Munnvatnið skiptir öllu máli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. júní 2025 22:01 Munnvatnið skiptir meira máli en margur heldur. Pawel Wewiorski Tannheilsa er ekki einungis spurning um fallegt bros, heldur er hún lykilatriði fyrir almennt heilbrigði, þar á meðal hjarta-, æða og mögulega heilaheilsu. Þetta segir Hrönn Róbertsdóttir tannlæknir, sem er gestur í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms. Bakteríur í munninum ferðast víða „Í dag erum við farin að átta okkur betur og betur á því að það er enginn heilbrigður sem er ekki með heilbrigðan munn,“ segir Hrönn. Rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli baktería sem valda tannholdsbólgu og sjúkdóma eins og Alzheimer, hjarta- og æðasjúkdóma og jafnvel fyrirburafæðinga. „Það að vera með bólgið tannhold er kannski svolítið eins og að vera með magasár. Þú ert þá komin með gegndræpt tannhold fyrir munnbakteríunum. Og ef við erum með slæmar bakteríur, þá eru þær farnar að hringsóla um blóðrásina. Þannig að það að vera með heilbrigðan munn snýst um miklu meira en fallegt bros, það snýst um almenna heilsu og heilbrigði.“ Hrönn bendir að á sínum tíma höfum við haldið að við gætum bara tannburstað og flosað okkur frá helstu vandamálum sem viðkoma tönnum, en tannheilsan snúist um svo miklu meira. Hún snúist að sjálfsögðu um hreinar tennur, þ.e. tannburstun, tannþráð og tungusköfu en líka um heilar tennur, heilbrigt tannhold, góð bein, mataræði og steinefna- og vítamínbúskap okkar. Munnöndun eykur líkur á slæmri tann- og munnheilsu „Munnvatnið gegnir lykilhlutverki í að viðhalda jafnvægi í munninum, bæði til að skola burtu bakteríum, vernda tannholdið og til að stýra sýrustigi,“ segir Hrönn og hún bendir á staðreynd sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir; áhrifum munnöndunar á munnvatnið og þar með á tannheilsu almennt. Munnöndun dregur úr áhrifum munnvatns og veldur munnþurrki og það segir Hrönn auka líkur á tannskemmdum og slæmri munnheilsu. Ráðleggur plástur á munninn á nóttunni til að styðja við neföndun Hún bendir á að það sé sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir munnöndun á næturnar þar sem munnvatnsframleiðsla minnkar. „Það er gríðarlega mikilvægt að sofa með lokaðan munn, það hjálpar til við að varðveita munnvatnið og bætir svefn. Þeir sem eiga ekki erfitt með neföndun ættu að nýta sér hjálp frá munnplástri til að halda vörunum lokuðum þegar þeir sofa.“ Hún segir að þeir sem séu með fyrirstöðu í nefi sem komi í veg fyrir neföndun ættu að leita aðstoðar læknis áður en þeir byrji að nota munnplástur. Varafyllingar geta ýtt undir tannholdsbólgu og jafnvel skekkt tennur Í þættinum bendir Hrönn á að það sé meira sem valdi munnþurrki í dag og verri tannheilsu. Það séu t.d. varafyllingar sem margar konur og jafnvel menn eru að fá sér nú til dags. „Þegar varafyllingarnar verða of stórar þá verður erfiðara að halda vörunum alveg lokuðum og þá ertu komin með opna varastöðu. Þá byrjar munnurinn að þorna og það getur ýtt undir munnöndun en við sjáum hjá þessum hópi meiri lit á tönnum og kannski frekar tannholdsbólgu og jafnvel ef að vörin lyftist það hátt upp og vinnur ekki á móti tönnunum að þær geta verið að færast aðeins fram þannig að þá er að myndast bil,“ segir Hrönn. Vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis mikilvæg Hrönn ræddi einnig mikilvægi mataræðis, tungunnar og stöðu hennar, mikilvægi þess að tyggja, auknar tannskemmdir hjá fólki í álagsíþróttum og margt fleira í þættinum en stóru skilaboðin eru að aukin vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis er mikilvæg. „Já, ég bara er fyrir forvarnir, minnstu mögulegu meðferð og að ekkert er betra en eigin tennur. Hvernig get ég reynt að verja og passa mínar tennur og mína munnheilsu og almennt heilbrigði?“ segir Hrönn. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Heilsa Tannheilsa Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Bakteríur í munninum ferðast víða „Í dag erum við farin að átta okkur betur og betur á því að það er enginn heilbrigður sem er ekki með heilbrigðan munn,“ segir Hrönn. Rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli baktería sem valda tannholdsbólgu og sjúkdóma eins og Alzheimer, hjarta- og æðasjúkdóma og jafnvel fyrirburafæðinga. „Það að vera með bólgið tannhold er kannski svolítið eins og að vera með magasár. Þú ert þá komin með gegndræpt tannhold fyrir munnbakteríunum. Og ef við erum með slæmar bakteríur, þá eru þær farnar að hringsóla um blóðrásina. Þannig að það að vera með heilbrigðan munn snýst um miklu meira en fallegt bros, það snýst um almenna heilsu og heilbrigði.“ Hrönn bendir að á sínum tíma höfum við haldið að við gætum bara tannburstað og flosað okkur frá helstu vandamálum sem viðkoma tönnum, en tannheilsan snúist um svo miklu meira. Hún snúist að sjálfsögðu um hreinar tennur, þ.e. tannburstun, tannþráð og tungusköfu en líka um heilar tennur, heilbrigt tannhold, góð bein, mataræði og steinefna- og vítamínbúskap okkar. Munnöndun eykur líkur á slæmri tann- og munnheilsu „Munnvatnið gegnir lykilhlutverki í að viðhalda jafnvægi í munninum, bæði til að skola burtu bakteríum, vernda tannholdið og til að stýra sýrustigi,“ segir Hrönn og hún bendir á staðreynd sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir; áhrifum munnöndunar á munnvatnið og þar með á tannheilsu almennt. Munnöndun dregur úr áhrifum munnvatns og veldur munnþurrki og það segir Hrönn auka líkur á tannskemmdum og slæmri munnheilsu. Ráðleggur plástur á munninn á nóttunni til að styðja við neföndun Hún bendir á að það sé sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir munnöndun á næturnar þar sem munnvatnsframleiðsla minnkar. „Það er gríðarlega mikilvægt að sofa með lokaðan munn, það hjálpar til við að varðveita munnvatnið og bætir svefn. Þeir sem eiga ekki erfitt með neföndun ættu að nýta sér hjálp frá munnplástri til að halda vörunum lokuðum þegar þeir sofa.“ Hún segir að þeir sem séu með fyrirstöðu í nefi sem komi í veg fyrir neföndun ættu að leita aðstoðar læknis áður en þeir byrji að nota munnplástur. Varafyllingar geta ýtt undir tannholdsbólgu og jafnvel skekkt tennur Í þættinum bendir Hrönn á að það sé meira sem valdi munnþurrki í dag og verri tannheilsu. Það séu t.d. varafyllingar sem margar konur og jafnvel menn eru að fá sér nú til dags. „Þegar varafyllingarnar verða of stórar þá verður erfiðara að halda vörunum alveg lokuðum og þá ertu komin með opna varastöðu. Þá byrjar munnurinn að þorna og það getur ýtt undir munnöndun en við sjáum hjá þessum hópi meiri lit á tönnum og kannski frekar tannholdsbólgu og jafnvel ef að vörin lyftist það hátt upp og vinnur ekki á móti tönnunum að þær geta verið að færast aðeins fram þannig að þá er að myndast bil,“ segir Hrönn. Vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis mikilvæg Hrönn ræddi einnig mikilvægi mataræðis, tungunnar og stöðu hennar, mikilvægi þess að tyggja, auknar tannskemmdir hjá fólki í álagsíþróttum og margt fleira í þættinum en stóru skilaboðin eru að aukin vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis er mikilvæg. „Já, ég bara er fyrir forvarnir, minnstu mögulegu meðferð og að ekkert er betra en eigin tennur. Hvernig get ég reynt að verja og passa mínar tennur og mína munnheilsu og almennt heilbrigði?“ segir Hrönn. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Heilsa Tannheilsa Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning