Kaldar kveðjur frá forsætisráðherrra til ferðaþjónustunnar Pétur Óskarsson skrifar 19. júní 2025 12:16 Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætli að leggja áherslu á langtímahugsun í verðmætasköpun næstu misserin. Við þurfum sannarlega skýra langtímasýn, ekki síst núna þegar störf í mörgum atvinnugreinum eru í hættu vegna örra tæknibreytinga og mikil óvissa er í viðskiptakerfum heimsins. Við í ferðaþjónustunni erum stolt af okkar framlagi til hagsældar á Íslandi. Eftir hrun var það ferðaþjónustan sem dró vagninn og kom hjólum hagkerfisins aftur af stað. Jákvæður viðskiptajöfnuður, skuldlaus gjaldeyrisforði og fjölbreytt atvinnutækifæri, sérstaklega á landsbyggðinni, eru allt beinar afleiðingar vaxtar greinarinnar. Umræða um ferðaþjónustu á að byggja á gögnum og staðreyndum Forsætisráðherra sendi íslenskri ferðaþjónustu heldur kaldar kveðjur í viðtali sem hún veitti eftir ríkisstjórnarfund á dögunum. Ummælin voru með þeim hætti að þeim þúsundum Íslendinga sem eiga allt sitt undir ferðaþjónustunni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Kristrún gaf í skyn að vöxtur ferðaþjónustunnar væri vandamál og tók undir að ferðþjónustan væri innviðafrek. Hún sagði að ferðaþjónustan kostaði mikið umstang og gaf í skyn að greinin flytti inn of mikið að erlendu vinnuafli sem reyndi of mikið á innviði landsins, húsnæðismarkað, heilbrigðisþjónustu og vegakerfið og drægi úr hagvexti reiknaðan niður á höfðatölu. Að nú þyrfti beinlínis að skoða hvort eðlilegt væri að ferðaþjónustan á Íslandi fái að vaxa áfram. Því miður, eða öllu heldur sem betur fer, stenst næstum ekkert af þessum meiningum forsætisráðherra einfalda skoðun út frá gögnum og staðreyndum um ferðaþjónustu. Enginn vöxtur frá árinu 2018 Í fyrsta lagi er vöxtur ferðaþjónustunnar alls ekki mikill. Ferðaþjónustan hefur í raun ekki vaxið síðustu 7 árin eða frá árinu 2018, hvort sem litið er til fjölda ferðamanna eða fjölda starfsfólks í greininni. Fjöldi gesta og dvalartími þeirra árið 2024 var undir árinu 2018 og það stefnir í fækkun ferðamanna á þessu ári. Ferðaþjónusta ekki frek á innviði Í öðru lagi er ferðaþjónustan ekki innviðafrek. Í okkar fámenna landi ættum við að vera þakklát fyrir að gestirnir okkar bæti nýtingu innviða landsins, greiði fyrir það fullt gjald og hjálpi okkur þar með við fjármögnun þeirra og rekstur. Hvergi eru gestir okkar að nota innviði án þess að greiða fyrir þá. Rétt er að minnast sérstaklega á vegakerfið í því sambandi. ALLIR okkar gestir greiða fullt gjald fyrir að nota vegina okkar en stjórnmálamenn hafa hinsvegar ekki skilað þeim fjármunum til innviðafjárfestinga. Þar er ekki við ferðaþjónustuna að sakast. 75% innflutts vinnuafls ekki í ferðaþjónustu Í þriðja lagi hafa Samtök ferðaþjónustunnar sýnt fram á það með ítarlegum gögnum sem forsætisráðherra og aðrir stjórnmálamenn fengu send fyrir kosningar (sjá https://saf.is/stadreyndir-um-ferdathjonustu/), að ferðaþjónustan hefur alls ekki flutt inn meira af erlendu vinnuafli en aðrar greinar á Íslandi síðastliðin ár. Á árunum 2017-2023 fluttu bæði hið opinbera og iðnaðurinn inn fleiri en ferðaþjónustan og reyndar varð 75% af heildarfjölgun erlends starfsfólks á tímabilinu í öðrum atvinnugreinum en ferðaþjónustu. Það er því ekki við ferðaþjónustuna sérstaklega að sakast þegar kemur að mannfjölgunarnefnaranum í útreikningi á hagvexti á mann. Þar verður hið opinbera til dæmis að horfa í spegilinn. Allur launaskalinn undir Í fjórða lagi þá skapar ferðþjónustan allskonar störf bæði í greininni sjálfri og tengdum greinum og þar er allur launaskalinn undir. Þannig fundu til að mynda iðnaðarmenn, listamenn, gosdrykkjaframleiðendur, bændur, arkitektar, verkfræðingar og lögfræðingar fyrir neikvæðum áhrifum á verkefnastöðuna í heimsfaraldrinum þegar ferðaþjónustan stöðvaðist nær alveg. Það er leiðinlega lífseig goðsögn að öll störf í ferðaþjónustu á Íslandi séu láglaunastörf. Þeir sem halda slíku fram opinbera fyrst og fremst eigin vanþekkingu á virðiskeðju og umfangi atvinnugreinarinnar. Stjórnvöld dregið lappirnar Í fimmta lagi þarf að hafa í huga að aukin verðmætasköpun í ferðaþjónustunni byggir á markvissri vöru- og tækniþróun og því að laða hingað til lands réttu viðskiptavinina. Þar hafa stjórnvöld sjálf dregið lappirnar með því að fjárfesta ekki í almennri markaðssetningu landsins á okkar lykilmörkuðum. Lengri dvalartími, hærri tekjur á hvern gest og aukin arðsemi verða ekki til nema við sendum réttu skilaboðin til réttra viðakenda (markhópa) á erlendum mörkuðum. Þar vantar nú mikið uppá að stjórnvöld sinni sínu mikilvæga hlutverki þrátt fyrir ítrekaðar og skýrar ábendingar nær allra í stoðkerfi ferðaþjónustunnar hér á landi síðustu ár. Árangursrík atvinnustefna verður aðeins til í samstarfi við atvinnugreinarnar sjálfar Til þess að móta nýja atvinnustefnu á Íslandi og kynna hana með haustinu er nauðsynlegt að þeir sem taka þátt í því verkefni þekki íslenskt atvinnulíf vel. Það sætir vissulega tíðindum ef opinberir starfsmenn einir síns liðs eiga að móta þessa stefnu og gefur því miður ekki tilefni til að ætla að sátt náist um hana. Yfirlýsing forsætisráðherra um að nú þurfi að stöðva vöxt atvinnugeinar sem ekki hefur vaxið síðustu sjö árin sýnir vel að ný atvinnustefna verður ekki langlíf ef atvinnugreinarnar sjálfar taka ekki þátt í mótun hennar. Það er afar mikilvægt í þessu samhengi að Alþingi hefur nýlega samþykkt ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun um ferðaþjónustu til 2030 sem núverandi ríkisstjórn hefur lýst yfir fullum stuðningi við og vinnur nú að því að framfylgja. Það er frábært vegna þess að það er einstakt að til sé samþykkt stefna um framþróun stærstu útflutningsgreinar þjóðarinnar sem full sátt ríkir um milli hins opinbera og þeirra sem starfa í atvinnugreininni. Sú staða er beinlínis orðin til vegna þess að stefnan var markvisst unnin í víðtæku og nánu samstarfi ríkisins, sveitarfélaganna og atvinnufyrirtækjanna sjálfra. Ferðaþjónustan tilbúin í samstarf Af þessu má því læra tvennt, annars vegar að ferðamálastefnan hlýtur að vera grundvallaratriði þegar kemur að því að móta atvinnustefnu fyrir Ísland og hins vegar að það er hægt að ná frábærum árangri með markvissu og nánu samstarfi hins opinbera og atvinnulífsins um framtíðarsýn og stefnumörkun. Við í ferðaþjónustunni erum sannarlega til í að leggja okkar lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu með þekkingu, innsýn, reynslu, áreiðanleg gögn og upplýsingar um stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar að vopni. Við hlökkum til samstarfsins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætli að leggja áherslu á langtímahugsun í verðmætasköpun næstu misserin. Við þurfum sannarlega skýra langtímasýn, ekki síst núna þegar störf í mörgum atvinnugreinum eru í hættu vegna örra tæknibreytinga og mikil óvissa er í viðskiptakerfum heimsins. Við í ferðaþjónustunni erum stolt af okkar framlagi til hagsældar á Íslandi. Eftir hrun var það ferðaþjónustan sem dró vagninn og kom hjólum hagkerfisins aftur af stað. Jákvæður viðskiptajöfnuður, skuldlaus gjaldeyrisforði og fjölbreytt atvinnutækifæri, sérstaklega á landsbyggðinni, eru allt beinar afleiðingar vaxtar greinarinnar. Umræða um ferðaþjónustu á að byggja á gögnum og staðreyndum Forsætisráðherra sendi íslenskri ferðaþjónustu heldur kaldar kveðjur í viðtali sem hún veitti eftir ríkisstjórnarfund á dögunum. Ummælin voru með þeim hætti að þeim þúsundum Íslendinga sem eiga allt sitt undir ferðaþjónustunni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Kristrún gaf í skyn að vöxtur ferðaþjónustunnar væri vandamál og tók undir að ferðþjónustan væri innviðafrek. Hún sagði að ferðaþjónustan kostaði mikið umstang og gaf í skyn að greinin flytti inn of mikið að erlendu vinnuafli sem reyndi of mikið á innviði landsins, húsnæðismarkað, heilbrigðisþjónustu og vegakerfið og drægi úr hagvexti reiknaðan niður á höfðatölu. Að nú þyrfti beinlínis að skoða hvort eðlilegt væri að ferðaþjónustan á Íslandi fái að vaxa áfram. Því miður, eða öllu heldur sem betur fer, stenst næstum ekkert af þessum meiningum forsætisráðherra einfalda skoðun út frá gögnum og staðreyndum um ferðaþjónustu. Enginn vöxtur frá árinu 2018 Í fyrsta lagi er vöxtur ferðaþjónustunnar alls ekki mikill. Ferðaþjónustan hefur í raun ekki vaxið síðustu 7 árin eða frá árinu 2018, hvort sem litið er til fjölda ferðamanna eða fjölda starfsfólks í greininni. Fjöldi gesta og dvalartími þeirra árið 2024 var undir árinu 2018 og það stefnir í fækkun ferðamanna á þessu ári. Ferðaþjónusta ekki frek á innviði Í öðru lagi er ferðaþjónustan ekki innviðafrek. Í okkar fámenna landi ættum við að vera þakklát fyrir að gestirnir okkar bæti nýtingu innviða landsins, greiði fyrir það fullt gjald og hjálpi okkur þar með við fjármögnun þeirra og rekstur. Hvergi eru gestir okkar að nota innviði án þess að greiða fyrir þá. Rétt er að minnast sérstaklega á vegakerfið í því sambandi. ALLIR okkar gestir greiða fullt gjald fyrir að nota vegina okkar en stjórnmálamenn hafa hinsvegar ekki skilað þeim fjármunum til innviðafjárfestinga. Þar er ekki við ferðaþjónustuna að sakast. 75% innflutts vinnuafls ekki í ferðaþjónustu Í þriðja lagi hafa Samtök ferðaþjónustunnar sýnt fram á það með ítarlegum gögnum sem forsætisráðherra og aðrir stjórnmálamenn fengu send fyrir kosningar (sjá https://saf.is/stadreyndir-um-ferdathjonustu/), að ferðaþjónustan hefur alls ekki flutt inn meira af erlendu vinnuafli en aðrar greinar á Íslandi síðastliðin ár. Á árunum 2017-2023 fluttu bæði hið opinbera og iðnaðurinn inn fleiri en ferðaþjónustan og reyndar varð 75% af heildarfjölgun erlends starfsfólks á tímabilinu í öðrum atvinnugreinum en ferðaþjónustu. Það er því ekki við ferðaþjónustuna sérstaklega að sakast þegar kemur að mannfjölgunarnefnaranum í útreikningi á hagvexti á mann. Þar verður hið opinbera til dæmis að horfa í spegilinn. Allur launaskalinn undir Í fjórða lagi þá skapar ferðþjónustan allskonar störf bæði í greininni sjálfri og tengdum greinum og þar er allur launaskalinn undir. Þannig fundu til að mynda iðnaðarmenn, listamenn, gosdrykkjaframleiðendur, bændur, arkitektar, verkfræðingar og lögfræðingar fyrir neikvæðum áhrifum á verkefnastöðuna í heimsfaraldrinum þegar ferðaþjónustan stöðvaðist nær alveg. Það er leiðinlega lífseig goðsögn að öll störf í ferðaþjónustu á Íslandi séu láglaunastörf. Þeir sem halda slíku fram opinbera fyrst og fremst eigin vanþekkingu á virðiskeðju og umfangi atvinnugreinarinnar. Stjórnvöld dregið lappirnar Í fimmta lagi þarf að hafa í huga að aukin verðmætasköpun í ferðaþjónustunni byggir á markvissri vöru- og tækniþróun og því að laða hingað til lands réttu viðskiptavinina. Þar hafa stjórnvöld sjálf dregið lappirnar með því að fjárfesta ekki í almennri markaðssetningu landsins á okkar lykilmörkuðum. Lengri dvalartími, hærri tekjur á hvern gest og aukin arðsemi verða ekki til nema við sendum réttu skilaboðin til réttra viðakenda (markhópa) á erlendum mörkuðum. Þar vantar nú mikið uppá að stjórnvöld sinni sínu mikilvæga hlutverki þrátt fyrir ítrekaðar og skýrar ábendingar nær allra í stoðkerfi ferðaþjónustunnar hér á landi síðustu ár. Árangursrík atvinnustefna verður aðeins til í samstarfi við atvinnugreinarnar sjálfar Til þess að móta nýja atvinnustefnu á Íslandi og kynna hana með haustinu er nauðsynlegt að þeir sem taka þátt í því verkefni þekki íslenskt atvinnulíf vel. Það sætir vissulega tíðindum ef opinberir starfsmenn einir síns liðs eiga að móta þessa stefnu og gefur því miður ekki tilefni til að ætla að sátt náist um hana. Yfirlýsing forsætisráðherra um að nú þurfi að stöðva vöxt atvinnugeinar sem ekki hefur vaxið síðustu sjö árin sýnir vel að ný atvinnustefna verður ekki langlíf ef atvinnugreinarnar sjálfar taka ekki þátt í mótun hennar. Það er afar mikilvægt í þessu samhengi að Alþingi hefur nýlega samþykkt ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun um ferðaþjónustu til 2030 sem núverandi ríkisstjórn hefur lýst yfir fullum stuðningi við og vinnur nú að því að framfylgja. Það er frábært vegna þess að það er einstakt að til sé samþykkt stefna um framþróun stærstu útflutningsgreinar þjóðarinnar sem full sátt ríkir um milli hins opinbera og þeirra sem starfa í atvinnugreininni. Sú staða er beinlínis orðin til vegna þess að stefnan var markvisst unnin í víðtæku og nánu samstarfi ríkisins, sveitarfélaganna og atvinnufyrirtækjanna sjálfra. Ferðaþjónustan tilbúin í samstarf Af þessu má því læra tvennt, annars vegar að ferðamálastefnan hlýtur að vera grundvallaratriði þegar kemur að því að móta atvinnustefnu fyrir Ísland og hins vegar að það er hægt að ná frábærum árangri með markvissu og nánu samstarfi hins opinbera og atvinnulífsins um framtíðarsýn og stefnumörkun. Við í ferðaþjónustunni erum sannarlega til í að leggja okkar lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu með þekkingu, innsýn, reynslu, áreiðanleg gögn og upplýsingar um stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar að vopni. Við hlökkum til samstarfsins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun