Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2025 08:02 Nypan í vináttuleik gegn Manchester United. EPA-EFE/Ole Martin Wold Sverre Nypan er við það að vera staðfestur sem nýjasti leikmaður Manchester City. Um er að ræða 18 ára gamlan Norðmann sem spilar með Rosenborg í heimalandinu. Hann er talinn einn efnilegasti miðjumaður Evrópu um þessar mundir. Segja má að City fá leikmanninn á gjafverði ef miðað er við leikmannakaup annarra liða sem lærisveinar Pep Guardiola eru í baráttunni við. Kaupverðið er sagt vera 12 og hálf milljón punda eða rétt rúmir tveir milljarðar íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Nypan, sem hefur nú þegar spilað fyrir öll yngri landslið Noregs, verði lánaður út tímabilið 2025-26. Ekki kemur fram hvort hann fari aftur til Noregs eða þá eins af liðunum sem eru einnig undir eignarhaldi City Football Group. „Nypan er talinn eitt mesta efni í Noregi og hefur spilað á virkilega háu getustigi þrátt fyrir ungan aldur. Það er horft á hann sem næsta „stóra nafnið“ sem kemur úr efstu deild Noregs og því kemur ekki á óvart að hann sé að fara í stórlið. Það kemur þó örlítið á óvart að hann sé að fara til City svo ungur að árum,“ segir norski blaðamaðurinn Andreas Korssund í viðtali við BBC. Korssund nefnir Erling Haaland sem dæmi en hann fór fyrst til Red Bull Salzburg og svo til Borussia Dortmund áður en hann endaði hjá Man City. Svipaða sögu er að segja af Antonio Nusa sem fór fyrst til Club Brugge og svo til RB Leipzig. Nypan virðist ætla að feta í fótspor Martin Ödegaard - sem fór ungur að árum til Real Madríd og var svo lánaður út – og semja strax við stórlið. Ödegaard spilar í dag fyrir Arsenal. Nypan hefur spilað 70 leiki fyrir Rosenborg, skorað 14 mörk og gefið 11 stoðsendingar. Hann er sagður meiri alhliðaleikmaður en Ödegaard var á sínum tíma. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08 Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30 Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Segja má að City fá leikmanninn á gjafverði ef miðað er við leikmannakaup annarra liða sem lærisveinar Pep Guardiola eru í baráttunni við. Kaupverðið er sagt vera 12 og hálf milljón punda eða rétt rúmir tveir milljarðar íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Nypan, sem hefur nú þegar spilað fyrir öll yngri landslið Noregs, verði lánaður út tímabilið 2025-26. Ekki kemur fram hvort hann fari aftur til Noregs eða þá eins af liðunum sem eru einnig undir eignarhaldi City Football Group. „Nypan er talinn eitt mesta efni í Noregi og hefur spilað á virkilega háu getustigi þrátt fyrir ungan aldur. Það er horft á hann sem næsta „stóra nafnið“ sem kemur úr efstu deild Noregs og því kemur ekki á óvart að hann sé að fara í stórlið. Það kemur þó örlítið á óvart að hann sé að fara til City svo ungur að árum,“ segir norski blaðamaðurinn Andreas Korssund í viðtali við BBC. Korssund nefnir Erling Haaland sem dæmi en hann fór fyrst til Red Bull Salzburg og svo til Borussia Dortmund áður en hann endaði hjá Man City. Svipaða sögu er að segja af Antonio Nusa sem fór fyrst til Club Brugge og svo til RB Leipzig. Nypan virðist ætla að feta í fótspor Martin Ödegaard - sem fór ungur að árum til Real Madríd og var svo lánaður út – og semja strax við stórlið. Ödegaard spilar í dag fyrir Arsenal. Nypan hefur spilað 70 leiki fyrir Rosenborg, skorað 14 mörk og gefið 11 stoðsendingar. Hann er sagður meiri alhliðaleikmaður en Ödegaard var á sínum tíma.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08 Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30 Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08
Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30
Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47
Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00