Sunnudagsblús ríkisstjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar 15. júní 2025 19:03 Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess. Í dag boðaði forseti Alþingis til sunnudagsfundar, í þriðja skiptið í sögunni – án þess að brýn nauðsyn hafi staðið til, án samráðs við þingflokka og til þess eins að ræða bókun 35. Þessar fordæmalausu vendingar sýna glöggt stjórnleysi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki heldur flótta frá vönduðum vinnubrögðum. Þetta er ekki smávægilegt frávik frá reglum, hefðum og venjum – hér er þingsköpum og lýðræðislegu ferli fótum troðið. Það er meiri hlutinn sem fer með dagskrárvald á Alþingi, ekki stjórnarandstaðan. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á framgangi mála og þeirri ringulreið sem nú ríkir við þinglok. Það er forseta að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin – með samtali, ekki einhliða ákvörðunum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kveinka sér ekki yfir helgarvinnu, þvert á móti. Þingmenn flokksins vinna sem næst allar helgar og sinna skyldum sínum af heilum hug. Okkur þingmönnum flokksins þykir hins vegar of langt gengið þegar þess er krafist að setið sé undir vanhæfni annarra – á fundi sem þjónar ekki þjóðarhagsmunum heldur aðeins eiginhagsmunum ríkisstjórnar sem hefur misst tökin á eigin erindi og er komin í algjört öngstræti. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað gagnrýnt vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, enda eru ófá málin sem lögð hafa verið fram of seint og illa undirbúin, án samráðs eða áhrifamats. Til þess að bregðast við þeirri sjálfbökuðu stöðu hefur ríkisstjórnin gripið til sýndarráðstafana eins og þessarar, að boða þing á sunnudegi, í þeirri von að umræðan snúist um eitthvað allt annað en kjarna máls; sín eigin slælegu vinnubrögð. Boðun sunnudagsfundar, án raunverulegrar nauðsynjar og í trássi við hefðir og þingsköp er ekkert annað en birtingarmynd þess hvernig ríkisstjórn sem hefur misst tökin og grípur til þeirra örþrifaráða að sýna vald sitt í verki með því að kasta virðingu Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum á glæ. Það látum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki viðgangast óátalið. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess. Í dag boðaði forseti Alþingis til sunnudagsfundar, í þriðja skiptið í sögunni – án þess að brýn nauðsyn hafi staðið til, án samráðs við þingflokka og til þess eins að ræða bókun 35. Þessar fordæmalausu vendingar sýna glöggt stjórnleysi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki heldur flótta frá vönduðum vinnubrögðum. Þetta er ekki smávægilegt frávik frá reglum, hefðum og venjum – hér er þingsköpum og lýðræðislegu ferli fótum troðið. Það er meiri hlutinn sem fer með dagskrárvald á Alþingi, ekki stjórnarandstaðan. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á framgangi mála og þeirri ringulreið sem nú ríkir við þinglok. Það er forseta að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin – með samtali, ekki einhliða ákvörðunum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kveinka sér ekki yfir helgarvinnu, þvert á móti. Þingmenn flokksins vinna sem næst allar helgar og sinna skyldum sínum af heilum hug. Okkur þingmönnum flokksins þykir hins vegar of langt gengið þegar þess er krafist að setið sé undir vanhæfni annarra – á fundi sem þjónar ekki þjóðarhagsmunum heldur aðeins eiginhagsmunum ríkisstjórnar sem hefur misst tökin á eigin erindi og er komin í algjört öngstræti. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað gagnrýnt vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, enda eru ófá málin sem lögð hafa verið fram of seint og illa undirbúin, án samráðs eða áhrifamats. Til þess að bregðast við þeirri sjálfbökuðu stöðu hefur ríkisstjórnin gripið til sýndarráðstafana eins og þessarar, að boða þing á sunnudegi, í þeirri von að umræðan snúist um eitthvað allt annað en kjarna máls; sín eigin slælegu vinnubrögð. Boðun sunnudagsfundar, án raunverulegrar nauðsynjar og í trássi við hefðir og þingsköp er ekkert annað en birtingarmynd þess hvernig ríkisstjórn sem hefur misst tökin og grípur til þeirra örþrifaráða að sýna vald sitt í verki með því að kasta virðingu Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum á glæ. Það látum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki viðgangast óátalið. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun