Framtíðarsýn er ekki afsökun fyrir óraunhæfa stefnu Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:31 Reykjavík er borg fólksins, borg fjölskyldna, eldra fólks, nemenda og í raun allra landsmanna. Allra þeirra sem þurfa að láta daglegt líf ganga upp. Það er hlutverk okkar sem stjórnum borginni að auðvelda þeim lífið, ekki gera það erfiðara. Það gerum við ekki með því að byggja framtíðina á óraunhæfum forsendum. Of oft virðist stefna borgaryfirvalda byggja á því að þrýsta fólki í átt að lífsstíl sem einfaldlega er ekki framkvæmanlegur fyrir flest, allavega ekki enn. Það er munur á því að vera metnaðarfull og því að vera óraunsær. Raunsæi ætti að vera eitt af lykilgildum þeirra sem stjórna borginni. Ekki af því að við viljum litla eða stutta sýn heldur af því að við viljum traustan grunn fyrir framtíðina. Tökum samgöngur sem dæmi. Ég tel mikilvægt að við byggjum upp góðar almenningssamgöngur til framtíðar en á meðan þær eru ekki orðnar raunverulegur valkostur fyrir flest, þá er óábyrgt að þrengja að þeim samgöngum sem fólk treystir á í dag. Það er einfaldlega ekki raunhæft að draga hratt og harkalega úr bílastæðum eða þrengja að akstursleiðum þegar almenningssamgöngur standa ekki undir því hlutverki sem þeim er ætlað. Slíkar aðgerðir skapa ekki sjálfbæra borg heldur skapa þær vantraust og ósanngjarnt álag á fjölskyldur, eldra fólk og fólk sem býr lengra frá miðborginni. Við í Framsókn höfum talað fyrir því að gera hlutina í réttri röð. Að tryggja valfrelsi í samgöngum, bjóða raunverulega valkosti og undirbúa borgina fyrir framtíðina en án þess að fórna lífsgæðum í dag. Þetta á við víðar en bara um samgöngur. Hvort sem það snýst um húsnæðismál, leikskóla eða þjónustu við eldri borgara, þá verðum við að spyrja okkur: Er þetta framkvæmanlegt í dag? Er þetta í takt við þarfir borgarbúa? Er þetta fjármagnað á ábyrgan hátt og raunhæft? Framtíðin kallar á hugmyndaflug en rekstur borgarinnar kallar á ábyrgð og raunsæi. Ég vil búa í borg sem horfir til framtíðar en líka borg sem stendur með fólki í dag. Þar sem metnaður og mannvit haldast í hendur. Höfundur er formaður Framsóknar í Reykjavík og varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg fólksins, borg fjölskyldna, eldra fólks, nemenda og í raun allra landsmanna. Allra þeirra sem þurfa að láta daglegt líf ganga upp. Það er hlutverk okkar sem stjórnum borginni að auðvelda þeim lífið, ekki gera það erfiðara. Það gerum við ekki með því að byggja framtíðina á óraunhæfum forsendum. Of oft virðist stefna borgaryfirvalda byggja á því að þrýsta fólki í átt að lífsstíl sem einfaldlega er ekki framkvæmanlegur fyrir flest, allavega ekki enn. Það er munur á því að vera metnaðarfull og því að vera óraunsær. Raunsæi ætti að vera eitt af lykilgildum þeirra sem stjórna borginni. Ekki af því að við viljum litla eða stutta sýn heldur af því að við viljum traustan grunn fyrir framtíðina. Tökum samgöngur sem dæmi. Ég tel mikilvægt að við byggjum upp góðar almenningssamgöngur til framtíðar en á meðan þær eru ekki orðnar raunverulegur valkostur fyrir flest, þá er óábyrgt að þrengja að þeim samgöngum sem fólk treystir á í dag. Það er einfaldlega ekki raunhæft að draga hratt og harkalega úr bílastæðum eða þrengja að akstursleiðum þegar almenningssamgöngur standa ekki undir því hlutverki sem þeim er ætlað. Slíkar aðgerðir skapa ekki sjálfbæra borg heldur skapa þær vantraust og ósanngjarnt álag á fjölskyldur, eldra fólk og fólk sem býr lengra frá miðborginni. Við í Framsókn höfum talað fyrir því að gera hlutina í réttri röð. Að tryggja valfrelsi í samgöngum, bjóða raunverulega valkosti og undirbúa borgina fyrir framtíðina en án þess að fórna lífsgæðum í dag. Þetta á við víðar en bara um samgöngur. Hvort sem það snýst um húsnæðismál, leikskóla eða þjónustu við eldri borgara, þá verðum við að spyrja okkur: Er þetta framkvæmanlegt í dag? Er þetta í takt við þarfir borgarbúa? Er þetta fjármagnað á ábyrgan hátt og raunhæft? Framtíðin kallar á hugmyndaflug en rekstur borgarinnar kallar á ábyrgð og raunsæi. Ég vil búa í borg sem horfir til framtíðar en líka borg sem stendur með fólki í dag. Þar sem metnaður og mannvit haldast í hendur. Höfundur er formaður Framsóknar í Reykjavík og varaborgarfulltrúi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar