Ekkert lið vill fara með óbragð í munni frá tíundu umferð Aron Guðmundsson skrifar 20. júní 2025 13:01 Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, hefur séð lið sitt taka hvert framfaraskrefið á fætur öðru í Bestu deildinni í ár þar sem að Fram er nýliði. Liðið er á þriggja leikja sigurgöngu og hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Í kvöld tekur Fram á móti Þrótti R. sem er eitt þeirra þriggja liða sem hefur halað inn flestu stigum í deildinni til þessa. Vísir/Samsett mynd Tíunda umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld með afar athyglisverðum leik Fram og Þróttar Reykjavíkur. Fram hefur verið á mikilli siglingu á meðan að Þróttur, sem er með jafnmörg stig og topplið Breiðabliks, hefur hikstað. Framundan er langt hlé í deildinni og er þjálfari Fram sammála því að ekkert lið vilji fara með tap á bakinu inn í þá pásu. „Leggst bara mjög vel í mig. Alltaf gott að fá heimaleiki, það gefur okkur sjálfstraust en við gerum okkur líka grein fyrir því að við erum að spila á móti mjög öflugu og vel þjálfuðu liði Þróttar,“ segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég býst við hörku leik, jafnari leik heldur en varð raunin í 1.umferðinni þar sem að mér fannst lið Þróttar bara töluvert sterkara en mitt lið. Ég býst við jafnari leik í dag og mikil eftirvænting fyrir honum.“ Umræddum leik í 1.umferð deildarinnar á AVIS vellinum í Laugardal, sem lesa má um hér í umfjölluninni að ofan, lauk með 3-1 sigri Þróttar en mikið vatn hefur runnið til sjávar þá. Þróttarar vissulega verið duglegar að ná inn sigrum en lið Fram hefur tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru að mati Óskars Smára og býr nú að þriggja leikja sigurgöngu komandi inn í leik kvöldsins. „Eins og flestir vita er ekki mikil úrvalsdeildar reynsla í liðinu okkar en ég hef alltaf bent á það á móti að hungrið, viljinn, gæði og geta leikmanna sé til staðar. Stelpurnar hafa tekið mjög stór og fagleg skref á stuttum tíma. Aðlagað sig vel að því umhverfi sem Besta deildin er því hún er erfiðari og sterkari en Lengjudeildin. Það hefur alltaf verið okkar einkenni að við viljum vera betri í dag en við vorum í gær, stelpurnar hafa tekið gríðarlegum framförum sem einstaklingar og lið. Við erum á mikilli uppleið.“ Býst við mjög hörðum Þrótturum Eftir að hafa verið á mikilli siglingu bæði í deild og bikar hefur lið Þróttar aðeins hikstað, þær töpuðu fyrir Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum og í kjölfarið fylgdi tap á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deildinni. Gerir það þær að hættulegri andstæðingi komandi inn í leik kvöldsins? „Það getur farið á báða vegu. Þær hafa tapað tveimur leikjum í röð og ég býst við þeim mjög, mjög, mjög aggressívum. Þær eru mjög agressívar á venjulegum degi en ég býst við þeim enn þá meira aggressívari í kvöld. Í þessum tveimur tapleikjum þeirra sér maður hins vegar ákveðna þætti sem við getum nýtt okkur í kvöld. Þetta getur haft áhrif á sjálfstraustið og aukið pressuna á þær þar sem að þær eru í toppbaráttu. En þetta getur líka haft þau áhrif að þær mæta tvíefldar til leiks í kvöld. Við getum búist við báðu frá Þrótturum í kvöld en fyrir mig snýst þetta um það hvað liðið mitt ætlar að gera, ekki Þróttur. Við erum undirbúin fyrir bæði.“ Hart barist í leik Fram og Þróttar R. í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.Vísir/Anton Brink Verið að tala inn það sama í öllum liðum Leikir tíundu umferðar Bestu deildar kvenna eru þeir síðustu fyrir rúmlega mánaðar hlé í deildinni vegna EM í Sviss og því enn mikilvægara að ná inn sigri í kvöld til þess að fara með góða tilfinningu inn í það hlé. „Hundrað prósent sammála því. Það er að koma, að mér finnst, bara góð pása. Verðskulduð og góð pása og það er alveg gríðarlega mikilvægt. Við erum á gríðarlegri siglingu, höfum unnið fimm af síðustu sex leikjum sem við höfum spilað í deildinni. Við erum á mikilli siglingu og viljum klára þá siglingu fyrir EM fríið með góðri frammistöðu sem getur skilað okkur góðum úrslitum í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Þróttar. Ég held að öll lið sem fara inn í þessa umferð tali það inn að enda fyrri part tímabils, ef svo má að orði komast, á þeim góðu nótum að geta haldið inn í fríið með sigur á bakinu.“ Leikur Fram og Þróttar R. á Lambhagavellinum í Bestu deild kvenna hefst klukkan sex í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport. Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
„Leggst bara mjög vel í mig. Alltaf gott að fá heimaleiki, það gefur okkur sjálfstraust en við gerum okkur líka grein fyrir því að við erum að spila á móti mjög öflugu og vel þjálfuðu liði Þróttar,“ segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég býst við hörku leik, jafnari leik heldur en varð raunin í 1.umferðinni þar sem að mér fannst lið Þróttar bara töluvert sterkara en mitt lið. Ég býst við jafnari leik í dag og mikil eftirvænting fyrir honum.“ Umræddum leik í 1.umferð deildarinnar á AVIS vellinum í Laugardal, sem lesa má um hér í umfjölluninni að ofan, lauk með 3-1 sigri Þróttar en mikið vatn hefur runnið til sjávar þá. Þróttarar vissulega verið duglegar að ná inn sigrum en lið Fram hefur tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru að mati Óskars Smára og býr nú að þriggja leikja sigurgöngu komandi inn í leik kvöldsins. „Eins og flestir vita er ekki mikil úrvalsdeildar reynsla í liðinu okkar en ég hef alltaf bent á það á móti að hungrið, viljinn, gæði og geta leikmanna sé til staðar. Stelpurnar hafa tekið mjög stór og fagleg skref á stuttum tíma. Aðlagað sig vel að því umhverfi sem Besta deildin er því hún er erfiðari og sterkari en Lengjudeildin. Það hefur alltaf verið okkar einkenni að við viljum vera betri í dag en við vorum í gær, stelpurnar hafa tekið gríðarlegum framförum sem einstaklingar og lið. Við erum á mikilli uppleið.“ Býst við mjög hörðum Þrótturum Eftir að hafa verið á mikilli siglingu bæði í deild og bikar hefur lið Þróttar aðeins hikstað, þær töpuðu fyrir Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum og í kjölfarið fylgdi tap á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deildinni. Gerir það þær að hættulegri andstæðingi komandi inn í leik kvöldsins? „Það getur farið á báða vegu. Þær hafa tapað tveimur leikjum í röð og ég býst við þeim mjög, mjög, mjög aggressívum. Þær eru mjög agressívar á venjulegum degi en ég býst við þeim enn þá meira aggressívari í kvöld. Í þessum tveimur tapleikjum þeirra sér maður hins vegar ákveðna þætti sem við getum nýtt okkur í kvöld. Þetta getur haft áhrif á sjálfstraustið og aukið pressuna á þær þar sem að þær eru í toppbaráttu. En þetta getur líka haft þau áhrif að þær mæta tvíefldar til leiks í kvöld. Við getum búist við báðu frá Þrótturum í kvöld en fyrir mig snýst þetta um það hvað liðið mitt ætlar að gera, ekki Þróttur. Við erum undirbúin fyrir bæði.“ Hart barist í leik Fram og Þróttar R. í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.Vísir/Anton Brink Verið að tala inn það sama í öllum liðum Leikir tíundu umferðar Bestu deildar kvenna eru þeir síðustu fyrir rúmlega mánaðar hlé í deildinni vegna EM í Sviss og því enn mikilvægara að ná inn sigri í kvöld til þess að fara með góða tilfinningu inn í það hlé. „Hundrað prósent sammála því. Það er að koma, að mér finnst, bara góð pása. Verðskulduð og góð pása og það er alveg gríðarlega mikilvægt. Við erum á gríðarlegri siglingu, höfum unnið fimm af síðustu sex leikjum sem við höfum spilað í deildinni. Við erum á mikilli siglingu og viljum klára þá siglingu fyrir EM fríið með góðri frammistöðu sem getur skilað okkur góðum úrslitum í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Þróttar. Ég held að öll lið sem fara inn í þessa umferð tali það inn að enda fyrri part tímabils, ef svo má að orði komast, á þeim góðu nótum að geta haldið inn í fríið með sigur á bakinu.“ Leikur Fram og Þróttar R. á Lambhagavellinum í Bestu deild kvenna hefst klukkan sex í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira