Þingmenn stjórnarandstöðu sagðir barnalegir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:24 Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um málþóf á Alþingi, þingmenn hennar hafi verið barnalegir í framgöngu. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísar gagnrýninni til föðurhúsanna. Vísir Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um ófagleg vinnubrögð á Alþingi til að tefja að mál komist í gegn. Þingmaður Viðreisnar telur endurskoða þurfi þann tíma sem þingmenn hafa í ræðustól. Vælukór segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þingfundur hófst að nýju á Alþingi klukkan hálf ellefu í morgun og voru þrettán þingmenn á mælendaskrá um störf þingsins. Á þingfundi í dag eru níu mál á dagskrá og þar á meðal er kosning í bankaráð Seðlabankans. Síðasta mál á dagskrá í dag er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald. Það er meðal þeirra mála sem stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan hafa tekist á um síðustu vikur. Vill stytta ræðutíma Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar vill að breytingar verði gerðar á ræðutíma þingmanna á Alþingi ella sé erfitt að koma málum í gegn. „Það getur ekki gengið að hópur þingmanna sem eru kannski með 45 prósent þingmanna á bak við sig komi ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn. Þannig að ég held, virðulegi forseti, að þetta sé mál sem við þurfum að taka til gagngerrar endurskoðunar. Að hér séum við endalaust að karpa um hluti sem við getum svo sannarlega verið sammála um. Mér fannst skrítið að minnihlutinn á síðasta Alþingi næði ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn og fór að velta fyrir mér hvort það þyrfti að setja á kvóta á umræður sem eiga sér stað í þinginu , sagði Guðbrandur Einarsson á Alþingi undir ræðuliðnum Störf þingsins. Líkist börnum með tilfinningavanda Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmaður Samfylkingar furðaði sig einnig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun. „Hér hefur ekki aðeins verið talað miklu meira en tíðkast undanfarin ár í hverju málinu á fætur öðru í þeim tilgangi að koma í veg fyrir framgang mála ríkisstjórnarinnar, heldur hafa sumir þingmenn sýnt á sér þannig hliðar að ég hreinlega vona að enginn sé að horfa. Háttvirtir þingmenn hafa komið upp og bókstaflega öskrað á samstarfsfólk sitt líkt og börn með tilfinningavanda sem þau hafa ekki þroska til að ráða við,“ sagði Ása undir liðnum Störf þingsins í morgun. Vælukór Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna. „Vælukórinn gleymir alveg, að hugsa í eigin barm og hver getur verið ástæðan fyrir því að umræðan hafi lengst hér í þingsal,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02 Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Þingfundur hófst að nýju á Alþingi klukkan hálf ellefu í morgun og voru þrettán þingmenn á mælendaskrá um störf þingsins. Á þingfundi í dag eru níu mál á dagskrá og þar á meðal er kosning í bankaráð Seðlabankans. Síðasta mál á dagskrá í dag er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald. Það er meðal þeirra mála sem stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan hafa tekist á um síðustu vikur. Vill stytta ræðutíma Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar vill að breytingar verði gerðar á ræðutíma þingmanna á Alþingi ella sé erfitt að koma málum í gegn. „Það getur ekki gengið að hópur þingmanna sem eru kannski með 45 prósent þingmanna á bak við sig komi ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn. Þannig að ég held, virðulegi forseti, að þetta sé mál sem við þurfum að taka til gagngerrar endurskoðunar. Að hér séum við endalaust að karpa um hluti sem við getum svo sannarlega verið sammála um. Mér fannst skrítið að minnihlutinn á síðasta Alþingi næði ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn og fór að velta fyrir mér hvort það þyrfti að setja á kvóta á umræður sem eiga sér stað í þinginu , sagði Guðbrandur Einarsson á Alþingi undir ræðuliðnum Störf þingsins. Líkist börnum með tilfinningavanda Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmaður Samfylkingar furðaði sig einnig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun. „Hér hefur ekki aðeins verið talað miklu meira en tíðkast undanfarin ár í hverju málinu á fætur öðru í þeim tilgangi að koma í veg fyrir framgang mála ríkisstjórnarinnar, heldur hafa sumir þingmenn sýnt á sér þannig hliðar að ég hreinlega vona að enginn sé að horfa. Háttvirtir þingmenn hafa komið upp og bókstaflega öskrað á samstarfsfólk sitt líkt og börn með tilfinningavanda sem þau hafa ekki þroska til að ráða við,“ sagði Ása undir liðnum Störf þingsins í morgun. Vælukór Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna. „Vælukórinn gleymir alveg, að hugsa í eigin barm og hver getur verið ástæðan fyrir því að umræðan hafi lengst hér í þingsal,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02 Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02
Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?