Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2025 07:00 Man United er með rándýran leikmannahóp sem getur þó ekki neitt. Vísir/Getty Images Lengi vel hefur sú mýta gengið manna á milli að enska knattspyrnufélagið Manchester United þurfi að borga meira til að fá leikmenn í sínar raðir heldur en önnur félög. Mýtan varð í raun að veruleika þegar Ed Woodward stýrði United-skútunni en hann er nú horfinn á braut og félagið hefur hreinlega ekki efni á að borga hinn svokallaða „Man United skatt“ í dag. Þegar Man United var upp á sitt besta í kringum og eftir aldamót hikaði Sir Alex Ferguson ekki að opna veskið ef hann taldi lið sitt þurfa á ákveðnum leikmanni að halda. Hann var þó einnig duglegur að finna ódýra gimsteina þess á milli. Sir Alex Ferguson og Rúben Amorim, þjálfari Man United í dag.Getty/Nick Potts Eftir að Sir Alex hætti þjálfun liðsins og Ed Woodward varð framkvæmdastjóri má segja að liðið hafi nær alltaf borgað uppsprengt verð. Dæmin eru endalaust en ef taka má mið af leikmannahópi liðsins í dag má nefna Casemiro, Antony og Rasmus Höjlund sem dæmi. Allir kostuðu fúlgur fjár þó það væri ljóst að þeir væru ekki verðsins verðugir. Woodward er hins vegar horfinn á braut og nú er öldin önnur hjá Rauðu djöflunum. Eftir eyðslu undanfarinna ára er veskið svo gott sem tómt. Það var því jákvætt að Matheus Cunha, nýjasti leikmaður liðsins, væri með klásúlu í samningi sínum við Úlfana sem gerði honum kleift að ganga til liðs við Man United á 62,5 milljón punda. Woodward hafði enga reynslu úr heimi knattspyrnunnar né þekkingu á leiknum þegar hann hóf störf fyrir Man United.Simon Stacpoole/Getty Images Það helsta sem þurfti að semja um var hvernig greiðslunni yrði skipt niður. Rauðu djöflarnir vildu fá að borga upphæðina á næstu fimm árum og svo fjórum. Úlfarnir vildu fá alla upphæðina á næstu tveimur árum. Endanlega niðurstaða er á milli félaganna en samningar virðast hafa nást nokkuð fljótt þar sem Cunha er genginn í raðir Man United. ESPN greinir svo frá því að Man United sé ekki tilbúið að borga hinn svokallaða „United skatt“ þegar kemur að leikmönnum á borð við Bryan Mbeumo, Antoine Semenyo og Eberechi Eze. Þá er félagið ekki tilbúið að gefa mönnum ofursamninga sem þeir myndu ekki fá annars staðar en í Sádi-Arabíu. Sem stendur er Omar Berrada, framkvæmdastjóri félagsins, að reyna byggja Man United upp á nýjan leik eftir dýr mistök ár eftir ár undanfarinn áratug. Staðan er hreinlega þannig að félagið má ekki við því að borga „United skattinn“ í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Mýtan varð í raun að veruleika þegar Ed Woodward stýrði United-skútunni en hann er nú horfinn á braut og félagið hefur hreinlega ekki efni á að borga hinn svokallaða „Man United skatt“ í dag. Þegar Man United var upp á sitt besta í kringum og eftir aldamót hikaði Sir Alex Ferguson ekki að opna veskið ef hann taldi lið sitt þurfa á ákveðnum leikmanni að halda. Hann var þó einnig duglegur að finna ódýra gimsteina þess á milli. Sir Alex Ferguson og Rúben Amorim, þjálfari Man United í dag.Getty/Nick Potts Eftir að Sir Alex hætti þjálfun liðsins og Ed Woodward varð framkvæmdastjóri má segja að liðið hafi nær alltaf borgað uppsprengt verð. Dæmin eru endalaust en ef taka má mið af leikmannahópi liðsins í dag má nefna Casemiro, Antony og Rasmus Höjlund sem dæmi. Allir kostuðu fúlgur fjár þó það væri ljóst að þeir væru ekki verðsins verðugir. Woodward er hins vegar horfinn á braut og nú er öldin önnur hjá Rauðu djöflunum. Eftir eyðslu undanfarinna ára er veskið svo gott sem tómt. Það var því jákvætt að Matheus Cunha, nýjasti leikmaður liðsins, væri með klásúlu í samningi sínum við Úlfana sem gerði honum kleift að ganga til liðs við Man United á 62,5 milljón punda. Woodward hafði enga reynslu úr heimi knattspyrnunnar né þekkingu á leiknum þegar hann hóf störf fyrir Man United.Simon Stacpoole/Getty Images Það helsta sem þurfti að semja um var hvernig greiðslunni yrði skipt niður. Rauðu djöflarnir vildu fá að borga upphæðina á næstu fimm árum og svo fjórum. Úlfarnir vildu fá alla upphæðina á næstu tveimur árum. Endanlega niðurstaða er á milli félaganna en samningar virðast hafa nást nokkuð fljótt þar sem Cunha er genginn í raðir Man United. ESPN greinir svo frá því að Man United sé ekki tilbúið að borga hinn svokallaða „United skatt“ þegar kemur að leikmönnum á borð við Bryan Mbeumo, Antoine Semenyo og Eberechi Eze. Þá er félagið ekki tilbúið að gefa mönnum ofursamninga sem þeir myndu ekki fá annars staðar en í Sádi-Arabíu. Sem stendur er Omar Berrada, framkvæmdastjóri félagsins, að reyna byggja Man United upp á nýjan leik eftir dýr mistök ár eftir ár undanfarinn áratug. Staðan er hreinlega þannig að félagið má ekki við því að borga „United skattinn“ í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira