Faðir Ingebrigtsen barnanna fékk fimmtán daga dóm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 09:06 Gjert Ingebrigtsen þjálfaði syni sína þá Henrik, Filip og Jacob Ingebrigtsen en var mjög harður húsbóndi. EPA-EFE/VIDAR RUUD Gjert Ingebrigtsen var í morgun dæmdur í fimmtán daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn barni sínu. Hann var þó sýknaður af því sem hann var sakaður um að hafa gert við son sinn Jakob Ingebrigtsen og sleppur við fangelsi. Ingebrigtsen fékk dóminn fyrir meðferð sína á dóttur sinni. Verdens Gang segir frá. Ingebrigtsen bræðurnir þrír hafa allir unnið til verðlauna á stórmótum en faðir þeirra þjálfaði þá lengi. Sá yngsti, Jakob, hefur unnið Ólympíugull en það var einmitt hann sem höfðaði mál gegn föður sínum ásamt systur sinni. Dómsmálið gegn Gjert Ingebrigtsen hefur vakið mikla athygli í Noregi en börn hans báru vitni gegn honum og sögðu frá hörðu andlegu og líkamlegu ofbeldi hans. Gjert hélt alltaf fram sakleysi sínu en dómsmálið tók sjö vikur. Meðal ákæranna voru að rassskella börnin með blautu handklæði, kýla þau í andlitið, sparka í kvið þeirra sem og að öskra og æpa á þau. Saksóknari sóttist eftir meira en tveggja ára fangelsi sem og fjögur hundruð þúsund norskum krónum í bætur en það eru í kringum fimm milljónir íslenskar. Yngri systir Jakob Ingebrigtsen hefur ekki búið heima hjá sér síðan að hann hýddi hana með blautu handklæði í janúar 2022. Verjendur Gjert sögðu hann saklausan af öllum ákærunum. Á endanum komst dómarinn að því að Gjert hefði ekki brotið á Jakob heldur aðeins á systur hans. Frjálsar íþróttir Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Gjert Ingebrigtsen þjálfar portúgalskan hlaupara þrátt fyrir að bíða niðurstöðu réttarhaldanna yfir honum. Hann er ásakaður um að hafa beitt börn sín ofbeldi. 21. maí 2025 08:01 Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Saksóknarar í máli norska hlaupaþjálfarans Gjerts Ingebrigtsen fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir honum fyrir illa meðferð á börnum hans tveimur, Jakob og Ingrid. 13. maí 2025 13:32 Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman. 10. apríl 2025 08:02 Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Eiginkona norska hlauparans Henriks Ingebrigtsen, Liva, lýsti atvikinu þegar Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína, Ingrid, með handklæði sem hryllilegu. 9. apríl 2025 09:35 Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Gjert Ingebrigtsen, pabbi og fyrrverandi þjálfari norsku hlaupabræðranna sem kærðu hann fyrir ofbeldi, var með skýrar reglur varðandi eiginkonur þeirra og æfingar. 3. apríl 2025 08:05 Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Á leynilegri upptöku sakaði norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen syni sína um að eyðileggja mannorð sitt. 2. apríl 2025 07:32 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira
Ingebrigtsen fékk dóminn fyrir meðferð sína á dóttur sinni. Verdens Gang segir frá. Ingebrigtsen bræðurnir þrír hafa allir unnið til verðlauna á stórmótum en faðir þeirra þjálfaði þá lengi. Sá yngsti, Jakob, hefur unnið Ólympíugull en það var einmitt hann sem höfðaði mál gegn föður sínum ásamt systur sinni. Dómsmálið gegn Gjert Ingebrigtsen hefur vakið mikla athygli í Noregi en börn hans báru vitni gegn honum og sögðu frá hörðu andlegu og líkamlegu ofbeldi hans. Gjert hélt alltaf fram sakleysi sínu en dómsmálið tók sjö vikur. Meðal ákæranna voru að rassskella börnin með blautu handklæði, kýla þau í andlitið, sparka í kvið þeirra sem og að öskra og æpa á þau. Saksóknari sóttist eftir meira en tveggja ára fangelsi sem og fjögur hundruð þúsund norskum krónum í bætur en það eru í kringum fimm milljónir íslenskar. Yngri systir Jakob Ingebrigtsen hefur ekki búið heima hjá sér síðan að hann hýddi hana með blautu handklæði í janúar 2022. Verjendur Gjert sögðu hann saklausan af öllum ákærunum. Á endanum komst dómarinn að því að Gjert hefði ekki brotið á Jakob heldur aðeins á systur hans.
Frjálsar íþróttir Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Gjert Ingebrigtsen þjálfar portúgalskan hlaupara þrátt fyrir að bíða niðurstöðu réttarhaldanna yfir honum. Hann er ásakaður um að hafa beitt börn sín ofbeldi. 21. maí 2025 08:01 Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Saksóknarar í máli norska hlaupaþjálfarans Gjerts Ingebrigtsen fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir honum fyrir illa meðferð á börnum hans tveimur, Jakob og Ingrid. 13. maí 2025 13:32 Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman. 10. apríl 2025 08:02 Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Eiginkona norska hlauparans Henriks Ingebrigtsen, Liva, lýsti atvikinu þegar Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína, Ingrid, með handklæði sem hryllilegu. 9. apríl 2025 09:35 Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Gjert Ingebrigtsen, pabbi og fyrrverandi þjálfari norsku hlaupabræðranna sem kærðu hann fyrir ofbeldi, var með skýrar reglur varðandi eiginkonur þeirra og æfingar. 3. apríl 2025 08:05 Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Á leynilegri upptöku sakaði norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen syni sína um að eyðileggja mannorð sitt. 2. apríl 2025 07:32 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira
Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Gjert Ingebrigtsen þjálfar portúgalskan hlaupara þrátt fyrir að bíða niðurstöðu réttarhaldanna yfir honum. Hann er ásakaður um að hafa beitt börn sín ofbeldi. 21. maí 2025 08:01
Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Saksóknarar í máli norska hlaupaþjálfarans Gjerts Ingebrigtsen fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir honum fyrir illa meðferð á börnum hans tveimur, Jakob og Ingrid. 13. maí 2025 13:32
Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman. 10. apríl 2025 08:02
Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Eiginkona norska hlauparans Henriks Ingebrigtsen, Liva, lýsti atvikinu þegar Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína, Ingrid, með handklæði sem hryllilegu. 9. apríl 2025 09:35
Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Gjert Ingebrigtsen, pabbi og fyrrverandi þjálfari norsku hlaupabræðranna sem kærðu hann fyrir ofbeldi, var með skýrar reglur varðandi eiginkonur þeirra og æfingar. 3. apríl 2025 08:05
Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Á leynilegri upptöku sakaði norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen syni sína um að eyðileggja mannorð sitt. 2. apríl 2025 07:32