Börnin vilja sjá þá sænsku blóðga Eriku Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 14:31 Norah Guzlander er klár í að mæta Eriku Nótt í kvöld. Vísir/Bjarni Hin sænska Norah Guzlander, sem Erika Nótt ætlar að lumbra á í Kaplakrika í kvöld, veigrar sér að sjálfsögðu ekki við því að berjast við svo ungan andstæðing. Börnin hennar verða á svæðinu og gera skýra kröfu um að mamma „kýli meira og fastar“. Icebox hnefaleikaveislan verður haldin í áttunda sinn í Kaplakrika í kvöld og hefst bein útsending á Sýn Sport klukkan 20:20. Einn af hápunktum kvöldsins er uppgjör hinn 18 ára gömlu Eriku við hina sænsku Noruh sem hæglega gæti verið mamma hennar. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Noruh í Sportpakkanum á Sýn eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Eins og fyrr segir er Norah ekkert annað en spennt fyrir að mæta Eriku þó að aldursmunurinn á þeim sé mjög mikill: „Það er málið með hnefaleika, þeir eru svo töfrandi því allt getur gerst. Ég vanmet aldrei andstæðinga mína, sama hver aldur þeirra er eða hvaðan þeir koma,“ sagði sú sænska. Norah kom til Íslands með allri fjölskyldunni. Eiginmaður hennar hefur verið þjálfari hennar allan ferilinn og saman kenna þau börnum sínum tveimur að boxa. Krakkarnir verða á meðal áhorfenda í Kaplakrika í kvöld: „Já, þau verða það. Þau hafa séð marga bardaga og eru vön. Þau ólust upp í æfingasalnum. Ég tók þau með þegar þau voru ungabörn svo að þetta verður ekki vandamál,“ sagði Norah og kvað það ekki erfitt fyrir börnin að sjá mömmu sína taka við höggum og jafnvel blóðgast: „Nei, alls ekki. Þau öskra nú bara að ég eigi að kýla meira og fastar, og láta andstæðingnum blæða,“ sagði Norah lauflétt en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Bein útsending frá Icebox hefst klukkan 20:20 á Sýn Sport í kvöld. Hægt er að kaupa stakan viðburð í myndlyklum Sýnar og Símans. Einnig má kaupa viðburðinn hjá Livey. Upphitunarbardagarnir verða í beinni á Vísi klukkan 19.15. Box Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Icebox hnefaleikaveislan verður haldin í áttunda sinn í Kaplakrika í kvöld og hefst bein útsending á Sýn Sport klukkan 20:20. Einn af hápunktum kvöldsins er uppgjör hinn 18 ára gömlu Eriku við hina sænsku Noruh sem hæglega gæti verið mamma hennar. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Noruh í Sportpakkanum á Sýn eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Eins og fyrr segir er Norah ekkert annað en spennt fyrir að mæta Eriku þó að aldursmunurinn á þeim sé mjög mikill: „Það er málið með hnefaleika, þeir eru svo töfrandi því allt getur gerst. Ég vanmet aldrei andstæðinga mína, sama hver aldur þeirra er eða hvaðan þeir koma,“ sagði sú sænska. Norah kom til Íslands með allri fjölskyldunni. Eiginmaður hennar hefur verið þjálfari hennar allan ferilinn og saman kenna þau börnum sínum tveimur að boxa. Krakkarnir verða á meðal áhorfenda í Kaplakrika í kvöld: „Já, þau verða það. Þau hafa séð marga bardaga og eru vön. Þau ólust upp í æfingasalnum. Ég tók þau með þegar þau voru ungabörn svo að þetta verður ekki vandamál,“ sagði Norah og kvað það ekki erfitt fyrir börnin að sjá mömmu sína taka við höggum og jafnvel blóðgast: „Nei, alls ekki. Þau öskra nú bara að ég eigi að kýla meira og fastar, og láta andstæðingnum blæða,“ sagði Norah lauflétt en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Bein útsending frá Icebox hefst klukkan 20:20 á Sýn Sport í kvöld. Hægt er að kaupa stakan viðburð í myndlyklum Sýnar og Símans. Einnig má kaupa viðburðinn hjá Livey. Upphitunarbardagarnir verða í beinni á Vísi klukkan 19.15.
Box Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira