Þjónusta við konur með endómetríósu tryggð Alma D. Möller skrifar 16. júní 2025 15:03 Aðgerðir fyrir konur með endómetríósu tryggður út þetta ár og komið á samtali um framtíðarþjónustu fyrir þennan hóp. Endómetríósa er langvinnur sjúkdómur sem getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði kvenna, frjósemi, atvinnuþáttöku og heilsu. Þrátt fyrir þetta hefur sjúkdómurinn sögulega séð, setið á hakanum innan heilbrigðiskerfisins – bæði hérlendis og erlendis. Það er sem betur fer að breytast. Undanfarin ár hefur átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi sem hefur bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Áhersla hefur verið lögð á vitundarvakningu meðal heilbrigðisstarfsfólks, að stytta bið eftir greiningu og meðferð og á þverfaglega þjónustu. Í flestum tilvikum dugar hormónameðferð til að halda sjúkdómnum í skefjum en mikilvægt er að hefja meðferð snemma og huga jafnframt að sálfæðilegum og félagslegum áhrifum. Engu að síður er á hverju ári hópur kvenna sem þarf á skurðaðgerð vegna endómetríósu að halda. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hefur tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt er þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HSN á Akranesi. Mikilvægt er að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þarf samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Samfelld, sanngjörn og örugg þjónusta er markmiðið Heilbrigðisráðuneytið hefur að undanförnu átt viðræður við Landspítala og Klíníkina þar sem áhersla hefur verið lögð á samstarf þjónustuveitenda og jafnt aðgengi að sambærilegri og öruggri þjónustu. Til að svo geti orðið verða þjónustuveitendur að auka með sér samstarf og koma sér saman um sameiginleg viðmið um þjónustuna. Aðgerðir til framtíðar Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þarf að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, hormónameðferð, skurðaðgerðir og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar. Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þarf að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veitir yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðlar að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verður gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu 3–5 ára sem byggir bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verður lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Næstu skref Það er mikilvægt að tryggja að ekki verði rof í þjónustu við konur með endómetríósu. Í ljósi þess að Klíníkin hefur þegar framkvæmt þær 100 aðgerðir sem samið var um á þessu ári, hef ég ákveðið að fela sjúkratryggingu að semja um fleiri aðgerðir til að mæta þörf á árinu. Samhliða verður unnið að þeim verkefnum sem ég hef þegar lýst til að skipuleggja þessa þjónustu sem best til framtíðar. Áhersla verður þannig lögð á að tryggja konum með endómetríósu fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Það er stefna ríkisstjórnarinnar og Samfylkingarinnar að nýta kosti blandaðs heilbrigðiskerfis þar sem virkjaðir eru kraftar og styrkleikar opinbera heilbrigðiskerfisins og sjálfstætt starfandi aðila. Það er skýr stefna okkar að aðgengi að heilbrigðisþjónustu eigi að byggja á þörf og vera jafnt fyrir alla óháð efnahag. Það er því einbeittur vilji minn að allar konur með endómetríósu fái þá meðferð sem þær þurfa. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Aðgerðir fyrir konur með endómetríósu tryggður út þetta ár og komið á samtali um framtíðarþjónustu fyrir þennan hóp. Endómetríósa er langvinnur sjúkdómur sem getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði kvenna, frjósemi, atvinnuþáttöku og heilsu. Þrátt fyrir þetta hefur sjúkdómurinn sögulega séð, setið á hakanum innan heilbrigðiskerfisins – bæði hérlendis og erlendis. Það er sem betur fer að breytast. Undanfarin ár hefur átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi sem hefur bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Áhersla hefur verið lögð á vitundarvakningu meðal heilbrigðisstarfsfólks, að stytta bið eftir greiningu og meðferð og á þverfaglega þjónustu. Í flestum tilvikum dugar hormónameðferð til að halda sjúkdómnum í skefjum en mikilvægt er að hefja meðferð snemma og huga jafnframt að sálfæðilegum og félagslegum áhrifum. Engu að síður er á hverju ári hópur kvenna sem þarf á skurðaðgerð vegna endómetríósu að halda. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hefur tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt er þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HSN á Akranesi. Mikilvægt er að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þarf samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Samfelld, sanngjörn og örugg þjónusta er markmiðið Heilbrigðisráðuneytið hefur að undanförnu átt viðræður við Landspítala og Klíníkina þar sem áhersla hefur verið lögð á samstarf þjónustuveitenda og jafnt aðgengi að sambærilegri og öruggri þjónustu. Til að svo geti orðið verða þjónustuveitendur að auka með sér samstarf og koma sér saman um sameiginleg viðmið um þjónustuna. Aðgerðir til framtíðar Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þarf að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, hormónameðferð, skurðaðgerðir og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar. Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þarf að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veitir yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðlar að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verður gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu 3–5 ára sem byggir bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verður lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Næstu skref Það er mikilvægt að tryggja að ekki verði rof í þjónustu við konur með endómetríósu. Í ljósi þess að Klíníkin hefur þegar framkvæmt þær 100 aðgerðir sem samið var um á þessu ári, hef ég ákveðið að fela sjúkratryggingu að semja um fleiri aðgerðir til að mæta þörf á árinu. Samhliða verður unnið að þeim verkefnum sem ég hef þegar lýst til að skipuleggja þessa þjónustu sem best til framtíðar. Áhersla verður þannig lögð á að tryggja konum með endómetríósu fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Það er stefna ríkisstjórnarinnar og Samfylkingarinnar að nýta kosti blandaðs heilbrigðiskerfis þar sem virkjaðir eru kraftar og styrkleikar opinbera heilbrigðiskerfisins og sjálfstætt starfandi aðila. Það er skýr stefna okkar að aðgengi að heilbrigðisþjónustu eigi að byggja á þörf og vera jafnt fyrir alla óháð efnahag. Það er því einbeittur vilji minn að allar konur með endómetríósu fái þá meðferð sem þær þurfa. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun