Sóun á Alþingi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:02 Ég er búin að skrifa byrjun þessa pistils fjórtán sinnum. Sex sinnum á hnyttinn hátt, fimm sinnum á alvarlegum nótum og svo þrisvar með myndlíkingum. En ég þarf í raun bara eitt orð til þess að hefja pistilinn, kjarna málið og kveðja: SÓUN. SÓUN upphaf: Ég hef fylgst vel með fjölmiðlum og samfélagsumræðunni af áhuga síðan ég var barn. Í bland við ástríðu mína fyrir því tala myndast oft hinn fullkomni stormur. Ég stend í rökræðum um málefni líðandi stundar á nánast öllum mannamótum sem ég fer á, nánustu fjölskyldu til mismikillar skemmtunar. Við slíkar aðstæður er fólk í fríi, njóta lífsins og sinna félagslegri þörf sinni. Spila leiki í áhugamannadeildinni í tali ef svo má að orði komast. Einhverjir áhugamenn ná þeim árangri að verða atvinnumenn í tali í gegnum til dæmis fræðslu, kennslu, þjálfun eða sölustörf og fá þá greitt fyrir að tala. Ég er ein af þeim. Ég hef oft sagt hluti sem hefur komið mér í vandræði, ég hef verið útskúfuð eða falin á samfélagsmiðlum og ég stamaði meira að segja á tímabili, því ég var að reyna að segja of mikið of hratt. Ég hef oft gerst sek um að sóa tíma mínum og tíma annarra með tilgangslausum orðum og einhverjum gæti fundist orðin í þessum pistli vera sóun. SÓUN kjarni: Síðustu ár hef ég gapað oftar en ég kæri mig um að segja frá yfir sóun á háttvirtu Alþingi Íslendinga. Í mínum augum að þá á sú stofnun að vera fyrirmynd alls þess sem undir kemur, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Höfuð samfélagsins og sá staður þar sem færni til rökræðu á ekki að eiga sér nein mörk. Þar hefur þó engin rökrætt svo árum skiptir, því til þess að rökræða að þá þarf að hlusta, byggja rök ofan á síðustu rökum, ígrunda og greina. Það sem er að eiga sér stað þessi misserin í þingsal er eitthvað allt annað. 19 ára systir mín sem er að útskrifast úr menntaskóla kjarnaði þetta vel þegar hún sagði ,,þingmenn segja bara einhver stór orð, það skiptir ekki máli hvað þau þýða.” Virðing og traust almennings á Alþingi er mölbrotið og fer minnkandi og kjarnast ágætlega í þessum orðum einstaklings sem er nýkomin með kosningarétt og á að vera spennt og jákvæð fyrir lýðræðislegri umræðu og þátttöku. Háttvirtri stjórnarandstöðu er umhugað um virðingu stjórnarflokkana fyrir hefðum, siðum og verklagi þings þegar rót vandans er eigin sóun. Almenningur skynjar virðingaleysi þingmanna fyrir störfum sínum sem birtist með tilviljanakenndri mætingu á þing, ræðum sem innihalda stór og þýðingarlaus orð, bitlausum skotum á milli flokka og frasafreti í stöðuuppfærslum samfélagsmiðla. Allt þetta er sóun á tíma og fé. SÓUN kveðja: Tilgangur þessa pistils er að koma á framfæri áskorun til þingmanna um að gera betur með því að vera betri, sýna meiri virðingu fyrir starfinu í efri deild atvinnumanna í tali og hætta að sóa orðum ykkar. Mætið í ræðustól með rök fyrir því að vera með eða á móti, skrifið greinar og pistla og stöðuuppfærslur tilbúin til þess að rökræða. Farið í boltann, ekki manninn. Verið fyrirmynd fyrir okkur atvinnumenn í neðri deild og vinnið ykkur traust og virðingu almennings á ný. Því það er stærsta og óhugnalegasta ógnin við lýðræðið og fullveldið. Ekki Bókun 35, ekki veiðigjöldin og sannarlega ekki stjórnarflokkarnir. Höfundur er annar varaþingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og atvinnumaður í tali, neðri deild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er búin að skrifa byrjun þessa pistils fjórtán sinnum. Sex sinnum á hnyttinn hátt, fimm sinnum á alvarlegum nótum og svo þrisvar með myndlíkingum. En ég þarf í raun bara eitt orð til þess að hefja pistilinn, kjarna málið og kveðja: SÓUN. SÓUN upphaf: Ég hef fylgst vel með fjölmiðlum og samfélagsumræðunni af áhuga síðan ég var barn. Í bland við ástríðu mína fyrir því tala myndast oft hinn fullkomni stormur. Ég stend í rökræðum um málefni líðandi stundar á nánast öllum mannamótum sem ég fer á, nánustu fjölskyldu til mismikillar skemmtunar. Við slíkar aðstæður er fólk í fríi, njóta lífsins og sinna félagslegri þörf sinni. Spila leiki í áhugamannadeildinni í tali ef svo má að orði komast. Einhverjir áhugamenn ná þeim árangri að verða atvinnumenn í tali í gegnum til dæmis fræðslu, kennslu, þjálfun eða sölustörf og fá þá greitt fyrir að tala. Ég er ein af þeim. Ég hef oft sagt hluti sem hefur komið mér í vandræði, ég hef verið útskúfuð eða falin á samfélagsmiðlum og ég stamaði meira að segja á tímabili, því ég var að reyna að segja of mikið of hratt. Ég hef oft gerst sek um að sóa tíma mínum og tíma annarra með tilgangslausum orðum og einhverjum gæti fundist orðin í þessum pistli vera sóun. SÓUN kjarni: Síðustu ár hef ég gapað oftar en ég kæri mig um að segja frá yfir sóun á háttvirtu Alþingi Íslendinga. Í mínum augum að þá á sú stofnun að vera fyrirmynd alls þess sem undir kemur, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Höfuð samfélagsins og sá staður þar sem færni til rökræðu á ekki að eiga sér nein mörk. Þar hefur þó engin rökrætt svo árum skiptir, því til þess að rökræða að þá þarf að hlusta, byggja rök ofan á síðustu rökum, ígrunda og greina. Það sem er að eiga sér stað þessi misserin í þingsal er eitthvað allt annað. 19 ára systir mín sem er að útskrifast úr menntaskóla kjarnaði þetta vel þegar hún sagði ,,þingmenn segja bara einhver stór orð, það skiptir ekki máli hvað þau þýða.” Virðing og traust almennings á Alþingi er mölbrotið og fer minnkandi og kjarnast ágætlega í þessum orðum einstaklings sem er nýkomin með kosningarétt og á að vera spennt og jákvæð fyrir lýðræðislegri umræðu og þátttöku. Háttvirtri stjórnarandstöðu er umhugað um virðingu stjórnarflokkana fyrir hefðum, siðum og verklagi þings þegar rót vandans er eigin sóun. Almenningur skynjar virðingaleysi þingmanna fyrir störfum sínum sem birtist með tilviljanakenndri mætingu á þing, ræðum sem innihalda stór og þýðingarlaus orð, bitlausum skotum á milli flokka og frasafreti í stöðuuppfærslum samfélagsmiðla. Allt þetta er sóun á tíma og fé. SÓUN kveðja: Tilgangur þessa pistils er að koma á framfæri áskorun til þingmanna um að gera betur með því að vera betri, sýna meiri virðingu fyrir starfinu í efri deild atvinnumanna í tali og hætta að sóa orðum ykkar. Mætið í ræðustól með rök fyrir því að vera með eða á móti, skrifið greinar og pistla og stöðuuppfærslur tilbúin til þess að rökræða. Farið í boltann, ekki manninn. Verið fyrirmynd fyrir okkur atvinnumenn í neðri deild og vinnið ykkur traust og virðingu almennings á ný. Því það er stærsta og óhugnalegasta ógnin við lýðræðið og fullveldið. Ekki Bókun 35, ekki veiðigjöldin og sannarlega ekki stjórnarflokkarnir. Höfundur er annar varaþingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og atvinnumaður í tali, neðri deild.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar