„Mætum einu besta liði landsins“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 13:32 Vestramenn hafa verið á miklu flugi í sumar. vísir/Anton Sigurður Heiðar Höskuldsson og lærisveinar hans í Þór þurfa að finna leiðir til að stöðva „eitt besta lið landsins“ í dag þegar Þórsarar sækja Vestra heim í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Vestramenn hafa átt stókostlegt tímabil hingað til og eru aðeins fjórum stigum frá toppsæti Bestu deildarinnar, með 19 stig eftir 11 umferðir. Þeir ætla sér svo að slá út Lengjudeildarlið Þórs í dag og komast þannig í undanúrslit Mjólkurbikarsins en ekki ef Sigurður og hans menn fá einhverju ráðið. „Við erum að fara að mæta einu besta liði landsins, og einu best skipulagða liðinu. Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Sigurður í dag við íþróttadeild Sýnar og hélt áfram: „Þeir eru búnir að fá á sig sjö mörk í deildinni, svo að varnarleikurinn þeirra er mjög sterkur. Hins vegar ættu þeir kannski að vera búnir að fá aðeins fleiri mörk á sig heldur en þeir hafa fengið. Tölfræðin sýnir það. Við þurfum því að vera aðeins meira „clinical“ fyrir framan markið heldur en liðin í efstu deild hafa verið á móti þeim. Við munum reyna að særa þá.“ Sigurður Höskuldsson er þjálfari Þórsara.Skjáskot Sigurður var í Hrútafirði og á leið vestur þegar rætt var við hann í morgun. Hann þekkir ágætlega til fyrir vestan eftir að hafa spilað með Bolungarvík árið 2005. „Ég átti frábært sumar á Bolungarvík 2005 þannig að því fylgja klárlega hlýjar tilfinningar að fara vestur,“ sagði Sigurður. Leikmenn hans eru ekki síður spenntir enda aðeins tveimur leikjum frá bikarúrslitaleik. Þurfa að trompa stemninguna í liði Vestra „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði stemning í Þórsliðinu og mér líður eins og það sé þannig. Vestraliðið er búið að fara þetta svolítið áfram á stemningu og góðri liðsheild, sem sést á vellinum, og við þurfum einhvern veginn að reyna að trompa það með stemningu í okkar liði. Miðað við hvernig menn voru á æfingu í gær og slíkt þá held ég að það sé góður möguleiki á því, og að við getum gert eitthvað fyrir vestan,“ sagði Sigurður. Ibrahima Balde missir af því að mæta sínum gömlu liðsfélögum fyrir vestan því hann er í leikbanni, líkt og Aron Ingi Magnússon. Þá verða Vestramenn án Jeppe Pedersen sem tekur út leikbann. „Það hefur sín áhrif og við leggjum leikinn aðeins öðruvísi upp þegar þeir [Aron og Balde] eru ekki með. En það kemur maður í manns stað. Einhverjir meiddir og smá skörð höggvin í liðið en það stíga þá aðrir upp og fá tækifærið. Þetta breytir aðeins leikstílnum en ekki þannig að okkar einkenni muni ekki sjást í dag,“ segir Sigurður. Leikur Vestra og Þórs hefst klukkan 17:30. Mjólkurbikar karla Vestri Þór Akureyri Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Vestramenn hafa átt stókostlegt tímabil hingað til og eru aðeins fjórum stigum frá toppsæti Bestu deildarinnar, með 19 stig eftir 11 umferðir. Þeir ætla sér svo að slá út Lengjudeildarlið Þórs í dag og komast þannig í undanúrslit Mjólkurbikarsins en ekki ef Sigurður og hans menn fá einhverju ráðið. „Við erum að fara að mæta einu besta liði landsins, og einu best skipulagða liðinu. Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Sigurður í dag við íþróttadeild Sýnar og hélt áfram: „Þeir eru búnir að fá á sig sjö mörk í deildinni, svo að varnarleikurinn þeirra er mjög sterkur. Hins vegar ættu þeir kannski að vera búnir að fá aðeins fleiri mörk á sig heldur en þeir hafa fengið. Tölfræðin sýnir það. Við þurfum því að vera aðeins meira „clinical“ fyrir framan markið heldur en liðin í efstu deild hafa verið á móti þeim. Við munum reyna að særa þá.“ Sigurður Höskuldsson er þjálfari Þórsara.Skjáskot Sigurður var í Hrútafirði og á leið vestur þegar rætt var við hann í morgun. Hann þekkir ágætlega til fyrir vestan eftir að hafa spilað með Bolungarvík árið 2005. „Ég átti frábært sumar á Bolungarvík 2005 þannig að því fylgja klárlega hlýjar tilfinningar að fara vestur,“ sagði Sigurður. Leikmenn hans eru ekki síður spenntir enda aðeins tveimur leikjum frá bikarúrslitaleik. Þurfa að trompa stemninguna í liði Vestra „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði stemning í Þórsliðinu og mér líður eins og það sé þannig. Vestraliðið er búið að fara þetta svolítið áfram á stemningu og góðri liðsheild, sem sést á vellinum, og við þurfum einhvern veginn að reyna að trompa það með stemningu í okkar liði. Miðað við hvernig menn voru á æfingu í gær og slíkt þá held ég að það sé góður möguleiki á því, og að við getum gert eitthvað fyrir vestan,“ sagði Sigurður. Ibrahima Balde missir af því að mæta sínum gömlu liðsfélögum fyrir vestan því hann er í leikbanni, líkt og Aron Ingi Magnússon. Þá verða Vestramenn án Jeppe Pedersen sem tekur út leikbann. „Það hefur sín áhrif og við leggjum leikinn aðeins öðruvísi upp þegar þeir [Aron og Balde] eru ekki með. En það kemur maður í manns stað. Einhverjir meiddir og smá skörð höggvin í liðið en það stíga þá aðrir upp og fá tækifærið. Þetta breytir aðeins leikstílnum en ekki þannig að okkar einkenni muni ekki sjást í dag,“ segir Sigurður. Leikur Vestra og Þórs hefst klukkan 17:30.
Mjólkurbikar karla Vestri Þór Akureyri Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira