Hvað liggur í þessum ólgusjó? Ástþór Ólafsson skrifar 18. júní 2025 12:32 Af hverju er samfélagið á heljarþröm? Er það vegna einhvers sem blasir við á yfirborðinu – eða leynist eitthvað dýpra? Við höfum flest orðið vör við mikla reiði, hatur og innri togstreitu sem brýst fram á ýmsan hátt. Margt má nefna sem hugsanlega áhrifaþætti, til dæmis stríðsátök í heiminum, pólitískar átakalínur, hvernig landinu hefur verið stjórnað áratugum saman, bankahrunið sem hefur ekki verið nægilega unnið úr, áhrif COVID og ekki síst hvernig stjórnvöld hafa haldið á landamæramálum. Allt þetta getur ýtt undir upplausn og skapað óvissu, sem leiðir til orðræðu á suðupunkti. Þetta eru þættir sem liggja á yfirborðinu og birtast endurtekið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. En það sem ekki sést – það sem er falið – getur verið rótin að djúpum tilfinningalegum vanda sem snertir líf einstaklinga. Mig langar að skoða þetta frá sjónarhorni föðurlegs uppeldis og ástar. Kannski liggur þar útskýringin á þeirri reiði, hatri og togstreitu sem við sjáum brjótast út í samfélaginu. Fjarlægður faðir Engar opinberar upplýsingar eru til um hversu margir drengir á Íslandi alast upp föðurlausir. Þetta er erfitt að skrá, því margar ástæður geta legið að baki: skilnaður, dauðsfall, útskúfun föður úr fjölskyldunni eða eigið val hans um að hverfa úr lífi barnsins. Eitt er þó vitað: Drengir sem alast upp án föður leita oft eftir föðurímynd – af eðlilegum ástæðum. Erlendar rannsóknir hafa ítrekað bent á þetta. Félagsfræðingurinn Erich Fromm rannsakaði samfélag í Mexíkó með það að markmiði að greina persónuleika í menningarlegu samhengi. Hann bjó í samfélagi þar sem atvinnulíf þreifst og fólk gat lifað sómasamlegu lífi. En þegar atvinnuleysi fór að aukast, hurfu feður smám saman af sjónarsviðinu – þeir urðu fjarverandi, byrjuðu að nota vímuefni og beittu ofbeldi og þeirra fjölskylda var engin undantekning (Fromm, 2018). Leitin að föðurnum Margir drengir halda áfram að leita að föður sínum allt sitt líf, meðan aðrir finna einhvers konar lausn. Rannsóknir sýna að föðurlausir drengir eru líklegri til að leita í vímuefni, ofbeldi og afbrot. Þetta er í samræmi við niðurstöður Fromm – að skortur á föðurlegu uppeldi og ást leiði til djúprar togstreitu. Í þessu samfélagi sem Fromm rannsakaði fóru drengir að hópa sig saman í leit að einhverri mynd af föður. Sumir voru orðnir fullorðnir en leituðu enn. Þessi leit sameinaði þá enda undirliggjandi þörfin var félagsleg staðreynd: að tengjast föðurímynd sem vantaði. Drengir og karlmenn leita oft til eldri karla, sem virka sem staðgenglar föður. Þeir vilja fá viðurkenningu frá þeim – því þeir misstu föður sinn eða höfðu aldrei einn slíkan í lífi sínu. Föðurleysið í menningu og listum Þessi leit hefur verið lýst í bókmenntum, sálfræði og tónlist. Franz Kafka skrifaði „Bréf til föðurins“(2008), Sigmund Freud þróaði kenningar sínar meðal annars út frá sambands föður og sonar (Ödipusarduldin), Erik Erikson fjallaði um þróun sjálfsmyndar, og Carl Jung lagði áherslu á að samræma meðvitund og dulvitund. En það sem kemur ekki beint fram í þessum kenningum fyrir undan bók Kafka er að allir voru þeir að leita af föðurímynd sem þeim skorti í lífinu. Rapparar á borð við Tupac, Eminem, 50 Cent og Kanye West hafa ítrekað fjallað um föðurleysið í textum sínum. Tupac – Papa’z Song "Had to play catch by myself, what a sorry sight, A pitiful plight, so I pray, poor starry night Please send me a pops before puberty, the things I wouldn't do to see a piece of family unity" 50 Cent – Hate it or Love it "Confusion occurs coming up in the cold world / Daddy ain’t around, probably out committing felony." Eminem – Say Goodbye to Hollywood "I hate him so bad, worst fear I had was growin’ up to be like his fuckin’ ass." Í þessum línum má greina djúpa reiði og sársauka, og þessi lýsing samræmist rannsókn Fromm og því umhverfi. Virðing fyrir konum Það sem oft kemur á óvart er að föðurlausir drengir virðast bera minni virðingu fyrir konum – þrátt fyrir að móðir þeirra sé oft sú sem heldur öllu uppi. Hún verndar þá, styður þá og elur þá upp – jafnvel undir miklu álagi. Í heimildarmyndinni In a Perfect World (2015), þar sem Daphne McWilliams ræðir við karlmenn sem ólust upp án föður, kemur þetta skýrt fram. Mæðurnar voru tilbúnar að gera hvað sem er fyrir syni sína. Það mótar viðhorf drengja sem læra að tengsl við konur byggi á skilyrðislausri umhyggju og alveg sama hvað þeir geri. Þegar slíkur drengur beitir konu ofbeldi, gæti hann haldið að hún fyrirgefi – rétt eins og móðir hans gerði alltaf. Það er mikilvægt að kenna ekki móðurinni um – heldur að hjálpa drengnum að skilja veruleikann og vinna í eigin sjálfsmynd og siðferðiskennd. Útslátturinn Hvað veldur því að margir strákar og karlmenn eru reiðir, hatursfullir og í togstreitu við sjálfa sig og umheiminn? Ein rótin gæti legið í skorti á föðurlegu uppeldi og ást. Móðirin heldur verndarvæng yfir þeim, en þeir finna sig sífellt leitandi og oft á röngum stöðum. Þetta getur leitt til óstöðugleika og uppsöfnunar tilfinninga sem brjótast út. Við skulum horfa á bankahrunið. Hvað gerðist þá? Margir feður misstu vinnuna, hjónabönd rofnuðu, sumir tóku sitt eigið líf. Það varð til þess að margir drengir urðu föðurlausir. Þeir búa nú við sársauka, reiði og togstreitu sem þeir þurfa að vinna úr. Þetta er mjög falið í samfélaginu þar sem auðvelt er að bera harm sinn í hljóði en láta fólk og samfélagið finna fyrir því hvernig málin þróuðust. Hvað er til ráða? Rannsóknir Emmy Werner og Ruth Smith (2001) sýna að sumir þættir geta haft jákvæð áhrif á drengi sem alast upp án föður. Þeir geta fundið föðurímynd í föður vina, frænda, bróður, kennara, þjálfara eða öðrum karlmanni í samfélaginu. En mikilvægasta leiðin til bata virðist vera sú að verða faðir sjálfur. Þegar drengir sem ólust upp án föður verða feður, geta þeir loks gefið það sem þeir fengu aldrei sjálfir – ást, nærveru og stuðning. Þeir loka þannig kafla sem mótaði þá, með því að verða sá faðir sem þeir söknuðu sjálfir. Þeir sem vinna í sjálfum sér og endurvinna fortíðina finna oft frið – og reiðin og hatrið hverfa. Þeir hafa þá umbreytt sársauka sínum í kærleika gagnvart næstu kynslóð. Það er mikilvægt að vita að það hefur enginn leyst úr þessari innri togstreitu sem ber með sér hatur og reiði með því að varpa öllu yfir á aðra. Það getur verið tímabundin leið en svo fer hún að hætta að virka. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Fromm, E. (2018). Social Character in a Mexican Village. Routledge. McWilliams, D. (2015). In a Perfect World [heimildarmynd]. Werner, E. E., & Smith, R. (2001). Journeys from Childhood to Midlife: Risk, Resilience and Recovery. Cornell University Press. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Af hverju er samfélagið á heljarþröm? Er það vegna einhvers sem blasir við á yfirborðinu – eða leynist eitthvað dýpra? Við höfum flest orðið vör við mikla reiði, hatur og innri togstreitu sem brýst fram á ýmsan hátt. Margt má nefna sem hugsanlega áhrifaþætti, til dæmis stríðsátök í heiminum, pólitískar átakalínur, hvernig landinu hefur verið stjórnað áratugum saman, bankahrunið sem hefur ekki verið nægilega unnið úr, áhrif COVID og ekki síst hvernig stjórnvöld hafa haldið á landamæramálum. Allt þetta getur ýtt undir upplausn og skapað óvissu, sem leiðir til orðræðu á suðupunkti. Þetta eru þættir sem liggja á yfirborðinu og birtast endurtekið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. En það sem ekki sést – það sem er falið – getur verið rótin að djúpum tilfinningalegum vanda sem snertir líf einstaklinga. Mig langar að skoða þetta frá sjónarhorni föðurlegs uppeldis og ástar. Kannski liggur þar útskýringin á þeirri reiði, hatri og togstreitu sem við sjáum brjótast út í samfélaginu. Fjarlægður faðir Engar opinberar upplýsingar eru til um hversu margir drengir á Íslandi alast upp föðurlausir. Þetta er erfitt að skrá, því margar ástæður geta legið að baki: skilnaður, dauðsfall, útskúfun föður úr fjölskyldunni eða eigið val hans um að hverfa úr lífi barnsins. Eitt er þó vitað: Drengir sem alast upp án föður leita oft eftir föðurímynd – af eðlilegum ástæðum. Erlendar rannsóknir hafa ítrekað bent á þetta. Félagsfræðingurinn Erich Fromm rannsakaði samfélag í Mexíkó með það að markmiði að greina persónuleika í menningarlegu samhengi. Hann bjó í samfélagi þar sem atvinnulíf þreifst og fólk gat lifað sómasamlegu lífi. En þegar atvinnuleysi fór að aukast, hurfu feður smám saman af sjónarsviðinu – þeir urðu fjarverandi, byrjuðu að nota vímuefni og beittu ofbeldi og þeirra fjölskylda var engin undantekning (Fromm, 2018). Leitin að föðurnum Margir drengir halda áfram að leita að föður sínum allt sitt líf, meðan aðrir finna einhvers konar lausn. Rannsóknir sýna að föðurlausir drengir eru líklegri til að leita í vímuefni, ofbeldi og afbrot. Þetta er í samræmi við niðurstöður Fromm – að skortur á föðurlegu uppeldi og ást leiði til djúprar togstreitu. Í þessu samfélagi sem Fromm rannsakaði fóru drengir að hópa sig saman í leit að einhverri mynd af föður. Sumir voru orðnir fullorðnir en leituðu enn. Þessi leit sameinaði þá enda undirliggjandi þörfin var félagsleg staðreynd: að tengjast föðurímynd sem vantaði. Drengir og karlmenn leita oft til eldri karla, sem virka sem staðgenglar föður. Þeir vilja fá viðurkenningu frá þeim – því þeir misstu föður sinn eða höfðu aldrei einn slíkan í lífi sínu. Föðurleysið í menningu og listum Þessi leit hefur verið lýst í bókmenntum, sálfræði og tónlist. Franz Kafka skrifaði „Bréf til föðurins“(2008), Sigmund Freud þróaði kenningar sínar meðal annars út frá sambands föður og sonar (Ödipusarduldin), Erik Erikson fjallaði um þróun sjálfsmyndar, og Carl Jung lagði áherslu á að samræma meðvitund og dulvitund. En það sem kemur ekki beint fram í þessum kenningum fyrir undan bók Kafka er að allir voru þeir að leita af föðurímynd sem þeim skorti í lífinu. Rapparar á borð við Tupac, Eminem, 50 Cent og Kanye West hafa ítrekað fjallað um föðurleysið í textum sínum. Tupac – Papa’z Song "Had to play catch by myself, what a sorry sight, A pitiful plight, so I pray, poor starry night Please send me a pops before puberty, the things I wouldn't do to see a piece of family unity" 50 Cent – Hate it or Love it "Confusion occurs coming up in the cold world / Daddy ain’t around, probably out committing felony." Eminem – Say Goodbye to Hollywood "I hate him so bad, worst fear I had was growin’ up to be like his fuckin’ ass." Í þessum línum má greina djúpa reiði og sársauka, og þessi lýsing samræmist rannsókn Fromm og því umhverfi. Virðing fyrir konum Það sem oft kemur á óvart er að föðurlausir drengir virðast bera minni virðingu fyrir konum – þrátt fyrir að móðir þeirra sé oft sú sem heldur öllu uppi. Hún verndar þá, styður þá og elur þá upp – jafnvel undir miklu álagi. Í heimildarmyndinni In a Perfect World (2015), þar sem Daphne McWilliams ræðir við karlmenn sem ólust upp án föður, kemur þetta skýrt fram. Mæðurnar voru tilbúnar að gera hvað sem er fyrir syni sína. Það mótar viðhorf drengja sem læra að tengsl við konur byggi á skilyrðislausri umhyggju og alveg sama hvað þeir geri. Þegar slíkur drengur beitir konu ofbeldi, gæti hann haldið að hún fyrirgefi – rétt eins og móðir hans gerði alltaf. Það er mikilvægt að kenna ekki móðurinni um – heldur að hjálpa drengnum að skilja veruleikann og vinna í eigin sjálfsmynd og siðferðiskennd. Útslátturinn Hvað veldur því að margir strákar og karlmenn eru reiðir, hatursfullir og í togstreitu við sjálfa sig og umheiminn? Ein rótin gæti legið í skorti á föðurlegu uppeldi og ást. Móðirin heldur verndarvæng yfir þeim, en þeir finna sig sífellt leitandi og oft á röngum stöðum. Þetta getur leitt til óstöðugleika og uppsöfnunar tilfinninga sem brjótast út. Við skulum horfa á bankahrunið. Hvað gerðist þá? Margir feður misstu vinnuna, hjónabönd rofnuðu, sumir tóku sitt eigið líf. Það varð til þess að margir drengir urðu föðurlausir. Þeir búa nú við sársauka, reiði og togstreitu sem þeir þurfa að vinna úr. Þetta er mjög falið í samfélaginu þar sem auðvelt er að bera harm sinn í hljóði en láta fólk og samfélagið finna fyrir því hvernig málin þróuðust. Hvað er til ráða? Rannsóknir Emmy Werner og Ruth Smith (2001) sýna að sumir þættir geta haft jákvæð áhrif á drengi sem alast upp án föður. Þeir geta fundið föðurímynd í föður vina, frænda, bróður, kennara, þjálfara eða öðrum karlmanni í samfélaginu. En mikilvægasta leiðin til bata virðist vera sú að verða faðir sjálfur. Þegar drengir sem ólust upp án föður verða feður, geta þeir loks gefið það sem þeir fengu aldrei sjálfir – ást, nærveru og stuðning. Þeir loka þannig kafla sem mótaði þá, með því að verða sá faðir sem þeir söknuðu sjálfir. Þeir sem vinna í sjálfum sér og endurvinna fortíðina finna oft frið – og reiðin og hatrið hverfa. Þeir hafa þá umbreytt sársauka sínum í kærleika gagnvart næstu kynslóð. Það er mikilvægt að vita að það hefur enginn leyst úr þessari innri togstreitu sem ber með sér hatur og reiði með því að varpa öllu yfir á aðra. Það getur verið tímabundin leið en svo fer hún að hætta að virka. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Fromm, E. (2018). Social Character in a Mexican Village. Routledge. McWilliams, D. (2015). In a Perfect World [heimildarmynd]. Werner, E. E., & Smith, R. (2001). Journeys from Childhood to Midlife: Risk, Resilience and Recovery. Cornell University Press.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun