Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 15:06 APTOPIX India Plane Crash Parts of an Air India plane that crashed on Thursday are seen on top of a building in Ahmedabad, India, Friday, June 13, 2025. (AP Photo/Rafiq Maqbool) AP/Rafiq Maqbool Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. Mohan Naidu Kinjarapu, flugmálaráðherra Indlands, segir við breska ríkisútvarpið BBC að starfsmenn rannsóknarnefndar flugslysa hafi fundið flugritann innan 28 klukkustunda eftir slysið. Það muni hjálpa rannsókn á tildrögum slyssins verulega. AP-fréttastofan segir að flugritinn hafi fundist á húsþaki nærri staðnum þar sem vélin brotlenti. Rannsóknarnefndin sé byrjuð að rannsaka hann af fullum krafti. Tveir flugritar eru vanalega í flugvélum. Annar þeirra varðveitir upplýsingar um flugið sjálft eins og flughæð og hraða en hinn upptökur í stjórnklefa. AP segir að flugritinn sem fannst geymi gögn um flug vélarinnar og vísar í yfirlýsingu breskrar vélaverkfræðistofnunar. Auka eftirlit með þessari gerð Boeing-véla Óljóst er hvað olli því að vélin hrapaði. Veðuraðstæður voru hagfelldar. Tilgátur eru um að bilun hafi mögulega orðið í báðum hreyflum vélarinnar eða að hún hafi flogið inn í fuglager. Brak úr flugvélinni dreifðist yfir um tvö hundruð metra langt svæði. Hluti hennar lenti á gistiheimili fyrir lækna. Hluti af stéli hennar stóð út úr byggingunni eftir slysið. Indversk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað viðbótarathuganir á Boeing 787-8 og 787-9 vélum Air India í varúðarskyni í kjölfar slyssins. Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél af þessari gerð brotlendir með þessum hætti. Bandaríski flugvélaframleiðandinn átti hins vegar í verulegum vandræðum með Max-vélar sínar. Aðeins einn af þeim 242 sem voru um borð í Boeing 787-farþegaþotu Air India komst lífs af þegar hún hrapaði fimm mínútum eftir flugtak í gær. Þotan lenti á byggingum rétt frá flugvellinum en yfirvöld hafa ekki getað staðfest enn hversu margir fórust þar. Aðeins hefur verið staðfest að átta manns hafi farist utan vélarinnar. Mikill eldur kviknaði þegar flugvélin brotlenti á læknagarðinum. Beita hefur þurft erfðatækni til þess að bera kennsl á illa farin lík farþega og þeirra sem voru í byggingunni. Fastlega er búist við að líkamsleifar fleiri læknanema á næstu dögum. Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07 Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Mohan Naidu Kinjarapu, flugmálaráðherra Indlands, segir við breska ríkisútvarpið BBC að starfsmenn rannsóknarnefndar flugslysa hafi fundið flugritann innan 28 klukkustunda eftir slysið. Það muni hjálpa rannsókn á tildrögum slyssins verulega. AP-fréttastofan segir að flugritinn hafi fundist á húsþaki nærri staðnum þar sem vélin brotlenti. Rannsóknarnefndin sé byrjuð að rannsaka hann af fullum krafti. Tveir flugritar eru vanalega í flugvélum. Annar þeirra varðveitir upplýsingar um flugið sjálft eins og flughæð og hraða en hinn upptökur í stjórnklefa. AP segir að flugritinn sem fannst geymi gögn um flug vélarinnar og vísar í yfirlýsingu breskrar vélaverkfræðistofnunar. Auka eftirlit með þessari gerð Boeing-véla Óljóst er hvað olli því að vélin hrapaði. Veðuraðstæður voru hagfelldar. Tilgátur eru um að bilun hafi mögulega orðið í báðum hreyflum vélarinnar eða að hún hafi flogið inn í fuglager. Brak úr flugvélinni dreifðist yfir um tvö hundruð metra langt svæði. Hluti hennar lenti á gistiheimili fyrir lækna. Hluti af stéli hennar stóð út úr byggingunni eftir slysið. Indversk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað viðbótarathuganir á Boeing 787-8 og 787-9 vélum Air India í varúðarskyni í kjölfar slyssins. Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél af þessari gerð brotlendir með þessum hætti. Bandaríski flugvélaframleiðandinn átti hins vegar í verulegum vandræðum með Max-vélar sínar. Aðeins einn af þeim 242 sem voru um borð í Boeing 787-farþegaþotu Air India komst lífs af þegar hún hrapaði fimm mínútum eftir flugtak í gær. Þotan lenti á byggingum rétt frá flugvellinum en yfirvöld hafa ekki getað staðfest enn hversu margir fórust þar. Aðeins hefur verið staðfest að átta manns hafi farist utan vélarinnar. Mikill eldur kviknaði þegar flugvélin brotlenti á læknagarðinum. Beita hefur þurft erfðatækni til þess að bera kennsl á illa farin lík farþega og þeirra sem voru í byggingunni. Fastlega er búist við að líkamsleifar fleiri læknanema á næstu dögum.
Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07 Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35