Hver er í raun í fýlu? Daði Freyr Ólafsson skrifar 15. júní 2025 16:00 Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi. Það virðist vefjast fyrir sumum hvað raunverulegt hlutverk stjórnarandstöðu felur í sér. Hún er ekki til þess að klappa fyrir ríkisstjórninni, heldur til að veita aðhald, spyrja erfiðra spurninga og, þegar þörf krefur, tefja afgreiðslu umdeildra mála til að vekja athygli á lýðræðislegum, stjórnskipulegum og málsmeðferðarlegum áhyggjum. Að nýta tímann í þingsal til að rökstyðja andstöðu sína, jafnvel ítrekað, er hvorki „fýla“ né upphlaup, heldur eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu þingræði. Sú túlkun að stjórnarandstaðan vilji aðeins komast til valda og „væli“ yfir því að fá ekki að ráða, byggir á röngum forsendum og gefur lítið fyrir þau málefnalegu rök sem andstaðan hefur sett fram í þessari umræðu. Þar hefur verið bent á alvarleg stjórnskipuleg álitaefni, valdbeitingu í nefndum og skort á samtali og sáttaleit. Ábendingar af þessu tagi ber að meta út frá innihaldi, ekki afgreiða með því að stimpla þær sem tilfinningaviðbrögð. Þegar gagnrýni beinist eingöngu að framkomu stjórnarandstöðunnar, án þess að skoða aðgerðir og ábyrgð meirihlutans í sömu mynd, þá er augljóst að annað hvort skortir skilning á þinglegum verkferlum eða viljann til að horfast í augu við að lýðræði byggist á jafnvægi. Það er ekki slæmt að vera ósammála, það er ekki fýla að krefjast umræðu. Ef einhver er í fýlu, þá eru það þeir sem hafna samtali og afgreiða gagnrýni sem „væl“. Það er ekki stjórnarandstaðan sem hefur snúið baki við ábyrgri umræðu – það eru þeir sem telja að lýðræðið eigi aðeins við þegar þeim hentar. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi. Það virðist vefjast fyrir sumum hvað raunverulegt hlutverk stjórnarandstöðu felur í sér. Hún er ekki til þess að klappa fyrir ríkisstjórninni, heldur til að veita aðhald, spyrja erfiðra spurninga og, þegar þörf krefur, tefja afgreiðslu umdeildra mála til að vekja athygli á lýðræðislegum, stjórnskipulegum og málsmeðferðarlegum áhyggjum. Að nýta tímann í þingsal til að rökstyðja andstöðu sína, jafnvel ítrekað, er hvorki „fýla“ né upphlaup, heldur eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu þingræði. Sú túlkun að stjórnarandstaðan vilji aðeins komast til valda og „væli“ yfir því að fá ekki að ráða, byggir á röngum forsendum og gefur lítið fyrir þau málefnalegu rök sem andstaðan hefur sett fram í þessari umræðu. Þar hefur verið bent á alvarleg stjórnskipuleg álitaefni, valdbeitingu í nefndum og skort á samtali og sáttaleit. Ábendingar af þessu tagi ber að meta út frá innihaldi, ekki afgreiða með því að stimpla þær sem tilfinningaviðbrögð. Þegar gagnrýni beinist eingöngu að framkomu stjórnarandstöðunnar, án þess að skoða aðgerðir og ábyrgð meirihlutans í sömu mynd, þá er augljóst að annað hvort skortir skilning á þinglegum verkferlum eða viljann til að horfast í augu við að lýðræði byggist á jafnvægi. Það er ekki slæmt að vera ósammála, það er ekki fýla að krefjast umræðu. Ef einhver er í fýlu, þá eru það þeir sem hafna samtali og afgreiða gagnrýni sem „væl“. Það er ekki stjórnarandstaðan sem hefur snúið baki við ábyrgri umræðu – það eru þeir sem telja að lýðræðið eigi aðeins við þegar þeim hentar. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun