„Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 17:03 Bjarni Hafþór fer um viðan völl í uppistandi sínu, Hristur en ekki hrærður, sem aðgengilegt er á Sýn+. Vísir „Þetta er alvarlegt, þetta er erfitt en það er svo mikilvægt að nýta dagana vel og vera glaður,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem er með Parkinson. Á meðan hann getur, vill hann njóta og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Sindri hitti Bjarna Hafþór í Íslandi í dag en uppistand hans, Hristur en ekki hrærður, fór í loftið á Sýn á dögunum. Bjarni vill koma þeim skilaboðum á framfæri að maður sé aldrei of gamall til að byrja nýtt líf. Hann þekkir það af eigin raun en eftir að hann og Inga, konan hans, fóru að slá sér upp greindist hann með Parkinson sjúkdóminn. „Það er alltaf svolítið högg. Manni fer svolítið kalt vatn yfir bakið. Og það er vegna þess að maður veit ekki hvað er að gerast og veit ekki hvað gerist næst.“ Sjúkdómurinn felst meðal annars í því að Bjarni framleiðir minna af dópamíni en meðalmaðurinn. Hann er ólæknandi og einungis er hægt að halda honum niðri. Bjarni passar upp á að hreyfa sig, og taka lyfin sín. Þá hætti hann að drekka fyrir 26 árum, að reykja fyrir 25 árum og að kaffi fyrir 20 árum. Te kom í staðinn. „Það sagði einn við mig sem bæði fær sér smók og bjór, að það væri skelfilegt að sjá til mín. Ég væri krónískur quitter. Alltaf að hætta öllu. Hann var mjög hneykslaður og hélt ég ætti bara ömurlegt líf. En það er ekki svo.“ Bjarni segir ekki skemma fyrir að eiga góða konu, börn, barnabörn og gott líf. Að hafa gott viðhorf skiptir líka máli og ekki er verra þegar makinn hefur áhuga á golfi og góðan húmor. Og þegar hann er mögulega ekki alveg nógu vel stemmdur, segir hún: „Þú veist ekkert hvenær þú drepst! Við erum að fara alltaf. Þá er hún að segja, sem er alveg rétt, þú átt að lifa lífinu, hvern dag fyrir sig. Hver dagur kemur bara einu sinni. Lifðu hann, taktu þátt og leiktu þér. Og hún skýtur því stundum að mér, ef ég tek ekki undir strax,: Þú veist ekkert hvenær þú drepst, við eigum bókað golf. Þannig að ég segi að ég sé eini maðurinn sem er bókaður stöðugt í golf undir dauðahótunum.“ Ísland í dag Grín og gaman Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Sindri hitti Bjarna Hafþór í Íslandi í dag en uppistand hans, Hristur en ekki hrærður, fór í loftið á Sýn á dögunum. Bjarni vill koma þeim skilaboðum á framfæri að maður sé aldrei of gamall til að byrja nýtt líf. Hann þekkir það af eigin raun en eftir að hann og Inga, konan hans, fóru að slá sér upp greindist hann með Parkinson sjúkdóminn. „Það er alltaf svolítið högg. Manni fer svolítið kalt vatn yfir bakið. Og það er vegna þess að maður veit ekki hvað er að gerast og veit ekki hvað gerist næst.“ Sjúkdómurinn felst meðal annars í því að Bjarni framleiðir minna af dópamíni en meðalmaðurinn. Hann er ólæknandi og einungis er hægt að halda honum niðri. Bjarni passar upp á að hreyfa sig, og taka lyfin sín. Þá hætti hann að drekka fyrir 26 árum, að reykja fyrir 25 árum og að kaffi fyrir 20 árum. Te kom í staðinn. „Það sagði einn við mig sem bæði fær sér smók og bjór, að það væri skelfilegt að sjá til mín. Ég væri krónískur quitter. Alltaf að hætta öllu. Hann var mjög hneykslaður og hélt ég ætti bara ömurlegt líf. En það er ekki svo.“ Bjarni segir ekki skemma fyrir að eiga góða konu, börn, barnabörn og gott líf. Að hafa gott viðhorf skiptir líka máli og ekki er verra þegar makinn hefur áhuga á golfi og góðan húmor. Og þegar hann er mögulega ekki alveg nógu vel stemmdur, segir hún: „Þú veist ekkert hvenær þú drepst! Við erum að fara alltaf. Þá er hún að segja, sem er alveg rétt, þú átt að lifa lífinu, hvern dag fyrir sig. Hver dagur kemur bara einu sinni. Lifðu hann, taktu þátt og leiktu þér. Og hún skýtur því stundum að mér, ef ég tek ekki undir strax,: Þú veist ekkert hvenær þú drepst, við eigum bókað golf. Þannig að ég segi að ég sé eini maðurinn sem er bókaður stöðugt í golf undir dauðahótunum.“
Ísland í dag Grín og gaman Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira