkvæmt umfjöllun Politiken munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir hermönnum sem hafa viðveru í herstöðvum í Danmörku en Danir reka flugherstöðvar í Skydstrup, Karup og Álaborg. Samstarfssamningurinn við Bandaríkjaher hefur legið fyrir frá því í desember 2023 samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Samningnum samkvæmt hafa Bandaríkin rétt á að hafa viðveru í völdum herstöðvum, geyma þar hernaðarbúnað og þjálfa hermenn. Hann gefur Bandaríkjamönnum einnig leyfi til að reka þrjár flugherstöðvar á áðurnefndum stöðum á Jótlandi. Hermenn sem hafa viðveru á fyrrnefndum herstöðvum lúta bandarískum lögum. Bandaríkin sjá þannig um að ákæra hermenn fremji þeir glæpi í Danmörku. Samningurinn gildir til tíu ára. Svik við dönsku þjóðina Mikil umræða hefur verið í Danmörku nýverið samningsins vegna og hefur gagnrýni á hann verið óvægin. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, segir samninginn þjóðhættulegan. „Þetta er samningur sem gerir það að verkum að það verði svæði í Danmörku sem lúti bandarískum lögum. Þar sem dönsk yfirvöld ráða ekki. Og þar sem illa getur verið farið með fanga,“ sagði hann á danska þinginu í gær. „Þetta eru gríðarleg svik við dönsku þjóðina,“ sagði hann. Það voru aðeins fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins sem greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins, ásamt utanflokkaþingmönnunum Theresu Scavenius og Jeppe Søe. Samkvæmt Politiken hafa fulltrúar SF verið gagnrýnir á samninginn en enduðu á því að greiða atkvæði með gildistöku hans. Mikilvægt að þétta raðirnar Mette Frederiksen forsætisráðherra segir afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkjunum sérstaklega á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Fulltrúar Enhedslisten og Alternativet hafa haldið því fram að það fullveldisafsal sem samningurinn feli í sér sé brot á stjórnarskrá Danmerkur. Ríkisstjórnarliðar segja það af og frá. „Í matinu er lögð áhersla á að dönsk yfirvöld beri aðalábyrgð á öryggi, bæði á og utan þeirra mannvirkja sem samingurinn nær til,“ er haft eftir Peter Danmörk Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Politiken munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir hermönnum sem hafa viðveru í herstöðvum í Danmörku en Danir reka flugherstöðvar í Skydstrup, Karup og Álaborg. Samstarfssamningurinn við Bandaríkjaher hefur legið fyrir frá því í desember 2023 samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Samningnum samkvæmt hafa Bandaríkin rétt á að hafa viðveru í völdum herstöðvum, geyma þar hernaðarbúnað og þjálfa hermenn. Hann gefur Bandaríkjamönnum einnig leyfi til að reka þrjár flugherstöðvar á áðurnefndum stöðum á Jótlandi. Hermenn sem hafa viðveru á fyrrnefndum herstöðvum lúta bandarískum lögum. Bandaríkin sjá þannig um að ákæra hermenn fremji þeir glæpi í Danmörku. Samningurinn gildir til tíu ára. Svik við dönsku þjóðina Mikil umræða hefur verið í Danmörku nýverið samningsins vegna og hefur gagnrýni á hann verið óvægin. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, segir samninginn þjóðhættulegan. „Þetta er samningur sem gerir það að verkum að það verði svæði í Danmörku sem lúti bandarískum lögum. Þar sem dönsk yfirvöld ráða ekki. Og þar sem illa getur verið farið með fanga,“ sagði hann á danska þinginu í gær. „Þetta eru gríðarleg svik við dönsku þjóðina,“ sagði hann. Það voru aðeins fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins sem greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins, ásamt utanflokkaþingmönnunum Theresu Scavenius og Jeppe Søe. Samkvæmt Politiken hafa fulltrúar SF verið gagnrýnir á samninginn en enduðu á því að greiða atkvæði með gildistöku hans. Mikilvægt að þétta raðirnar Mette Frederiksen forsætisráðherra segir afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkjunum sérstaklega á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Fulltrúar Enhedslisten og Alternativet hafa haldið því fram að það fullveldisafsal sem samningurinn feli í sér sé brot á stjórnarskrá Danmerkur. Ríkisstjórnarliðar segja það af og frá. „Í matinu er lögð áhersla á að dönsk yfirvöld beri aðalábyrgð á öryggi, bæði á og utan þeirra mannvirkja sem samingurinn nær til,“ er haft eftir Peter
Danmörk Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira