Átök Arnars og Óskars hófust í yngri flokkum: Dramatík í úrslitum á Akureyri Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2025 11:04 Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson eru ekki keppinautar í dag. Arnar stýrir íslenska landsliðinu, með son Óskars sem fyrirliða, og Óskar stýrir KR í Bestu deildinni. Samsett/Getty/Diego Átökin sem voru fyrir allra augum á árunum 2020-23, á milli fótboltaþjálfaranna Arnars Gunnlaugssonar og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, teygja sig í raun mun lengra aftur en flestir gera sér grein fyrir. Þeir mættust til að mynda í sögufrægum úrslitaleik Íslandsmótsins í 3. flokki, á Akureyri árið 1989. Um þetta er fjallað í næstsíðasta þætti nýrrar seríu af Návígi, hlaðvarpsþáttum úr smiðju Gunnlaugs Jónssonar sem urðu til við vinnslu sjónvarpsþáttanna A&B um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Umræðuna og líflegar lýsingar á því sem gerðist í úrslitaleiknum má heyra í þættinum hér að neðan, eftir 6:10 mínútur. Óskar, Arnar og Bjarki eru jafnaldrar, fæddir 1973, og öttu kappi í yngri flokkum. Óskar var í fremstu víglínu KR í 3. flokki, með nánasta félaga Bjarka í umboðsmennskunni í dag, Magnús Agnar Magnússon, sér til fulltingis. Í liði ÍA voru menn sem áttu eftir að spila tugi landsleikja og sem atvinnumenn um árabil, eins og Arnar, Bjarki og varnarmaðurinn Lárus Orri Sigurðsson. „Í þessum yngri flokkum voru þetta meiriháttar skemmtilegir leikir við Skagann. Ég held að í þessum árgangi hafi þessi tvö lið verið bestu liðin en það verður að segjast eins og er að það varð nú töluvert meira úr leikmönnunum í Skagaliðinu heldur en KR-liðinu,“ segir Óskar Hrafn sem þó náði að spila þrjá A-landsleiki og sem atvinnumaður í Noregi áður en hann lagði skóna á hilluna. Sonur hans, Orri, er þegar kominn með 16 A-landsleiki og sjö mörk en hann var einmitt gerður að fyrirliða landsliðsins af Arnari og er skjólstæðingur Magnúsar Agnars og Bjarka. „Óskar var bara framherji. Markamaskína eins og sonur hans. Við spiluðum kannski frekar einfaldan fótbolta. Sparkað langt og ég var stór svo ég gat skallað boltann og treysti því að Óskar myndi hirða boltann, stinga alla af og skora. Það var einfalt,“ rifjar Magnús Agnar upp. Höfðu betur eftir að Óskar hafði stækkað Lárus Orri fór fyrir vörn Skagaliðsins og er forvitnilegt að heyra þá Óskar rifja upp átökin sín á milli, sem jöfnuðust eftir því sem Óskar tók út líkamlegan þroska. „Hann gekk helvíti vasklega fram við að taka á mér, og hafði nú yfirleitt betur þangað til kannski í þessum úrslitaleik ´89 þegar ég loksins mannaði mig upp, hafði stækkað aðeins og tók aðeins á honum,“ sagði Óskar sem kom KR í 4-0 snemma í seinni hálfleik, í afar óvæntum sigri KR-inga í úrslitaleiknum. Bjarki og Lárus Orri nefndu báðir í þættinum hve mikið formsatriði það átti að vera fyrir ÍA að vinna leikinn við KR og verða Íslandsmeistari. Formaður ÍA fór sérstaka ferð til Akureyrar til að vera viðstaddur sigurinn en úr varð sneypuför. „Það sem pirraði mig og Arnar mest var að það var ákveðið að úrslitaleikurinn yrði klukkan 11 um morguninn og spilaður á Þórsvellinum, á meðan leikurinn um 3. sætið var hálftvö á Akureyrarvelli. Á þeim tíma var Akureyrarvöllur bara Wembley. Þetta fór óendanlega í taugarnar á okkur,“ sagði Bjarki. Óvæntar hetjur: Held að hann hafi ekki verið búinn að skora á æfingu í átta ár Í úrslitaleiknum stigu fram óvæntar hetjur hjá KR og skoruðu draumamörk, miðað við lýsingar manna, þar á meðal Jón Páll Leifsson sem sagði: „Við fórum með mildilegar væntingar inn í þennan úrslitaleik. Þjálfarinn okkar, Haraldur Haraldsson, mikill toppmaður, deildi þessum væntingum með okkur. Ég man sérstaklega eftir því að hann sagði fyrir leikinn: „Strákar, ég er mjög stoltur af ykkur. Þið eruð komnir í þennan úrslitaleik en ég ætlast ekki til að þið vinnið hann. Ef þið gerið það þá verð ég hins vegar ofsalega glaður.““ „Það hittist þannig á að flestir af okkur spiluðu toppleik og margir af þeim áttu slakan leik, því á pappírunum hefðum við sennilega aldrei átt að eiga möguleika. Við gerum út um þennan leik í fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk,“ sagði Óskar. „Þessir gaurar sem að skoruðu í þessum leik… þú veist ekki einu sinni hverjir þetta eru en allir skoruðu þeir upp í skeytin,“ sagði Bjarki og Óskar var sammála: „Það voru ólíklegustu menn að skora. Jón Páll Leifsson skoraði fyrsta markið. Ég held að hann hafi ekki verið búinn að skora á æfingu í átta ár á undan. Þetta er það sem menn rifja upp þegar ´73-árgangurinn í KR hittist, hversu fallegt eða sorglegt sem það er,“ sagði Óskar en nánari lýsingar má heyra í þættinum hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti annarrar seríu Návígis á Tal.is með því að smella hér. Návígi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Um þetta er fjallað í næstsíðasta þætti nýrrar seríu af Návígi, hlaðvarpsþáttum úr smiðju Gunnlaugs Jónssonar sem urðu til við vinnslu sjónvarpsþáttanna A&B um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Umræðuna og líflegar lýsingar á því sem gerðist í úrslitaleiknum má heyra í þættinum hér að neðan, eftir 6:10 mínútur. Óskar, Arnar og Bjarki eru jafnaldrar, fæddir 1973, og öttu kappi í yngri flokkum. Óskar var í fremstu víglínu KR í 3. flokki, með nánasta félaga Bjarka í umboðsmennskunni í dag, Magnús Agnar Magnússon, sér til fulltingis. Í liði ÍA voru menn sem áttu eftir að spila tugi landsleikja og sem atvinnumenn um árabil, eins og Arnar, Bjarki og varnarmaðurinn Lárus Orri Sigurðsson. „Í þessum yngri flokkum voru þetta meiriháttar skemmtilegir leikir við Skagann. Ég held að í þessum árgangi hafi þessi tvö lið verið bestu liðin en það verður að segjast eins og er að það varð nú töluvert meira úr leikmönnunum í Skagaliðinu heldur en KR-liðinu,“ segir Óskar Hrafn sem þó náði að spila þrjá A-landsleiki og sem atvinnumaður í Noregi áður en hann lagði skóna á hilluna. Sonur hans, Orri, er þegar kominn með 16 A-landsleiki og sjö mörk en hann var einmitt gerður að fyrirliða landsliðsins af Arnari og er skjólstæðingur Magnúsar Agnars og Bjarka. „Óskar var bara framherji. Markamaskína eins og sonur hans. Við spiluðum kannski frekar einfaldan fótbolta. Sparkað langt og ég var stór svo ég gat skallað boltann og treysti því að Óskar myndi hirða boltann, stinga alla af og skora. Það var einfalt,“ rifjar Magnús Agnar upp. Höfðu betur eftir að Óskar hafði stækkað Lárus Orri fór fyrir vörn Skagaliðsins og er forvitnilegt að heyra þá Óskar rifja upp átökin sín á milli, sem jöfnuðust eftir því sem Óskar tók út líkamlegan þroska. „Hann gekk helvíti vasklega fram við að taka á mér, og hafði nú yfirleitt betur þangað til kannski í þessum úrslitaleik ´89 þegar ég loksins mannaði mig upp, hafði stækkað aðeins og tók aðeins á honum,“ sagði Óskar sem kom KR í 4-0 snemma í seinni hálfleik, í afar óvæntum sigri KR-inga í úrslitaleiknum. Bjarki og Lárus Orri nefndu báðir í þættinum hve mikið formsatriði það átti að vera fyrir ÍA að vinna leikinn við KR og verða Íslandsmeistari. Formaður ÍA fór sérstaka ferð til Akureyrar til að vera viðstaddur sigurinn en úr varð sneypuför. „Það sem pirraði mig og Arnar mest var að það var ákveðið að úrslitaleikurinn yrði klukkan 11 um morguninn og spilaður á Þórsvellinum, á meðan leikurinn um 3. sætið var hálftvö á Akureyrarvelli. Á þeim tíma var Akureyrarvöllur bara Wembley. Þetta fór óendanlega í taugarnar á okkur,“ sagði Bjarki. Óvæntar hetjur: Held að hann hafi ekki verið búinn að skora á æfingu í átta ár Í úrslitaleiknum stigu fram óvæntar hetjur hjá KR og skoruðu draumamörk, miðað við lýsingar manna, þar á meðal Jón Páll Leifsson sem sagði: „Við fórum með mildilegar væntingar inn í þennan úrslitaleik. Þjálfarinn okkar, Haraldur Haraldsson, mikill toppmaður, deildi þessum væntingum með okkur. Ég man sérstaklega eftir því að hann sagði fyrir leikinn: „Strákar, ég er mjög stoltur af ykkur. Þið eruð komnir í þennan úrslitaleik en ég ætlast ekki til að þið vinnið hann. Ef þið gerið það þá verð ég hins vegar ofsalega glaður.““ „Það hittist þannig á að flestir af okkur spiluðu toppleik og margir af þeim áttu slakan leik, því á pappírunum hefðum við sennilega aldrei átt að eiga möguleika. Við gerum út um þennan leik í fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk,“ sagði Óskar. „Þessir gaurar sem að skoruðu í þessum leik… þú veist ekki einu sinni hverjir þetta eru en allir skoruðu þeir upp í skeytin,“ sagði Bjarki og Óskar var sammála: „Það voru ólíklegustu menn að skora. Jón Páll Leifsson skoraði fyrsta markið. Ég held að hann hafi ekki verið búinn að skora á æfingu í átta ár á undan. Þetta er það sem menn rifja upp þegar ´73-árgangurinn í KR hittist, hversu fallegt eða sorglegt sem það er,“ sagði Óskar en nánari lýsingar má heyra í þættinum hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti annarrar seríu Návígis á Tal.is með því að smella hér.
Návígi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki