Sjófólksdagurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar 18. júní 2025 13:00 Mér er enn minnisstætt þegar málfarsráðunautur ríkiútvarpsins lét hætta að greina frá því, hver hefði verið tilnefndur maður ársins. Þess í stað varð til hjá RUV manneskja ársins. Ástæða: Kona getur ekki verið verið maður – því orðið maður er karlkyns. Sé kona kjörin til að njóta þeirrar virðingar, sem táknuð var með heitinu maður ársins skal sú virðigarstaða heita manneskja ársins. Það hæfir konu og skal því svo vera. Feðravaldið burt! …og að lokum þingnár. Eins er að mestu hætt að kalla konu, sem situr á Alþingi Íslendinga, þingmann. Feðraveldið verður þar að víkja. Slíka konu ber að nefna þingkonu. En nú stendur svo á að kynin á Íslandi teljast vera fleiri en bara karl og kona. Tillit til þess verður talsmátinn að taka. Sjálfsagt kemur að því að hvorki þingmaður né þingkona geta talist réttnefni. Þá verður væntanlega til þingkvár. Og þingtrans! Jafnvel nær málvöndunn svo langt að líka verður hægt að brúka heitið þingnár. Þ.e.a.s.þegar viðkomandi þingmaður, þingkona, þingkvár eða þingtrans hafa lokið sinni hérvist. Nýtt heiti – sami dagur. Hví kemur mér þetta í hug. Nýliðinn er sá dagur, sem á góðri íslensku hefur borið heitið sjómannadagur. Hann er sunginn, kveðinn, kyrjaður – margauglýstur í RÚV auðkenndur af sömu harðdrægu ferðraveldissjónarmiðum og áður einkenndu manneskju ársins. Er ekki löngu kominn tími til þess að málfarsráðunautur RUV beiti hér valdi sínu. Hver og einn sem sjóinn sækir getur verið sjómaður, sjókona, sjókvár eða sjótrans – og sjónár eftir að lífinu lýkur. Hvílíkt tækifæri fyrir málfarsráðunaut RUV og aðra andstæðinga feðraveldisins í orðavali. Og næst þegar sá dagur rennur upp, sem kenndur hefur verið við sjósóknara mun heitið væntanlega vera sjófólksdagurinn. Nær þá til alls fólks, sem sjóinn stundar – jafnt til sjókarla, sjókvenna,sjókvár, sjótrans – og líka sjónái. Höfundur er fyrrv.alþingismaður ekki orðinn sjónár. Kæri málfarsráðunautur RUV. Hvílíkt tækifæri! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Mér er enn minnisstætt þegar málfarsráðunautur ríkiútvarpsins lét hætta að greina frá því, hver hefði verið tilnefndur maður ársins. Þess í stað varð til hjá RUV manneskja ársins. Ástæða: Kona getur ekki verið verið maður – því orðið maður er karlkyns. Sé kona kjörin til að njóta þeirrar virðingar, sem táknuð var með heitinu maður ársins skal sú virðigarstaða heita manneskja ársins. Það hæfir konu og skal því svo vera. Feðravaldið burt! …og að lokum þingnár. Eins er að mestu hætt að kalla konu, sem situr á Alþingi Íslendinga, þingmann. Feðraveldið verður þar að víkja. Slíka konu ber að nefna þingkonu. En nú stendur svo á að kynin á Íslandi teljast vera fleiri en bara karl og kona. Tillit til þess verður talsmátinn að taka. Sjálfsagt kemur að því að hvorki þingmaður né þingkona geta talist réttnefni. Þá verður væntanlega til þingkvár. Og þingtrans! Jafnvel nær málvöndunn svo langt að líka verður hægt að brúka heitið þingnár. Þ.e.a.s.þegar viðkomandi þingmaður, þingkona, þingkvár eða þingtrans hafa lokið sinni hérvist. Nýtt heiti – sami dagur. Hví kemur mér þetta í hug. Nýliðinn er sá dagur, sem á góðri íslensku hefur borið heitið sjómannadagur. Hann er sunginn, kveðinn, kyrjaður – margauglýstur í RÚV auðkenndur af sömu harðdrægu ferðraveldissjónarmiðum og áður einkenndu manneskju ársins. Er ekki löngu kominn tími til þess að málfarsráðunautur RUV beiti hér valdi sínu. Hver og einn sem sjóinn sækir getur verið sjómaður, sjókona, sjókvár eða sjótrans – og sjónár eftir að lífinu lýkur. Hvílíkt tækifæri fyrir málfarsráðunaut RUV og aðra andstæðinga feðraveldisins í orðavali. Og næst þegar sá dagur rennur upp, sem kenndur hefur verið við sjósóknara mun heitið væntanlega vera sjófólksdagurinn. Nær þá til alls fólks, sem sjóinn stundar – jafnt til sjókarla, sjókvenna,sjókvár, sjótrans – og líka sjónái. Höfundur er fyrrv.alþingismaður ekki orðinn sjónár. Kæri málfarsráðunautur RUV. Hvílíkt tækifæri!
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun