Að sækja gullið (okkar) grein 2 Þröstur Friðfinnsson skrifar 20. júní 2025 10:32 Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fór af stað fyrir hálfu ári með mörg fögur fyrirheit, undir fána bjartsýni og krafts. Stjórnarandstaðan hefur á köflum verið full smámunasöm, reynt að leggja hvern þann stein í götu nýrrar stjórnar sem færi hefur verið á. Það er miður, enda ekki nema eðlilegt að ný stjórn fái einhvern vinnufrið, fái tækifæri til að sýna hvað hún getur og koma góðum málum í framkvæmd. Nú er hins vegar eðlilegt að stjórnarandstaðan spyrni fast við fótum, þegar til umræðu er á Alþingi frumvarp til breytinga á veiðigjöldum. Hér verður farið yfir hvers vegna. Í stefnuyfirlýsingu sinni segir ríkisstjórnin að hún muni „rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi.“ Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með aðgerðum í 23 liðum, hér koma nokkrar tilvitnanir í þá aðgerðaáætlun: „Með mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélags.“ (2) „Með atvinnustefnu sem stuðlar að sjálfbærum vexti atvinnugreina, aukinni framleiðni og heilbrigðum vinnumarkaði.“ (5) „Með því að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi, ............ og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja......... Áfram verður stutt við vöxt hugverkaiðnaðar, nýsköpunar og tækni.“ (10) „Með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu.“ (12) „Með því að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir hinna dreifðu byggða.“ (19) Þeir sem kynna sér þær umsagnir í tugatali sem Alþingi bárust um málið, sjá fljótt að himinn og haf er milli boðaðra aðgerða og þess frumvarps sem liggur fyrir, jafnvel þó því hafi í nokkru verið breytt í annan endann. Ítarlegar og rökstuddar umsagnir bárust ekki einungis frá sjávarútveginum sjálfum, heldur einnig frá sveitarfélögum, iðn- og tæknifyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum, stéttarfélögum og ýmsum samtökum. Yfirgnæfandi meirihluti umsagna lýsir áhyggjum af áhrifum frumvarpsins, áhrifum sem eru þveröfug miðað við þá stefnu og aðgerðaáætlun ríkisstjórnar sem að ofan var nefnd. Ekki hefur verið mótuð auðlindastefna, heldur skal rokið beint í að tvöfalda auðlindagjöld á eina grein, sem er auk þess algerlega úr takt við umræðu fyrir kosningar, mikið meiri hækkun og mikið fyrr. Ráðherrar og þíngmenn leyfa sér þó að fullyrða að þjóðin hafi kosið þá sérstaklega til þess arna! Engin merki eru um að auðlindarentan eigi að renna til nærsamfélaga þar sem hún myndast, hún á að renna beint í ríkiskassann og deilast þaðan með öðrum sköttum. Þó lofað sé að hluti veiðigjalda fari í vegabætur á landsbygðinni er óhætt að fullyrða að þær 300 ti 400 milljónir sem hækkun veiðigjalda verður árlega í Grýtubakkahreppi samkvæmt frumvarpinu, munu ekki renna til innviðauppbyggingar í hreppnum. Þvert á móti hverfa þessir fjármunir á braut og nýtast ekki til fjárfestinga í fyrirtækjunum, eða til innviðauppbyggingar svo sem verið hefur til þessa. Aukin framleiðni, sjálfbær og sterk atvinnugrein, þróast með fjárfestingu og nýsköpun. Fjölmargar umsagnir vara við því að fjárfestingar og nýsköpun muni minnka og það jafnvel verulega. Hér er því ekki verið að styðja við nýsköpun og tækni, heldur vinna harkalega á móti. Rekstarskilyrði greinarinnar verða auk þess verulega lakari, en ekki hagstæðari svo sem ríkisstjórnin lofaði að vinna að. Þegar fram í sækir leiðir þetta allt til minni verðmætasköpunar, minni vaxtar en ella. Kannski er þó allra alvarlegast að í stað þess að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir byggða um landið, eru umsagnir sveitarfélaga algerlega hunsaðar, sem og áhyggjur þeirra af þróun byggða. Þannig minnist atvinnuvegaráðherra ekki á sveitarfélögin í grein á visir.is. Hins vegar fullyrðir ráðherrann að „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur þessum breytingum“ og aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn taka í sama streng. Það er eðlilegt að þjóðin vilji fá sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum. Að þetta frumvarp sé þjóðarvilji er hins vegar verulega hæpin fullyrðing. Trúir því einhver að þjóðin vilji í raun; Veikja nýsköpun og tækniþróun í landinu Veikja samkeppnishæfni útflutningsgreina Veikja stöðu iðnaðar og fiskvinnslu í landinu Stuðla að meiri útflutningi á óunnu hráefni Stuðla að fjölgun brothættra byggða Skattpína eina atvinnugrein, eina auðlind, en hlífa öðrum Það er ekki hægt að skrifa alla þá andstöðu og viðvaranir sem fram koma í fjölbreyttum umsögnum um frumvarpið, sem pólistískan áróður eða þjónkun við örfá stórfyrirtæki. Ekki frekar en hægt er að byggja skattheimtu á neikvæðum tilfinningum eða andúð á þessum sömu fyrirtækjum. Forsætisráðherra leyfir sér ekki þannig vinnubrögð þegar fjöregg þjóðarinnar er í húfi. Stoðir samfélagsins á Grenivík eru og hafa lengi verið sterkar. Frumvarpið óbreytt er verulega þungt högg í þær stoðir. Sama á við um margar fleiri byggðir á Norður- og Austurlandi, nefna má Þórshöfn og Vopnafjörð sem eiga ekki margra kosta völ. Heggur sá er hlífa skyldi. Nema það sé í raun markmið ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að fjölga brothættum byggðum í landinu. Því verður ekki trúað, því hlýtur málinu að verða frestað til hausts og unnið þannig að forsvaranlegt sé og í einhverju samræmi við stefnmörkun ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri á Grenivík Fyrri grein um gullið okkar er að finna hér. Höfundur er sveitarstjóri á Grenivík. Fyrri grein um gullið okkar er að finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Byggðamál Grýtubakkahreppur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fór af stað fyrir hálfu ári með mörg fögur fyrirheit, undir fána bjartsýni og krafts. Stjórnarandstaðan hefur á köflum verið full smámunasöm, reynt að leggja hvern þann stein í götu nýrrar stjórnar sem færi hefur verið á. Það er miður, enda ekki nema eðlilegt að ný stjórn fái einhvern vinnufrið, fái tækifæri til að sýna hvað hún getur og koma góðum málum í framkvæmd. Nú er hins vegar eðlilegt að stjórnarandstaðan spyrni fast við fótum, þegar til umræðu er á Alþingi frumvarp til breytinga á veiðigjöldum. Hér verður farið yfir hvers vegna. Í stefnuyfirlýsingu sinni segir ríkisstjórnin að hún muni „rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi.“ Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með aðgerðum í 23 liðum, hér koma nokkrar tilvitnanir í þá aðgerðaáætlun: „Með mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélags.“ (2) „Með atvinnustefnu sem stuðlar að sjálfbærum vexti atvinnugreina, aukinni framleiðni og heilbrigðum vinnumarkaði.“ (5) „Með því að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi, ............ og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja......... Áfram verður stutt við vöxt hugverkaiðnaðar, nýsköpunar og tækni.“ (10) „Með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu.“ (12) „Með því að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir hinna dreifðu byggða.“ (19) Þeir sem kynna sér þær umsagnir í tugatali sem Alþingi bárust um málið, sjá fljótt að himinn og haf er milli boðaðra aðgerða og þess frumvarps sem liggur fyrir, jafnvel þó því hafi í nokkru verið breytt í annan endann. Ítarlegar og rökstuddar umsagnir bárust ekki einungis frá sjávarútveginum sjálfum, heldur einnig frá sveitarfélögum, iðn- og tæknifyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum, stéttarfélögum og ýmsum samtökum. Yfirgnæfandi meirihluti umsagna lýsir áhyggjum af áhrifum frumvarpsins, áhrifum sem eru þveröfug miðað við þá stefnu og aðgerðaáætlun ríkisstjórnar sem að ofan var nefnd. Ekki hefur verið mótuð auðlindastefna, heldur skal rokið beint í að tvöfalda auðlindagjöld á eina grein, sem er auk þess algerlega úr takt við umræðu fyrir kosningar, mikið meiri hækkun og mikið fyrr. Ráðherrar og þíngmenn leyfa sér þó að fullyrða að þjóðin hafi kosið þá sérstaklega til þess arna! Engin merki eru um að auðlindarentan eigi að renna til nærsamfélaga þar sem hún myndast, hún á að renna beint í ríkiskassann og deilast þaðan með öðrum sköttum. Þó lofað sé að hluti veiðigjalda fari í vegabætur á landsbygðinni er óhætt að fullyrða að þær 300 ti 400 milljónir sem hækkun veiðigjalda verður árlega í Grýtubakkahreppi samkvæmt frumvarpinu, munu ekki renna til innviðauppbyggingar í hreppnum. Þvert á móti hverfa þessir fjármunir á braut og nýtast ekki til fjárfestinga í fyrirtækjunum, eða til innviðauppbyggingar svo sem verið hefur til þessa. Aukin framleiðni, sjálfbær og sterk atvinnugrein, þróast með fjárfestingu og nýsköpun. Fjölmargar umsagnir vara við því að fjárfestingar og nýsköpun muni minnka og það jafnvel verulega. Hér er því ekki verið að styðja við nýsköpun og tækni, heldur vinna harkalega á móti. Rekstarskilyrði greinarinnar verða auk þess verulega lakari, en ekki hagstæðari svo sem ríkisstjórnin lofaði að vinna að. Þegar fram í sækir leiðir þetta allt til minni verðmætasköpunar, minni vaxtar en ella. Kannski er þó allra alvarlegast að í stað þess að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir byggða um landið, eru umsagnir sveitarfélaga algerlega hunsaðar, sem og áhyggjur þeirra af þróun byggða. Þannig minnist atvinnuvegaráðherra ekki á sveitarfélögin í grein á visir.is. Hins vegar fullyrðir ráðherrann að „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur þessum breytingum“ og aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn taka í sama streng. Það er eðlilegt að þjóðin vilji fá sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum. Að þetta frumvarp sé þjóðarvilji er hins vegar verulega hæpin fullyrðing. Trúir því einhver að þjóðin vilji í raun; Veikja nýsköpun og tækniþróun í landinu Veikja samkeppnishæfni útflutningsgreina Veikja stöðu iðnaðar og fiskvinnslu í landinu Stuðla að meiri útflutningi á óunnu hráefni Stuðla að fjölgun brothættra byggða Skattpína eina atvinnugrein, eina auðlind, en hlífa öðrum Það er ekki hægt að skrifa alla þá andstöðu og viðvaranir sem fram koma í fjölbreyttum umsögnum um frumvarpið, sem pólistískan áróður eða þjónkun við örfá stórfyrirtæki. Ekki frekar en hægt er að byggja skattheimtu á neikvæðum tilfinningum eða andúð á þessum sömu fyrirtækjum. Forsætisráðherra leyfir sér ekki þannig vinnubrögð þegar fjöregg þjóðarinnar er í húfi. Stoðir samfélagsins á Grenivík eru og hafa lengi verið sterkar. Frumvarpið óbreytt er verulega þungt högg í þær stoðir. Sama á við um margar fleiri byggðir á Norður- og Austurlandi, nefna má Þórshöfn og Vopnafjörð sem eiga ekki margra kosta völ. Heggur sá er hlífa skyldi. Nema það sé í raun markmið ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að fjölga brothættum byggðum í landinu. Því verður ekki trúað, því hlýtur málinu að verða frestað til hausts og unnið þannig að forsvaranlegt sé og í einhverju samræmi við stefnmörkun ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri á Grenivík Fyrri grein um gullið okkar er að finna hér. Höfundur er sveitarstjóri á Grenivík. Fyrri grein um gullið okkar er að finna hér.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar