„Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 17:03 Bjarni Hafþór fer um viðan völl í uppistandi sínu, Hristur en ekki hrærður, sem aðgengilegt er á Sýn+. Vísir „Þetta er alvarlegt, þetta er erfitt en það er svo mikilvægt að nýta dagana vel og vera glaður,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem er með Parkinson. Á meðan hann getur, vill hann njóta og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Sindri hitti Bjarna Hafþór í Íslandi í dag en uppistand hans, Hristur en ekki hrærður, fór í loftið á Sýn á dögunum. Bjarni vill koma þeim skilaboðum á framfæri að maður sé aldrei of gamall til að byrja nýtt líf. Hann þekkir það af eigin raun en eftir að hann og Inga, konan hans, fóru að slá sér upp greindist hann með Parkinson sjúkdóminn. „Það er alltaf svolítið högg. Manni fer svolítið kalt vatn yfir bakið. Og það er vegna þess að maður veit ekki hvað er að gerast og veit ekki hvað gerist næst.“ Sjúkdómurinn felst meðal annars í því að Bjarni framleiðir minna af dópamíni en meðalmaðurinn. Hann er ólæknandi og einungis er hægt að halda honum niðri. Bjarni passar upp á að hreyfa sig, og taka lyfin sín. Þá hætti hann að drekka fyrir 26 árum, að reykja fyrir 25 árum og að kaffi fyrir 20 árum. Te kom í staðinn. „Það sagði einn við mig sem bæði fær sér smók og bjór, að það væri skelfilegt að sjá til mín. Ég væri krónískur quitter. Alltaf að hætta öllu. Hann var mjög hneykslaður og hélt ég ætti bara ömurlegt líf. En það er ekki svo.“ Bjarni segir ekki skemma fyrir að eiga góða konu, börn, barnabörn og gott líf. Að hafa gott viðhorf skiptir líka máli og ekki er verra þegar makinn hefur áhuga á golfi og góðan húmor. Og þegar hann er mögulega ekki alveg nógu vel stemmdur, segir hún: „Þú veist ekkert hvenær þú drepst! Við erum að fara alltaf. Þá er hún að segja, sem er alveg rétt, þú átt að lifa lífinu, hvern dag fyrir sig. Hver dagur kemur bara einu sinni. Lifðu hann, taktu þátt og leiktu þér. Og hún skýtur því stundum að mér, ef ég tek ekki undir strax,: Þú veist ekkert hvenær þú drepst, við eigum bókað golf. Þannig að ég segi að ég sé eini maðurinn sem er bókaður stöðugt í golf undir dauðahótunum.“ Ísland í dag Grín og gaman Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Sindri hitti Bjarna Hafþór í Íslandi í dag en uppistand hans, Hristur en ekki hrærður, fór í loftið á Sýn á dögunum. Bjarni vill koma þeim skilaboðum á framfæri að maður sé aldrei of gamall til að byrja nýtt líf. Hann þekkir það af eigin raun en eftir að hann og Inga, konan hans, fóru að slá sér upp greindist hann með Parkinson sjúkdóminn. „Það er alltaf svolítið högg. Manni fer svolítið kalt vatn yfir bakið. Og það er vegna þess að maður veit ekki hvað er að gerast og veit ekki hvað gerist næst.“ Sjúkdómurinn felst meðal annars í því að Bjarni framleiðir minna af dópamíni en meðalmaðurinn. Hann er ólæknandi og einungis er hægt að halda honum niðri. Bjarni passar upp á að hreyfa sig, og taka lyfin sín. Þá hætti hann að drekka fyrir 26 árum, að reykja fyrir 25 árum og að kaffi fyrir 20 árum. Te kom í staðinn. „Það sagði einn við mig sem bæði fær sér smók og bjór, að það væri skelfilegt að sjá til mín. Ég væri krónískur quitter. Alltaf að hætta öllu. Hann var mjög hneykslaður og hélt ég ætti bara ömurlegt líf. En það er ekki svo.“ Bjarni segir ekki skemma fyrir að eiga góða konu, börn, barnabörn og gott líf. Að hafa gott viðhorf skiptir líka máli og ekki er verra þegar makinn hefur áhuga á golfi og góðan húmor. Og þegar hann er mögulega ekki alveg nógu vel stemmdur, segir hún: „Þú veist ekkert hvenær þú drepst! Við erum að fara alltaf. Þá er hún að segja, sem er alveg rétt, þú átt að lifa lífinu, hvern dag fyrir sig. Hver dagur kemur bara einu sinni. Lifðu hann, taktu þátt og leiktu þér. Og hún skýtur því stundum að mér, ef ég tek ekki undir strax,: Þú veist ekkert hvenær þú drepst, við eigum bókað golf. Þannig að ég segi að ég sé eini maðurinn sem er bókaður stöðugt í golf undir dauðahótunum.“
Ísland í dag Grín og gaman Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira