Rappa á lýðveldishátíð í tívolíinu: „Heyri eiginlega bara íslensku hérna“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2025 14:31 Jói Pé og Króli troða upp á lýðveldishátíð í tívolíinu í Kaupmannahöfn í kvöld. Króli Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur víðar en á Íslandi. Í tívolíinu í Kaupmannahöfn fer fram hátíðardagskrá í tilefni dagsins þar sem Helgi Björnsson, karlakórinn Fóstbræður og Jói Pé og Króli koma fram. Í fréttatilkynningu frá tívolíinu í Kaupmannahöfn er gerð grein fyrir dagskránni en um er að ræða fjórða skiptið sem haldið er upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í tívolíinu. Ávarp sendiherra, íslenskur markaður, andlitsmálning og tónlistaratriði eru meðal dagskrárliða. Fréttastofa náði tali af Króla, öðrum meðlimi rapp-tvíeykisins Jóa Pé og Króla, en þeir verða með tónleika í tívolíinu í kvöld ásamt danska rapparanum Ussel. „Ég er búinn að vera að ganga hérna um í hálftíma og ég heyri eiginlega bara íslensku. Þannig að ég veit ekki hvort við séum að fara að tala íslensku eða dönsku eða ensku í kvöld,“ segir Króli í samtali við fréttastofu. Hann vonast til að sjá sem flesta Íslendinga á hátíðartónleikunum sem, ólíkt hér á landi, fara fram í þvílíkri bongóblíðu. Heiðskírt er og rúmlega tuttugu stiga hiti í borginni í dag. „Ég horfði á karlakórinn Fóstbræður hérna áðan syngja mörgæsafötunum. Ég vorkenni þeim að þurfa að vera í þessum fötum í þessu heita veðri,“ segir Króli sem velur hlýrabolinn hiklaust fram yfir kjólfötin. Jói Pé og Króli, ásamt Ussel, gáfu út plötuna Scandipain Vol. 2 á dögunum. „Við tókum plötuna upp í janúar þegar við vorum hérna í Danmörku. Við hoppuðum í stúdíóið í þrjá daga og drituðum út lögum, mjög gaman,“ segir Króli. Þremenningarnir ætla meðal annars að spila lög af nýju plötunni í kvöld. 17. júní Danmörk Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04 Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53 Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá tívolíinu í Kaupmannahöfn er gerð grein fyrir dagskránni en um er að ræða fjórða skiptið sem haldið er upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í tívolíinu. Ávarp sendiherra, íslenskur markaður, andlitsmálning og tónlistaratriði eru meðal dagskrárliða. Fréttastofa náði tali af Króla, öðrum meðlimi rapp-tvíeykisins Jóa Pé og Króla, en þeir verða með tónleika í tívolíinu í kvöld ásamt danska rapparanum Ussel. „Ég er búinn að vera að ganga hérna um í hálftíma og ég heyri eiginlega bara íslensku. Þannig að ég veit ekki hvort við séum að fara að tala íslensku eða dönsku eða ensku í kvöld,“ segir Króli í samtali við fréttastofu. Hann vonast til að sjá sem flesta Íslendinga á hátíðartónleikunum sem, ólíkt hér á landi, fara fram í þvílíkri bongóblíðu. Heiðskírt er og rúmlega tuttugu stiga hiti í borginni í dag. „Ég horfði á karlakórinn Fóstbræður hérna áðan syngja mörgæsafötunum. Ég vorkenni þeim að þurfa að vera í þessum fötum í þessu heita veðri,“ segir Króli sem velur hlýrabolinn hiklaust fram yfir kjólfötin. Jói Pé og Króli, ásamt Ussel, gáfu út plötuna Scandipain Vol. 2 á dögunum. „Við tókum plötuna upp í janúar þegar við vorum hérna í Danmörku. Við hoppuðum í stúdíóið í þrjá daga og drituðum út lögum, mjög gaman,“ segir Króli. Þremenningarnir ætla meðal annars að spila lög af nýju plötunni í kvöld.
17. júní Danmörk Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04 Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53 Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04
Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53
Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28