Nú horfir Real Madríd til Argentínu í leit að undrabörnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2025 17:47 Táningurinn Franco Mastantuono í sínum fyrsta A-landsleik. Marcelo Hernandez/Getty Images Undanfarin ár hefur Real Madríd horft til Brasilíu í leit að næstu stórstjörnu sinni. Nú horfir liðið til Argentínu og hefur hinn 17 ára gamli Franco Mastantuono samið um kaup og kjör við spænska stórveldið. Hann kostar þó skildinginn þrátt fyrir ungan aldur. Real hefur gert vel þegar kemur að því að kaupa unga og efnilega leikmenn frá Suður-Ameríku. Til þessa hafa þeir þó nær allir komið frá Brasilíu. Má nefna Vinícius Júnior, Rodrygo og nú síðast Endrick í því samhengi. Éder Militão gekk svo í raðir Real eftir eitt tímabil með Porto í Portúgal. Þar áður hafði hann leikið allan sinn feril með São Paulo í heimalandinu. Nú virðist sem Real hafi ákveðið að horfa til annarra landa í Suður-Ameríku en nýjasta vonarstjarna félagsins kemur frá Argentínu. Sá heitir Franco Mastantuono og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið einn A-landsleik fyrir þjóð sína. Sá leikur kom í 1-0 sigri á Síle í undankeppni HM. Er Mastantuono yngsti leikmaður í sögu argentíska A-landsliðsins. Miðjumaðurinn Mastantuono skrifar undir sex ára samning við Real. Tekur samningurinn gildi 14. ágúst næstkomandi þegar Mastantuono fagnar 18 ára afmæli sínu. Táningurinn kemur frá River Plate og mun kosta Real 45 milljónir evra eða rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna. 🚀 ¡Mastantuono, nuevo jugador del Real Madrid!#WelcomeMastantuono pic.twitter.com/o95654A9St— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 13, 2025 Eru þetta þriðju kaup Real í sumar en áður hafði liðið sótt Trent Alexander-Arnold á frjálsri sölu frá Liverpool og miðvörðinn Dean Huijsen frá Bournemouth. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Real hefur gert vel þegar kemur að því að kaupa unga og efnilega leikmenn frá Suður-Ameríku. Til þessa hafa þeir þó nær allir komið frá Brasilíu. Má nefna Vinícius Júnior, Rodrygo og nú síðast Endrick í því samhengi. Éder Militão gekk svo í raðir Real eftir eitt tímabil með Porto í Portúgal. Þar áður hafði hann leikið allan sinn feril með São Paulo í heimalandinu. Nú virðist sem Real hafi ákveðið að horfa til annarra landa í Suður-Ameríku en nýjasta vonarstjarna félagsins kemur frá Argentínu. Sá heitir Franco Mastantuono og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið einn A-landsleik fyrir þjóð sína. Sá leikur kom í 1-0 sigri á Síle í undankeppni HM. Er Mastantuono yngsti leikmaður í sögu argentíska A-landsliðsins. Miðjumaðurinn Mastantuono skrifar undir sex ára samning við Real. Tekur samningurinn gildi 14. ágúst næstkomandi þegar Mastantuono fagnar 18 ára afmæli sínu. Táningurinn kemur frá River Plate og mun kosta Real 45 milljónir evra eða rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna. 🚀 ¡Mastantuono, nuevo jugador del Real Madrid!#WelcomeMastantuono pic.twitter.com/o95654A9St— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 13, 2025 Eru þetta þriðju kaup Real í sumar en áður hafði liðið sótt Trent Alexander-Arnold á frjálsri sölu frá Liverpool og miðvörðinn Dean Huijsen frá Bournemouth.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira